Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar á Austurlandi kom fyrst upp vísir að ferðamannaiðnaði?

Margrét Guðjónsdóttir

Greiðasala í sveitum á Austurlandi

Eftir því sem ég kemst næst er það á Egilsstöðum á Völlum. Upphafsmaður þess var Jón Bergsson. Sá hann það þegar árið 1889 að þarna yrðu vegamót og kom á fót greiðasölu.


Frá Egilsstöðum.

Þegar hann seldi syni sínum, Sveini Jónssyni, jörðina gerði hann það með því skilyrði að þar yrði áfram greiðasala. Ekki gekk þrautalaust fyrir sig að koma greiðasölunni af stað. Árið 1908 reisti Jón Bergsson íbúðarhús að Egilsstöðum. Árið 1910 bað Jón um sýsluábyrgð á 1000 kr. láni til að byggja gistihús á Egilsstöðum og er því vel tekið á sýslufundi en ekki er vitað meira um niðurstöðu. Á sýslufundi 1914 er lagt fram bréf frá Jóni þar sem hann biður Múlasýslur að útvega og ábyrgjast lán til gistihússbyggingar sem var misjafnlega tekið, því að þetta þótti ekki það mikilvægt mál fyrir sýslurnar að þær gætu tekið mikla skuldbindingu á hendur vegna þess. Tillagan var felld og nefnd sett í málið sem ákvað að veita skuldbindinguna með þeim skilyrðum að Jón hefði uppbúin rúm fyrir 20 gesti og gæti gefið þeim að borða. Einnig átti hann að hafa skýli fyrir hesta jafnmarga gestum. Gjald fyrir gistingu og fleira skyldi sýslunefnd samþykkja. Þetta var samþykkt og 1914 var byggt tveggja hæða hús og gisting seld í herbergjum á efri hæð en matur seldur á þeirri neðri.

Hvenær fyrst kom upp vísir að ferðamannaiðnaði í kauptúnum/kaupstöðum Austfjarða hef ég ekki skoðað.


Spyrjandi tekur fram að með orðinu „Austurland“ á hann við svæðið frá Vopnafirði til Hornafjarðar.

Mynd:

Útgáfudagur

17.8.2000

Spyrjandi

Kristján

Efnisorð

Tilvísun

Margrét Guðjónsdóttir. „Hvar á Austurlandi kom fyrst upp vísir að ferðamannaiðnaði?“ Vísindavefurinn, 17. ágúst 2000, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=827.

Margrét Guðjónsdóttir. (2000, 17. ágúst). Hvar á Austurlandi kom fyrst upp vísir að ferðamannaiðnaði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=827

Margrét Guðjónsdóttir. „Hvar á Austurlandi kom fyrst upp vísir að ferðamannaiðnaði?“ Vísindavefurinn. 17. ágú. 2000. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=827>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar á Austurlandi kom fyrst upp vísir að ferðamannaiðnaði?
Greiðasala í sveitum á Austurlandi

Eftir því sem ég kemst næst er það á Egilsstöðum á Völlum. Upphafsmaður þess var Jón Bergsson. Sá hann það þegar árið 1889 að þarna yrðu vegamót og kom á fót greiðasölu.


Frá Egilsstöðum.

Þegar hann seldi syni sínum, Sveini Jónssyni, jörðina gerði hann það með því skilyrði að þar yrði áfram greiðasala. Ekki gekk þrautalaust fyrir sig að koma greiðasölunni af stað. Árið 1908 reisti Jón Bergsson íbúðarhús að Egilsstöðum. Árið 1910 bað Jón um sýsluábyrgð á 1000 kr. láni til að byggja gistihús á Egilsstöðum og er því vel tekið á sýslufundi en ekki er vitað meira um niðurstöðu. Á sýslufundi 1914 er lagt fram bréf frá Jóni þar sem hann biður Múlasýslur að útvega og ábyrgjast lán til gistihússbyggingar sem var misjafnlega tekið, því að þetta þótti ekki það mikilvægt mál fyrir sýslurnar að þær gætu tekið mikla skuldbindingu á hendur vegna þess. Tillagan var felld og nefnd sett í málið sem ákvað að veita skuldbindinguna með þeim skilyrðum að Jón hefði uppbúin rúm fyrir 20 gesti og gæti gefið þeim að borða. Einnig átti hann að hafa skýli fyrir hesta jafnmarga gestum. Gjald fyrir gistingu og fleira skyldi sýslunefnd samþykkja. Þetta var samþykkt og 1914 var byggt tveggja hæða hús og gisting seld í herbergjum á efri hæð en matur seldur á þeirri neðri.

Hvenær fyrst kom upp vísir að ferðamannaiðnaði í kauptúnum/kaupstöðum Austfjarða hef ég ekki skoðað.


Spyrjandi tekur fram að með orðinu „Austurland“ á hann við svæðið frá Vopnafirði til Hornafjarðar.

Mynd:...