Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Okkur er ekki kunnugt um að þetta orð sé notað í fræðilegu samhengi en hér á eftir er fjallað um orðið frá almennu málfræðilegu sjónarmiði.
'Krummaskuð' er upphaflega notað um eitthvað lítið og óverulegt og gat það verið næstum hvað sem var, hagldir, sylgjur, skór og fleira. Í seinni tíð hefur notkunin einkum beinst að litlum stöðum og fámennum. Þá er oft sagt að staðurinn sé ,,algert krummaskuð" og merkingin neikvæð.
'Skuð' er orð um kynfæri konu eða kvendýrs, samanber 'skød' í dönsku sem er skylt íslenska orðinu 'skaut.' 'Skuð' er hins vegar notað niðrandi.
Fyrri liðurinn 'krumma-' er sama orð og 'krummi' 'hrafn' sem einnig er notað um hausbein í fiskum og fuglum. Það er oft notað til að gefa orði neikvæðan blæ. Til dæmis er til 'krummaklór' um ljóta skrift, 'krummaskór' um litla og þrönga skó, 'krummabrækur' um lítil hrogn, 'krummagangur' um ásælni eða læti og 'krummavík' um litla og þrönga vík.
Guðrún Kvaran. „Er til fræðileg skilgreining á orðinu krummaskuð og hver er hún þá?“ Vísindavefurinn, 18. ágúst 2000, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=832.
Guðrún Kvaran. (2000, 18. ágúst). Er til fræðileg skilgreining á orðinu krummaskuð og hver er hún þá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=832
Guðrún Kvaran. „Er til fræðileg skilgreining á orðinu krummaskuð og hver er hún þá?“ Vísindavefurinn. 18. ágú. 2000. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=832>.