Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvar er jörðin?

TÞ og ÞVStaðsetningu jarðar má gefa til kynna með ýmsum hætti. Eðlilegt er að nota tölur þó að þær segi ef til vill ekki alla söguna vegna þess að jörð og sól eru á sífelldri hreyfingu. Jörðin er ein af níu reikistjörnum í sólkerfi okkar. Hún gengur umhverfis sólina í um 150 milljón kílómetra fjarlægð frá miðju sólkerfisins. Sólin er ein af hundruðum milljarða sólstjarna í Vetrarbrautinni og er hún stödd í um 26.000 ljósára (250 milljón milljarða kílómetra) fjarlægð frá miðju hennar. Vetrarbrautin sjálf er ein af hundruðum milljarða vetrarbrauta í alheiminum, staðsett í Grannhópnum svokallaða sem inniheldur um þrjátíu aðrar vetrarbrautir.

Ef til vill verður staðarlýsingin skiljanlegri ef við ímyndum okkur hvernig við myndum vísa geimverum, innan Vetrarbrautarinnar, leiðina til jarðar. Það verður gert hér á eftir.


Hugsum okkur að við höfum náð fjarskiptasambandi við viti bornar geimverur í sólkerfi í svo sem 50 ljósára fjarlægð. Slíkt fjarskiptasamband væri reyndar ólíkt því sem við eigum að venjast, því að það tæki hverja merkjasendingu 50 ár að komast á leiðarenda. Þessar geimverur ráða yfir tækni til að komast á 30.000 km hraða á sekúndu (1/10 c) og þær eru að undirbúa heimsókn til okkar. Hvernig segjum við þeim til vegar?

Líklegt er að merkin frá okkur vísi þeim á sólina enda sést hún berum augum úr þessari fjarlægð. Þegar þær nálgast sólina fara þær að sjá reikistjörnurnar hverja af annarri. Við segjum þeim að fylgjast með fjarlægð þeirra frá sól og athuga einkenni svo sem stærð, lit, fjölda tungla og svo framvegis. Þótt undarlegt megi virðast getum við þannig látið þeim í té eins konar "kort" af sólkerfinu þrátt fyrir það að reikistjörnunar séu á sífelldri hreyfingu um sól. Einnig gætum við einfaldlega gefið þeim upp breytilegt kort sem mundi sýna útlit sólkerfisins á hverjum tíma. Þannig gætum við tryggt að þessar geimverur mundu finna jörðina þegar þær koma á staðinn, jafnvel þótt við sendum þeim engin skeyti eftir að þær nálgast sólkerfið.

Svo gætum við farið að undirbúa móttökurnar, þó að þær yrðu að vísu ekki fyrr en eftir svo sem 550 ár í fyrsta lagi!

---

Einnig er hægt að hugsa sér að við útbúum einhvers konar upplýsingaböggul um jörðina sem geimverur rekist síðan á einhvers staðar úti í geimnum án þess að fá að vita um leið úr hvaða átt hann kom. Við viljum engu að síður útbúa gögnin þannig að geimverurnar geti fundið okkur. Þá þyrftum við að byrja á því að vísa þeim á sólina án beinna fjarskipta.

Við mundum þá byrja á því að segja frá fjarlægð sólarinnar frá miðju Vetrarbrautarinnar og lýsa stefnunni til dæmis miðað við Andrómedu, sem er næsta vetrarbraut. Síðan mundum við hafa í þessum upplýsingaböggli eins konar þrívítt kort af sólinni og næstu sólstjörnum í kring eins og þær eru núna, ásamt upplýsingum um hreyfingu þeirra hverrar miðað við aðra þannig að unnt sé að "framreikna" kortið.

Svo mundum við lýsa helstu einkennum sólarinnar, svo sem lit, stærð, massa, birtu, og svo framvegis. Þar sem sólin er afar venjuleg sólstjarna að allri gerð þyrfti að vanda mjög til þessara upplýsinga til þess að þær kæmu viðtakendum að gagni til að bera úr fjarska kennsl á sólina í öllum þeim aragrúa sólstjarna sem er að finna í Vetrarbrautinni. En ef geimverurnar réðu yfir úrræðum til að sjá eða skynja reikistjörnurnar mundi það koma að miklu gagni við þessa leit.

Í þessu tilviki skiptir miklu ef takast mætti að koma svo miklum upplýsingum til skila að þær dygðu geimverum til að bera kennsl á sólina strax í fyrstu atrennu. Ferðir um geiminn eru ekki aðeins dýrar heldur einnig afar tímafrekar. Ef geimverurnar okkar villtust á sólinni og einhverri annarri sólstjörnu í "grenndinni" gæti það hæglega kostað árþúsunda töf á því að þær fyndu okkur.

Eftir að sólin er fundin gildir svo það sem áður var sagt.


Mynd: NASA: Welcome to the Planets

Höfundar

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

18.8.2000

Spyrjandi

Borghildur Óskarsdóttir

Tilvísun

TÞ og ÞV. „Hvar er jörðin?“ Vísindavefurinn, 18. ágúst 2000. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=833.

TÞ og ÞV. (2000, 18. ágúst). Hvar er jörðin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=833

TÞ og ÞV. „Hvar er jörðin?“ Vísindavefurinn. 18. ágú. 2000. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=833>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar er jörðin?


Staðsetningu jarðar má gefa til kynna með ýmsum hætti. Eðlilegt er að nota tölur þó að þær segi ef til vill ekki alla söguna vegna þess að jörð og sól eru á sífelldri hreyfingu. Jörðin er ein af níu reikistjörnum í sólkerfi okkar. Hún gengur umhverfis sólina í um 150 milljón kílómetra fjarlægð frá miðju sólkerfisins. Sólin er ein af hundruðum milljarða sólstjarna í Vetrarbrautinni og er hún stödd í um 26.000 ljósára (250 milljón milljarða kílómetra) fjarlægð frá miðju hennar. Vetrarbrautin sjálf er ein af hundruðum milljarða vetrarbrauta í alheiminum, staðsett í Grannhópnum svokallaða sem inniheldur um þrjátíu aðrar vetrarbrautir.

Ef til vill verður staðarlýsingin skiljanlegri ef við ímyndum okkur hvernig við myndum vísa geimverum, innan Vetrarbrautarinnar, leiðina til jarðar. Það verður gert hér á eftir.


Hugsum okkur að við höfum náð fjarskiptasambandi við viti bornar geimverur í sólkerfi í svo sem 50 ljósára fjarlægð. Slíkt fjarskiptasamband væri reyndar ólíkt því sem við eigum að venjast, því að það tæki hverja merkjasendingu 50 ár að komast á leiðarenda. Þessar geimverur ráða yfir tækni til að komast á 30.000 km hraða á sekúndu (1/10 c) og þær eru að undirbúa heimsókn til okkar. Hvernig segjum við þeim til vegar?

Líklegt er að merkin frá okkur vísi þeim á sólina enda sést hún berum augum úr þessari fjarlægð. Þegar þær nálgast sólina fara þær að sjá reikistjörnurnar hverja af annarri. Við segjum þeim að fylgjast með fjarlægð þeirra frá sól og athuga einkenni svo sem stærð, lit, fjölda tungla og svo framvegis. Þótt undarlegt megi virðast getum við þannig látið þeim í té eins konar "kort" af sólkerfinu þrátt fyrir það að reikistjörnunar séu á sífelldri hreyfingu um sól. Einnig gætum við einfaldlega gefið þeim upp breytilegt kort sem mundi sýna útlit sólkerfisins á hverjum tíma. Þannig gætum við tryggt að þessar geimverur mundu finna jörðina þegar þær koma á staðinn, jafnvel þótt við sendum þeim engin skeyti eftir að þær nálgast sólkerfið.

Svo gætum við farið að undirbúa móttökurnar, þó að þær yrðu að vísu ekki fyrr en eftir svo sem 550 ár í fyrsta lagi!

---

Einnig er hægt að hugsa sér að við útbúum einhvers konar upplýsingaböggul um jörðina sem geimverur rekist síðan á einhvers staðar úti í geimnum án þess að fá að vita um leið úr hvaða átt hann kom. Við viljum engu að síður útbúa gögnin þannig að geimverurnar geti fundið okkur. Þá þyrftum við að byrja á því að vísa þeim á sólina án beinna fjarskipta.

Við mundum þá byrja á því að segja frá fjarlægð sólarinnar frá miðju Vetrarbrautarinnar og lýsa stefnunni til dæmis miðað við Andrómedu, sem er næsta vetrarbraut. Síðan mundum við hafa í þessum upplýsingaböggli eins konar þrívítt kort af sólinni og næstu sólstjörnum í kring eins og þær eru núna, ásamt upplýsingum um hreyfingu þeirra hverrar miðað við aðra þannig að unnt sé að "framreikna" kortið.

Svo mundum við lýsa helstu einkennum sólarinnar, svo sem lit, stærð, massa, birtu, og svo framvegis. Þar sem sólin er afar venjuleg sólstjarna að allri gerð þyrfti að vanda mjög til þessara upplýsinga til þess að þær kæmu viðtakendum að gagni til að bera úr fjarska kennsl á sólina í öllum þeim aragrúa sólstjarna sem er að finna í Vetrarbrautinni. En ef geimverurnar réðu yfir úrræðum til að sjá eða skynja reikistjörnurnar mundi það koma að miklu gagni við þessa leit.

Í þessu tilviki skiptir miklu ef takast mætti að koma svo miklum upplýsingum til skila að þær dygðu geimverum til að bera kennsl á sólina strax í fyrstu atrennu. Ferðir um geiminn eru ekki aðeins dýrar heldur einnig afar tímafrekar. Ef geimverurnar okkar villtust á sólinni og einhverri annarri sólstjörnu í "grenndinni" gæti það hæglega kostað árþúsunda töf á því að þær fyndu okkur.

Eftir að sólin er fundin gildir svo það sem áður var sagt.


Mynd: NASA: Welcome to the Planets...