Sólin Sólin Rís 04:32 • sest 22:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 22:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:40 • Síðdegis: 22:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:32 • sest 22:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 22:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:40 • Síðdegis: 22:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er sólin lengi að koma upp?

Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023)

Svarið við þessari spurningu fer eftir staðsetningu athuganda og árstíma. Í almanaki Háskóla Íslands reiknast ris og setur eftir því hvenær efri rönd sólar ber við láréttan sjóndeildarhring (það er hafsbrún, ef athugandi er við sjávarmál). Með öðrum orðum telst sólaruppkoma þegar fyrst örlar fyrir sólinni, og sólarlag þegar síðast vottar fyrir henni. Þetta er alþjóðleg viðmiðunarregla. Niðurstaðan yrði önnur ef miðað væri við miðju sólar eða neðri brún. Hve miklu munar er mjög svo breytilegt.

Í Reykjavík er sólin 5 mínútur að koma upp á jafndægrum, 10 mínútur á vetrarsólstöðum og 14 mínútur á sumarsólstöðum. Er þá átt við tímann sem líður frá því að fyrst örlar á sól þar til hún er öll komin upp fyrir sjóndeildarhring. Sömu tölur gilda fyrir sólsetur. Hér er um meðaltöl að ræða; breytilegt ljósbrot í andrúmsloftinu getur hnikað tölunum til.

Á Akureyri eru tölurnar sem hér segir. Á jafndægrum taka sólaruppkoma og sólsetur 5 mínútur líkt og í Reykjavík, en á vetrarsólstöðum 15 mínútur og á sumarsólstöðum tæpan klukkutíma.

Kvöldsól í Eyjafirði 15. júlí 2024 (kl. 22:34). Á jafndægrum taka sólaruppkoma og sólsetur 5 mínútur á Akureyri líkt og í Reykjavík, en á vetrarsólstöðum 15 mínútur og á sumarsólstöðum tæpan klukkutíma.

Ef við værum við miðbaug jarðar myndu sólris og sólsetur aðeins taka um 2 mínútur á öllum árstímum.

Á heimskautunum rís sól aðeins einu sinni á ári og sest aðeins einu sinni og tekur fyrirbærið tæpa tvo sólarhringa í hvort skipti.

Myndir:

Texti þessa svars er fenginn af Almanaki Háskóla Íslands (Sólris og sólsetur) og birtur með góðfúslegu leyfi. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023)

stjarnfræðingur við Raunvísindastofnun

Útgáfudagur

30.7.2025

Spyrjandi

Atli Snær

Tilvísun

Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023). „Hvað er sólin lengi að koma upp?“ Vísindavefurinn, 30. júlí 2025, sótt 31. júlí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=83373.

Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023). (2025, 30. júlí). Hvað er sólin lengi að koma upp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83373

Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023). „Hvað er sólin lengi að koma upp?“ Vísindavefurinn. 30. júl. 2025. Vefsíða. 31. júl. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83373>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er sólin lengi að koma upp?
Svarið við þessari spurningu fer eftir staðsetningu athuganda og árstíma. Í almanaki Háskóla Íslands reiknast ris og setur eftir því hvenær efri rönd sólar ber við láréttan sjóndeildarhring (það er hafsbrún, ef athugandi er við sjávarmál). Með öðrum orðum telst sólaruppkoma þegar fyrst örlar fyrir sólinni, og sólarlag þegar síðast vottar fyrir henni. Þetta er alþjóðleg viðmiðunarregla. Niðurstaðan yrði önnur ef miðað væri við miðju sólar eða neðri brún. Hve miklu munar er mjög svo breytilegt.

Í Reykjavík er sólin 5 mínútur að koma upp á jafndægrum, 10 mínútur á vetrarsólstöðum og 14 mínútur á sumarsólstöðum. Er þá átt við tímann sem líður frá því að fyrst örlar á sól þar til hún er öll komin upp fyrir sjóndeildarhring. Sömu tölur gilda fyrir sólsetur. Hér er um meðaltöl að ræða; breytilegt ljósbrot í andrúmsloftinu getur hnikað tölunum til.

Á Akureyri eru tölurnar sem hér segir. Á jafndægrum taka sólaruppkoma og sólsetur 5 mínútur líkt og í Reykjavík, en á vetrarsólstöðum 15 mínútur og á sumarsólstöðum tæpan klukkutíma.

Kvöldsól í Eyjafirði 15. júlí 2024 (kl. 22:34). Á jafndægrum taka sólaruppkoma og sólsetur 5 mínútur á Akureyri líkt og í Reykjavík, en á vetrarsólstöðum 15 mínútur og á sumarsólstöðum tæpan klukkutíma.

Ef við værum við miðbaug jarðar myndu sólris og sólsetur aðeins taka um 2 mínútur á öllum árstímum.

Á heimskautunum rís sól aðeins einu sinni á ári og sest aðeins einu sinni og tekur fyrirbærið tæpa tvo sólarhringa í hvort skipti.

Myndir:

Texti þessa svars er fenginn af Almanaki Háskóla Íslands (Sólris og sólsetur) og birtur með góðfúslegu leyfi. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....