Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig eru hugtökin dreifbýli og landsbyggð skilgreind hér á landi?

Sigurður Guðmundsson

Upphafleg spurning var sem hér segir:
Hvernig er dreifbýli (rural) skilgreint á Íslandi? Er skilgreiningin á orðinu landsbyggð (countryside) eitthvað öðruvísi en fyrir dreifbýli?
Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum er þéttbýli skilgreint sem “húsaþyrping með minnst 200 íbúum og fjarlægð milli húsa yfirleitt ekki meiri en 50 metrar…” (Manntal á Íslandi). Dreifbýli eða strjálbýli er þá sú mannabyggð sem ekki er þéttbýli. Þessi skilgreining er ekki einhlít til dæmis gagnvart byggð sem fylgir landbúnaði því að hún getur verið misjafnlega þétt og stundum þéttari en þarna er lýst. Landfræðingar hafa dýpkað skilgreininguna þannig að til að byggð sé þéttbýli þurfi hún að vera þéttari en almennt gengur og gerist á viðkomandi landsvæði, íbúarnir þurfa að hafa atvinnu sína að mestu af öðrum greinum en frumvinnslu og að viðkomandi byggð þurfi að gegna einhvers konar hlutverki fyrir umliggjandi byggð á sviði menningar, stjórnsýslu eða efnahagsstarfsemi (Urban Geography, bls. 10).

Með tilliti til þessa getur þéttbýlissvæði verið fámennara en hin opinbera skilgreining segir til um og Hagstofa Íslands hefur skilgreint allmörg fámennari svæði sem slík. Í öðrum löndum gæti þetta leitt til þess að verulega fjölmennari landbúnaðarþorp en við þekkjum yrðu skilgreind sem dreifbýli. Við þekkjum ekki þess háttar byggð hérlendis en til eru einstaka byggðahverfi til sveita þar sem samtals búa allmargir íbúar samtýnis (það er að segja með samliggjandi túnum). Þekktastur þeirra er Þykkvibær.

Hugtakið landsbyggð er ekki ýkja gamalt sem fræðilegt hugtak í byggðamálum þótt það sé frá miðöldum og komi meðal annars fyrir í Nýjatestamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar. Með landsbyggð er átt við þann hluta byggðarinnar sem ekki er á höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborgarsvæðið hefur verið skilgreint með sérstökum ákvörðunum þannig að því tilheyra sveitarfélög sem standa saman að Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru sveitarfélögin frá Hafnarfirði norður um Innnes, Kjalarnes og Kjós.

Með bættum samgöngum og aukinni vinnusókn manna milli sveitarfélaga á suðvesturhorninu, ásamt því að íbúaþróun í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hefur farið að líkjast höfuðborginni sjálfri, finnst mörgum að komið sé að því að endurskilgreina höfuðborgarsvæðið og þar með minnka landsbyggðina. Utan um svæðið er nokkurs konar krans sem nær frá Skarðsheiði að norðan, austur um Árnessýslu og á Suðurnes. Ástand mála og íbúaþróun undanfarinna ára á þessu svæði er önnur en á þeim svæðum sem liggja lengra frá höfuðborginni. Enn um sinn verður þó það svæði sem nú er skilgreint sem höfuðborgarsvæðið óbreytt og mun að einhverju leyti festast í sessi við kjördæmabreytinguna sem tekur formlega gildi í næstu kosningum til Alþingis. Þar munu 3 kjördæmi mynda þetta svæði saman en hingað til hafa Suðurnes fylgt Reykjaneskjördæmi eins og kunnugt er.

Tilvísanir:

Hagstofa Íslands: Manntal á Íslandi 1. desember 1960

Ray M. Northam: Urban Geography, John Wiley & Sons, New York, 1979.

Höfundur

skipulagsfræðingur á Þjóðhagsstofnun

Útgáfudagur

18.8.2000

Spyrjandi

Guðrún Gunnarsdóttir

Tilvísun

Sigurður Guðmundsson. „Hvernig eru hugtökin dreifbýli og landsbyggð skilgreind hér á landi?“ Vísindavefurinn, 18. ágúst 2000, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=834.

Sigurður Guðmundsson. (2000, 18. ágúst). Hvernig eru hugtökin dreifbýli og landsbyggð skilgreind hér á landi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=834

Sigurður Guðmundsson. „Hvernig eru hugtökin dreifbýli og landsbyggð skilgreind hér á landi?“ Vísindavefurinn. 18. ágú. 2000. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=834>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru hugtökin dreifbýli og landsbyggð skilgreind hér á landi?
Upphafleg spurning var sem hér segir:

Hvernig er dreifbýli (rural) skilgreint á Íslandi? Er skilgreiningin á orðinu landsbyggð (countryside) eitthvað öðruvísi en fyrir dreifbýli?
Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum er þéttbýli skilgreint sem “húsaþyrping með minnst 200 íbúum og fjarlægð milli húsa yfirleitt ekki meiri en 50 metrar…” (Manntal á Íslandi). Dreifbýli eða strjálbýli er þá sú mannabyggð sem ekki er þéttbýli. Þessi skilgreining er ekki einhlít til dæmis gagnvart byggð sem fylgir landbúnaði því að hún getur verið misjafnlega þétt og stundum þéttari en þarna er lýst. Landfræðingar hafa dýpkað skilgreininguna þannig að til að byggð sé þéttbýli þurfi hún að vera þéttari en almennt gengur og gerist á viðkomandi landsvæði, íbúarnir þurfa að hafa atvinnu sína að mestu af öðrum greinum en frumvinnslu og að viðkomandi byggð þurfi að gegna einhvers konar hlutverki fyrir umliggjandi byggð á sviði menningar, stjórnsýslu eða efnahagsstarfsemi (Urban Geography, bls. 10).

Með tilliti til þessa getur þéttbýlissvæði verið fámennara en hin opinbera skilgreining segir til um og Hagstofa Íslands hefur skilgreint allmörg fámennari svæði sem slík. Í öðrum löndum gæti þetta leitt til þess að verulega fjölmennari landbúnaðarþorp en við þekkjum yrðu skilgreind sem dreifbýli. Við þekkjum ekki þess háttar byggð hérlendis en til eru einstaka byggðahverfi til sveita þar sem samtals búa allmargir íbúar samtýnis (það er að segja með samliggjandi túnum). Þekktastur þeirra er Þykkvibær.

Hugtakið landsbyggð er ekki ýkja gamalt sem fræðilegt hugtak í byggðamálum þótt það sé frá miðöldum og komi meðal annars fyrir í Nýjatestamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar. Með landsbyggð er átt við þann hluta byggðarinnar sem ekki er á höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborgarsvæðið hefur verið skilgreint með sérstökum ákvörðunum þannig að því tilheyra sveitarfélög sem standa saman að Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru sveitarfélögin frá Hafnarfirði norður um Innnes, Kjalarnes og Kjós.

Með bættum samgöngum og aukinni vinnusókn manna milli sveitarfélaga á suðvesturhorninu, ásamt því að íbúaþróun í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hefur farið að líkjast höfuðborginni sjálfri, finnst mörgum að komið sé að því að endurskilgreina höfuðborgarsvæðið og þar með minnka landsbyggðina. Utan um svæðið er nokkurs konar krans sem nær frá Skarðsheiði að norðan, austur um Árnessýslu og á Suðurnes. Ástand mála og íbúaþróun undanfarinna ára á þessu svæði er önnur en á þeim svæðum sem liggja lengra frá höfuðborginni. Enn um sinn verður þó það svæði sem nú er skilgreint sem höfuðborgarsvæðið óbreytt og mun að einhverju leyti festast í sessi við kjördæmabreytinguna sem tekur formlega gildi í næstu kosningum til Alþingis. Þar munu 3 kjördæmi mynda þetta svæði saman en hingað til hafa Suðurnes fylgt Reykjaneskjördæmi eins og kunnugt er.

Tilvísanir:

Hagstofa Íslands: Manntal á Íslandi 1. desember 1960

Ray M. Northam: Urban Geography, John Wiley & Sons, New York, 1979.

...