Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er átt við með orðinu gaslýsing?

Guðrún Kvaran

Orðið gaslýsing er gamalt í málinu, að minnsta kosti frá miðri 19. öld, í merkingunni ‘lýsing húsa og gatna með gasljósum’. Þau voru notuð í bæjum og borgum áður en farið var að lýsa með rafmagni. Mörg dæmi eru um þessa notkun á timarit.is.

Ég geri ráð fyrir að spyrjandi sé að leita svara við annarri og mun nýrri notkun orðsins. Þá er um að ræða tökuþýðingu á enska orðinu gaslighting sem er ungt orð og sést æ oftar. Eitt elsta dæmi um notkun orðsins gaslýsing, sem ég hef fundið, birtist í Kjarnanum 24. september 2017. Þar segir:

Tæknin sem beitt er kallast á ensku „gaslighting“, eða gaslýsing, og er þekkt pólitískt bragð. Í henni felst að neita stanslaust allri sök, afvegaleiða, setja fram mótsagnir, ljúga upp á fólk afstöðu, hengja sig í öll aukaatriði og hanna nýja atburðarás eftir á sem hentar málstað þess sem er að verja sig.

Í aðsendri grein Sigurbjargar Harðardóttur í Fréttablaðinu 30. nóvember 2021 stendur: „Gaslýsing er mjög alvarleg birtingarmynd af andlegu ofbeldi sem getur haft miklar og skaðlegar afleiðingar á lífsgæði og sjálfsmat þolandans.“ Finna má fleiri skrif á Netinu undir gaslýsing, án þess að þær bæti miklu við svo að ég læt þessa skýringu duga.

Kvikmyndin Gaslight (1944) er byggð á samnefndi leikriti sem fjallar um mann sem reynir að gera konu sína brjálaða með ýmiskonar brögðum, meðal annars með því að fikta í gaslýsingunni á heimilinu, en harðneitar að koma þar nokkuð við sögu.

Hugtakið kom fyrst fram í ensku 1938 í breska leikritinu Gas Light sem síðar varð efni kvikmyndarinnar Gaslight 1944. Þar reynir eiginmaður að ráðskast með konu sína á þann hátt að hún telji sig vera að missa raunveruleikaskyn sitt. Það gerir hann meðal annars með því að draga úr birtu eða auka birtu gasljósa heimilisins. Ætlun hans var að koma henni á stofnun fyrir heilabilaða. Með því ætlaði hann að komast yfir arf hennar.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.7.2022

Síðast uppfært

8.7.2022

Spyrjandi

Kjartan Freyr

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við með orðinu gaslýsing?“ Vísindavefurinn, 6. júlí 2022, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83696.

Guðrún Kvaran. (2022, 6. júlí). Hvað er átt við með orðinu gaslýsing? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83696

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við með orðinu gaslýsing?“ Vísindavefurinn. 6. júl. 2022. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83696>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við með orðinu gaslýsing?
Orðið gaslýsing er gamalt í málinu, að minnsta kosti frá miðri 19. öld, í merkingunni ‘lýsing húsa og gatna með gasljósum’. Þau voru notuð í bæjum og borgum áður en farið var að lýsa með rafmagni. Mörg dæmi eru um þessa notkun á timarit.is.

Ég geri ráð fyrir að spyrjandi sé að leita svara við annarri og mun nýrri notkun orðsins. Þá er um að ræða tökuþýðingu á enska orðinu gaslighting sem er ungt orð og sést æ oftar. Eitt elsta dæmi um notkun orðsins gaslýsing, sem ég hef fundið, birtist í Kjarnanum 24. september 2017. Þar segir:

Tæknin sem beitt er kallast á ensku „gaslighting“, eða gaslýsing, og er þekkt pólitískt bragð. Í henni felst að neita stanslaust allri sök, afvegaleiða, setja fram mótsagnir, ljúga upp á fólk afstöðu, hengja sig í öll aukaatriði og hanna nýja atburðarás eftir á sem hentar málstað þess sem er að verja sig.

Í aðsendri grein Sigurbjargar Harðardóttur í Fréttablaðinu 30. nóvember 2021 stendur: „Gaslýsing er mjög alvarleg birtingarmynd af andlegu ofbeldi sem getur haft miklar og skaðlegar afleiðingar á lífsgæði og sjálfsmat þolandans.“ Finna má fleiri skrif á Netinu undir gaslýsing, án þess að þær bæti miklu við svo að ég læt þessa skýringu duga.

Kvikmyndin Gaslight (1944) er byggð á samnefndi leikriti sem fjallar um mann sem reynir að gera konu sína brjálaða með ýmiskonar brögðum, meðal annars með því að fikta í gaslýsingunni á heimilinu, en harðneitar að koma þar nokkuð við sögu.

Hugtakið kom fyrst fram í ensku 1938 í breska leikritinu Gas Light sem síðar varð efni kvikmyndarinnar Gaslight 1944. Þar reynir eiginmaður að ráðskast með konu sína á þann hátt að hún telji sig vera að missa raunveruleikaskyn sitt. Það gerir hann meðal annars með því að draga úr birtu eða auka birtu gasljósa heimilisins. Ætlun hans var að koma henni á stofnun fyrir heilabilaða. Með því ætlaði hann að komast yfir arf hennar.

Heimildir og mynd:

...