Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru hrævareldar og hvar er þeirra getið í innlendum og erlendum heimildum?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Hrævareldar eru flöktandi ljós sem sjást að næturlagi yfir mýrum. Yfirleitt er þá metangas að brenna en það myndast við sundrun jurtaleifa í mýrum. Engin ástæða er til að ætla annað en að fyrirbærið hafi verið þekkt frá alda öðli. Það er nefnt í gömlum íslenskum textum og til að mynda eru ensku orðin um fyrirbærið gömul í ensku ritmáli.


Í orðasafni með útgáfu Svarts á hvítu á Sturlunga sögu frá 1988 er að finna orðin hræljós og hrælog í þessari merkingu. Þetta þýðir væntanlega að orðin er að finna í Sturlungu sjálfri en við höfum ekki haft tök á að leita þau uppi þar. Kannski vilja lesendur hjálpa okkur við það? Samkvæmt Orðstöðulykli er þessi orð hins vegar ekki að finna í Íslendingasögunum og þau eru ekki heldur í orðasafni með Heimskringlu.

Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans tekur sem kunnugt er yfir íslenskt ritmál frá siðaskiptum. Elsta dæmið um þetta orð í þeirri skrá er úr frumútgáfunni af Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá Sorø í Danmörku árið 1772. Í lýsingu Kjósarsýslu segir svo í þýðingu frá 1978:
Þrumur, eldingar og önnur óvenjuleg loftfyrirbæri eru sjaldgæf hér. Helzt verður þeirra vart á vetrum. Þegar dimmviðri er með stormi og hríð á vetrum, verður vart leiftra í neðstu loftlögunum. Þau kalla menn snæljós. Eins konar Ignis fatuus, sem á íslenzku kallast hrævareldur og líkt og hangir utan á mönnum, er sjaldgæfur á þessum slóðum (sbr. N. Horrebow: Efterr. gr. 76).

Fyrirbærið hefur einnig verið nefnt mýrarljós á íslensku og kallast ignis fatuus í latínu eins og áður er getið, og þá jafnframt í ýmsum erlendum málum. Í ensku nefnist fyrirbærið ýmist því nafni eða 'jack-o'-lantern' eða 'will-o'-the-wisp' og þessi orð eru gömul í ensku ritmáli.

Hrævareldar eru flöktandi ljós sem sjást að næturlagi yfir mýrum en færast undan mönnum ef reynt er að nálgast þau. Talið er að þau stafi af því að metangas sé að brenna en það myndast einmitt við sundrun jurtaleifa í mýrum.

Ef íslenska orðið mýragas er skilið sem 'gas sem myndast í mýrum' þá er það að miklu leyti metan, en samsvarandi enskt orð, 'marsh gas,' er einnig haft sem samheiti við 'methane.' Efnatáknið fyrir metan er CH4 og það er því eitt af einföldustu efnasamböndum kolefnis. Það tilheyrir efnaflokki sem nefnist vetniskol (hydrocarbons) og má ekki rugla saman við kolvetni (carbohydrates).

Við sjáum ekki ástæðu til að ætla annað en að fyrirbærið hrævareldar hafi verið þekkt frá alda öðli svo sem latneska heitið bendir til. Því er ekki þess að vænta að unnt sé að tilgreina hvar þess er fyrst getið í erlendum heimildum.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

23.8.2000

Spyrjandi

Hreiðar Ingi Þorsteinsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað eru hrævareldar og hvar er þeirra getið í innlendum og erlendum heimildum?“ Vísindavefurinn, 23. ágúst 2000, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=846.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 23. ágúst). Hvað eru hrævareldar og hvar er þeirra getið í innlendum og erlendum heimildum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=846

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað eru hrævareldar og hvar er þeirra getið í innlendum og erlendum heimildum?“ Vísindavefurinn. 23. ágú. 2000. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=846>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru hrævareldar og hvar er þeirra getið í innlendum og erlendum heimildum?
Hrævareldar eru flöktandi ljós sem sjást að næturlagi yfir mýrum. Yfirleitt er þá metangas að brenna en það myndast við sundrun jurtaleifa í mýrum. Engin ástæða er til að ætla annað en að fyrirbærið hafi verið þekkt frá alda öðli. Það er nefnt í gömlum íslenskum textum og til að mynda eru ensku orðin um fyrirbærið gömul í ensku ritmáli.


Í orðasafni með útgáfu Svarts á hvítu á Sturlunga sögu frá 1988 er að finna orðin hræljós og hrælog í þessari merkingu. Þetta þýðir væntanlega að orðin er að finna í Sturlungu sjálfri en við höfum ekki haft tök á að leita þau uppi þar. Kannski vilja lesendur hjálpa okkur við það? Samkvæmt Orðstöðulykli er þessi orð hins vegar ekki að finna í Íslendingasögunum og þau eru ekki heldur í orðasafni með Heimskringlu.

Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans tekur sem kunnugt er yfir íslenskt ritmál frá siðaskiptum. Elsta dæmið um þetta orð í þeirri skrá er úr frumútgáfunni af Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá Sorø í Danmörku árið 1772. Í lýsingu Kjósarsýslu segir svo í þýðingu frá 1978:
Þrumur, eldingar og önnur óvenjuleg loftfyrirbæri eru sjaldgæf hér. Helzt verður þeirra vart á vetrum. Þegar dimmviðri er með stormi og hríð á vetrum, verður vart leiftra í neðstu loftlögunum. Þau kalla menn snæljós. Eins konar Ignis fatuus, sem á íslenzku kallast hrævareldur og líkt og hangir utan á mönnum, er sjaldgæfur á þessum slóðum (sbr. N. Horrebow: Efterr. gr. 76).

Fyrirbærið hefur einnig verið nefnt mýrarljós á íslensku og kallast ignis fatuus í latínu eins og áður er getið, og þá jafnframt í ýmsum erlendum málum. Í ensku nefnist fyrirbærið ýmist því nafni eða 'jack-o'-lantern' eða 'will-o'-the-wisp' og þessi orð eru gömul í ensku ritmáli.

Hrævareldar eru flöktandi ljós sem sjást að næturlagi yfir mýrum en færast undan mönnum ef reynt er að nálgast þau. Talið er að þau stafi af því að metangas sé að brenna en það myndast einmitt við sundrun jurtaleifa í mýrum.

Ef íslenska orðið mýragas er skilið sem 'gas sem myndast í mýrum' þá er það að miklu leyti metan, en samsvarandi enskt orð, 'marsh gas,' er einnig haft sem samheiti við 'methane.' Efnatáknið fyrir metan er CH4 og það er því eitt af einföldustu efnasamböndum kolefnis. Það tilheyrir efnaflokki sem nefnist vetniskol (hydrocarbons) og má ekki rugla saman við kolvetni (carbohydrates).

Við sjáum ekki ástæðu til að ætla annað en að fyrirbærið hrævareldar hafi verið þekkt frá alda öðli svo sem latneska heitið bendir til. Því er ekki þess að vænta að unnt sé að tilgreina hvar þess er fyrst getið í erlendum heimildum.

...