Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Hvernig varð orðasambandið „að lepja dauðann úr skel" til?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið merkir að ‘draga fram lífið í mikilli fátækt, lifa við sult og seyru’. Sögnin lepja merkir að ‘ausa upp í sig vökva eða þunnri fæðu með tungunni’ eins og til dæmis hundar og kettir gera. Kunnugt er að fátækt fólk notaði áður fyrr skeljar í stað spóna eða skeiða og lítill sopi var þá í hverri skel.

Bláskel. Kunnugt er að fátækt fólk notaði áður fyrr skeljar í stað spóna eða skeiða og lítill sopi var þá í hverri skel.

Fleiri en ein mynd er af orðasambandinu: lepja dauðann úr skel, úr / með krákuskel eða báruskel. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um að lepja dauða úr skel er úr öðru bindi ljóðaþýðinga Magnúsar Ásgeirssonar:

annar fór að strita og lapti dauða úr skel.

Úr blaðinu Bjarka frá 1896 er eldra dæmi um að lepja dauðann úr krákuskel en krákuskel er annað heiti á kræklingi eins og bláskel:

taka þeir sjálfir krásirnar og láta verklýðinn lepa [svo] dauðann úr krákuskel.

Þorvaldur Thoroddsen landfræðingur tilgreinir í Ferðabók sinni, III. bindi, þetta austfirska dæmi um krákuskelina notaða sem skeið:

lepja dauðann með krákuskel [Af.].

Í Ritmálssafninu var þetta dæmi um bláskelina úr tímaritinu Eimreiðinni frá 1904:

Hann lepur sultinn og dauðann úr bláskel.

Helgi Hálfdanarson, þýðandi og skáld, (1985: 222–223) skrifaði um orðasambandið að lepja dauðann úr krákuskel og hafnar því að skelin sé nefnd í sambandinu vegna smæðar sinnar „heldur vegna þess að hún er „matskeið“ af fátæklegasta tagi; nema vitnað sé til þess að kræklingur var talinn óætur, jafnvel eitraður.“

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.8.2023

Spyrjandi

G. Þorkell Guðbrandsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig varð orðasambandið „að lepja dauðann úr skel" til?“ Vísindavefurinn, 25. ágúst 2023. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84723.

Guðrún Kvaran. (2023, 25. ágúst). Hvernig varð orðasambandið „að lepja dauðann úr skel" til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84723

Guðrún Kvaran. „Hvernig varð orðasambandið „að lepja dauðann úr skel" til?“ Vísindavefurinn. 25. ágú. 2023. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84723>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð orðasambandið „að lepja dauðann úr skel" til?
Orðasambandið merkir að ‘draga fram lífið í mikilli fátækt, lifa við sult og seyru’. Sögnin lepja merkir að ‘ausa upp í sig vökva eða þunnri fæðu með tungunni’ eins og til dæmis hundar og kettir gera. Kunnugt er að fátækt fólk notaði áður fyrr skeljar í stað spóna eða skeiða og lítill sopi var þá í hverri skel.

Bláskel. Kunnugt er að fátækt fólk notaði áður fyrr skeljar í stað spóna eða skeiða og lítill sopi var þá í hverri skel.

Fleiri en ein mynd er af orðasambandinu: lepja dauðann úr skel, úr / með krákuskel eða báruskel. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um að lepja dauða úr skel er úr öðru bindi ljóðaþýðinga Magnúsar Ásgeirssonar:

annar fór að strita og lapti dauða úr skel.

Úr blaðinu Bjarka frá 1896 er eldra dæmi um að lepja dauðann úr krákuskel en krákuskel er annað heiti á kræklingi eins og bláskel:

taka þeir sjálfir krásirnar og láta verklýðinn lepa [svo] dauðann úr krákuskel.

Þorvaldur Thoroddsen landfræðingur tilgreinir í Ferðabók sinni, III. bindi, þetta austfirska dæmi um krákuskelina notaða sem skeið:

lepja dauðann með krákuskel [Af.].

Í Ritmálssafninu var þetta dæmi um bláskelina úr tímaritinu Eimreiðinni frá 1904:

Hann lepur sultinn og dauðann úr bláskel.

Helgi Hálfdanarson, þýðandi og skáld, (1985: 222–223) skrifaði um orðasambandið að lepja dauðann úr krákuskel og hafnar því að skelin sé nefnd í sambandinu vegna smæðar sinnar „heldur vegna þess að hún er „matskeið“ af fátæklegasta tagi; nema vitnað sé til þess að kræklingur var talinn óætur, jafnvel eitraður.“

Heimildir og mynd:

...