Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða kosti hefur kjötát fram yfir grænmetisát (ef mjólkurvarnings er neytt líka)?

Björn Sigurður Gunnarsson



Það sem grænmetisætur þurfa að huga að í sínu mataræði, er meðal annars prótein, B12- vítamín, og ýmis steinefni, svo sem járn, sink og kalk. Þessi næringarefni eru öll til staðar í kjötvörum (að vísu innihalda kjötvörur lítið kalk), en í minna mæli í grænmetisfæði. Mjólkurvörur með grænmetisfæði tryggja nægilega inntöku próteins, B12-vítamíns og kalks. Að vísu er hægt að fá prótein í grænmetisfæði, en það er yfirleitt af verri gæðum en prótein í dýraafurðum og því er æskilegt að prótein í fæðinu séu úr kjöti, fiski, mjólkurafurðum og/eða eggjum. B12-vítamín er hvergi hægt að fá úr jurtaríkinu, en kalk er til dæmis hægt að fá úr dökkgrænu grænmeti eins og spergilkáli, og ýmsum hnetum. Besta uppspretta kalks í mataræðinu er hins vegar mjólkurmatur. Grænmetisætur þurfa einnig að fá nóg D-vítamín, en það er mjög sjaldgæft í matvælum, fyrir utan feitan fisk og lýsi.

Járn er best að fá úr kjöti og kjötvörum því að þar er hluti þess bundinn hemóglóbíni, en á því formi er upptaka þess hvað best. Að auki er í kjötmeti svokallaður MFP-þáttur sem virðist auka upptöku járns úr öðrum fæðutegundum sem neytt er með kjöti. Grænmetisfæði er fátækara af járni og það virðist verr tekið upp í líkamann þaðan en úr kjötmeti. Þó er grænmetisfæði ríkt af C-vítamíni (sérstaklega sítrusávextir) sem stuðlar að aukinni upptöku járns. Svipaða sögu er að segja um sink, að kjötmeti er besta uppspretta þess og sink er verr tekið upp úr grænmeti. Mjólkurmatur er léleg uppspretta járns og kalkið í mjólkinni virðist jafnvel hindra upptöku járns úr öðrum mat. Því er oft mælt með að neyta ekki mjólkur með aðalmáltíðum. Úr jurtaríkinu er járn og sink helst að fá í dökkgrænu laufgrænmeti, baunum og jafnvel þurrkuðum ávöxtum. Ein helsta uppspretta þessara efna er þó líklega vítamín- og steinefnabætt morgunkorn.

Kostir kjötneyslu umfram grænmetisneyslu eru í raun fáir, grænmeti og ávextir er á heildina litið mun næringarríkari en kjöt og því mun hollari sem slík. Kjötneysla hefur þó ákveðna kosti, með tilliti til járns og sinks og jafnvel próteins, en æskilegt er að neysla kjöts sé í hófi. Í Manneldismarkmiðum fyrir Íslendinga hljóðar hluti einnar greinarinnar svo: Stefnt skal að sem fjölbreyttustu fæði úr öllum fæðuflokkum. Í raun er því ekki mælt með að sleppa neinum fæðuflokkum úr mataræðinu.


Mynd: The Food Pyramid

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

23.8.2000

Spyrjandi

Gunnar Geir Pétursson, fæddur 1981

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hvaða kosti hefur kjötát fram yfir grænmetisát (ef mjólkurvarnings er neytt líka)?“ Vísindavefurinn, 23. ágúst 2000, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=849.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2000, 23. ágúst). Hvaða kosti hefur kjötát fram yfir grænmetisát (ef mjólkurvarnings er neytt líka)? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=849

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hvaða kosti hefur kjötát fram yfir grænmetisát (ef mjólkurvarnings er neytt líka)?“ Vísindavefurinn. 23. ágú. 2000. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=849>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða kosti hefur kjötát fram yfir grænmetisát (ef mjólkurvarnings er neytt líka)?


Það sem grænmetisætur þurfa að huga að í sínu mataræði, er meðal annars prótein, B12- vítamín, og ýmis steinefni, svo sem járn, sink og kalk. Þessi næringarefni eru öll til staðar í kjötvörum (að vísu innihalda kjötvörur lítið kalk), en í minna mæli í grænmetisfæði. Mjólkurvörur með grænmetisfæði tryggja nægilega inntöku próteins, B12-vítamíns og kalks. Að vísu er hægt að fá prótein í grænmetisfæði, en það er yfirleitt af verri gæðum en prótein í dýraafurðum og því er æskilegt að prótein í fæðinu séu úr kjöti, fiski, mjólkurafurðum og/eða eggjum. B12-vítamín er hvergi hægt að fá úr jurtaríkinu, en kalk er til dæmis hægt að fá úr dökkgrænu grænmeti eins og spergilkáli, og ýmsum hnetum. Besta uppspretta kalks í mataræðinu er hins vegar mjólkurmatur. Grænmetisætur þurfa einnig að fá nóg D-vítamín, en það er mjög sjaldgæft í matvælum, fyrir utan feitan fisk og lýsi.

Járn er best að fá úr kjöti og kjötvörum því að þar er hluti þess bundinn hemóglóbíni, en á því formi er upptaka þess hvað best. Að auki er í kjötmeti svokallaður MFP-þáttur sem virðist auka upptöku járns úr öðrum fæðutegundum sem neytt er með kjöti. Grænmetisfæði er fátækara af járni og það virðist verr tekið upp í líkamann þaðan en úr kjötmeti. Þó er grænmetisfæði ríkt af C-vítamíni (sérstaklega sítrusávextir) sem stuðlar að aukinni upptöku járns. Svipaða sögu er að segja um sink, að kjötmeti er besta uppspretta þess og sink er verr tekið upp úr grænmeti. Mjólkurmatur er léleg uppspretta járns og kalkið í mjólkinni virðist jafnvel hindra upptöku járns úr öðrum mat. Því er oft mælt með að neyta ekki mjólkur með aðalmáltíðum. Úr jurtaríkinu er járn og sink helst að fá í dökkgrænu laufgrænmeti, baunum og jafnvel þurrkuðum ávöxtum. Ein helsta uppspretta þessara efna er þó líklega vítamín- og steinefnabætt morgunkorn.

Kostir kjötneyslu umfram grænmetisneyslu eru í raun fáir, grænmeti og ávextir er á heildina litið mun næringarríkari en kjöt og því mun hollari sem slík. Kjötneysla hefur þó ákveðna kosti, með tilliti til járns og sinks og jafnvel próteins, en æskilegt er að neysla kjöts sé í hófi. Í Manneldismarkmiðum fyrir Íslendinga hljóðar hluti einnar greinarinnar svo: Stefnt skal að sem fjölbreyttustu fæði úr öllum fæðuflokkum. Í raun er því ekki mælt með að sleppa neinum fæðuflokkum úr mataræðinu.


Mynd: The Food Pyramid...