Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margar tegundir af þróunarkenningunni og hvað kallast þær?

Einar Árnason

Margir hafa sett fram þróunarkenningar, svo sem hinn gríski Anaximander eða frakkarnir Buffon og Lamarck og að sjálfsögu Charles Darwin. En spurt er um tegundir eða gerðir af þróunarkenningum. Færa má fyrir því rök að til séu tvenns konar þróunarkenningar.

Þróun er breyting á ástandi einhvers kerfis í tíma. Þróunarkenningu er ætlað að skýra breytinguna. Fyrri gerð þróunarkenninga má kenna við þroskun eða umbreytingu. Hún gerir ráð fyrir því að einingarnar í kerfinu (einingarnar gætu verið einstaklingar í stofni eða stjörnur í alheiminum) taki hver fyrir sig áþekkum breytingum. Ástand kerfisins (eða hópsins) breytist eða þróast vegna þess að einingarnar taka slíkum breytingum.

Sem dæmi má nefna kenningu Piaget um þroskun manna. Ef fylgst er með hópi barna sem byrjar í barnaskóla og klárar stúdentspróf í menntaskóla sést að hvert barn lærir að lesa, skrifa og reikna og táningarnir læra síðan tungumál, stærðfræði og fleira og fleira. Hver einstaklingur þroskast og hópurinn breytist eða þróast þar eð einstaklingarnir þroskast á áþekkan hátt. Kenning Marx og Engels um þróun þjóðfélaga er af sömu gerð. Þeir gerðu ráð fyrir að þjóðfélög breyttust úr lénskerfi í kapítalisma og úr kapítalisma í kommúnisma. Ef hvert þjóðfélag breytist mun hópur slíkra þjóðfélaga, t.d. í einni heimsálfu, þróast. Kenning Chandrasekhars um að litlar og miðlungs stjörnur brenni út og verði hvítir dvergar (og stórar stjörnur svarthol) er einnig af sama meiði. Alheimurinn eða heildin þróast vegna þess að einingarnar (stjörnur í þessu tilviki) umbreytast á svipaðan hátt.

Hin gerð þróunarkenninga er um fyrirfram gerðan breytileika sem er sigtaður þannig að eftir stendur það sem ekki fór í gegnum sigtið - hún er breytileika- og sigtunarkenning og algjör andstæða umbreytikenninga. Þróunarkenning Darwins (og nýja synþesan eða samþættingin sem er afsprengi hennar) er eina kenningin af þessari tegund þróunarkenninga.

Náttúrlegt val er gangvirki þessarar kenningar. Það byggir á þremur staðreyndum um allar lífverur:

  1. Lífverur eru breytilegar að formi, lífeðli og atferli.

  2. Breytileiki erfist sem merkir að afkvæmi líkjast foreldrum sínum meira en þeir líkjast óskyldum einstaklingum.

  3. Breytilegar lífverur eignast mismörg afkvæmi.

Ef þessar þrjár forsendur eru sannar allar í senn þá er það óhjákvæmileg afleiðing að ein gerð velst fram fyrir aðra á vélrænan eða náttúrlegan hátt. Náttúrlegt val er því afleiðing þessara þriggja staðreynda. Samsetning stofns sem inniheldur þessar gerðir mun því breytast, stofninn þróast. Til að útskýra aðlögun bætir Darwin síðan við fjórða lögmálinu um baráttuna fyrir lífinu sem er starfræn efnisleg ástæða fyrir mishraðri æxlun.

Höfundur

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

10.2.2000

Spyrjandi

Magnús Hilmarsson

Efnisorð

Tilvísun

Einar Árnason. „Hvað eru til margar tegundir af þróunarkenningunni og hvað kallast þær?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2000, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85.

Einar Árnason. (2000, 10. febrúar). Hvað eru til margar tegundir af þróunarkenningunni og hvað kallast þær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85

Einar Árnason. „Hvað eru til margar tegundir af þróunarkenningunni og hvað kallast þær?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2000. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar tegundir af þróunarkenningunni og hvað kallast þær?
Margir hafa sett fram þróunarkenningar, svo sem hinn gríski Anaximander eða frakkarnir Buffon og Lamarck og að sjálfsögu Charles Darwin. En spurt er um tegundir eða gerðir af þróunarkenningum. Færa má fyrir því rök að til séu tvenns konar þróunarkenningar.

Þróun er breyting á ástandi einhvers kerfis í tíma. Þróunarkenningu er ætlað að skýra breytinguna. Fyrri gerð þróunarkenninga má kenna við þroskun eða umbreytingu. Hún gerir ráð fyrir því að einingarnar í kerfinu (einingarnar gætu verið einstaklingar í stofni eða stjörnur í alheiminum) taki hver fyrir sig áþekkum breytingum. Ástand kerfisins (eða hópsins) breytist eða þróast vegna þess að einingarnar taka slíkum breytingum.

Sem dæmi má nefna kenningu Piaget um þroskun manna. Ef fylgst er með hópi barna sem byrjar í barnaskóla og klárar stúdentspróf í menntaskóla sést að hvert barn lærir að lesa, skrifa og reikna og táningarnir læra síðan tungumál, stærðfræði og fleira og fleira. Hver einstaklingur þroskast og hópurinn breytist eða þróast þar eð einstaklingarnir þroskast á áþekkan hátt. Kenning Marx og Engels um þróun þjóðfélaga er af sömu gerð. Þeir gerðu ráð fyrir að þjóðfélög breyttust úr lénskerfi í kapítalisma og úr kapítalisma í kommúnisma. Ef hvert þjóðfélag breytist mun hópur slíkra þjóðfélaga, t.d. í einni heimsálfu, þróast. Kenning Chandrasekhars um að litlar og miðlungs stjörnur brenni út og verði hvítir dvergar (og stórar stjörnur svarthol) er einnig af sama meiði. Alheimurinn eða heildin þróast vegna þess að einingarnar (stjörnur í þessu tilviki) umbreytast á svipaðan hátt.

Hin gerð þróunarkenninga er um fyrirfram gerðan breytileika sem er sigtaður þannig að eftir stendur það sem ekki fór í gegnum sigtið - hún er breytileika- og sigtunarkenning og algjör andstæða umbreytikenninga. Þróunarkenning Darwins (og nýja synþesan eða samþættingin sem er afsprengi hennar) er eina kenningin af þessari tegund þróunarkenninga.

Náttúrlegt val er gangvirki þessarar kenningar. Það byggir á þremur staðreyndum um allar lífverur:

  1. Lífverur eru breytilegar að formi, lífeðli og atferli.

  2. Breytileiki erfist sem merkir að afkvæmi líkjast foreldrum sínum meira en þeir líkjast óskyldum einstaklingum.

  3. Breytilegar lífverur eignast mismörg afkvæmi.

Ef þessar þrjár forsendur eru sannar allar í senn þá er það óhjákvæmileg afleiðing að ein gerð velst fram fyrir aðra á vélrænan eða náttúrlegan hátt. Náttúrlegt val er því afleiðing þessara þriggja staðreynda. Samsetning stofns sem inniheldur þessar gerðir mun því breytast, stofninn þróast. Til að útskýra aðlögun bætir Darwin síðan við fjórða lögmálinu um baráttuna fyrir lífinu sem er starfræn efnisleg ástæða fyrir mishraðri æxlun. ...