Sólin Sólin Rís 07:38 • sest 18:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:35 • Sest 13:12 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:12 í Reykjavík

Hvar getur maður fundið nánari skilgreiningu á E-efnum, til dæmis E 440, E 330, E 104, hvað þau innihalda nákvæmlega?

Björn Sigurður Gunnarsson

E-efni eða aukefni eru notuð við framleiðslu matvæla til að hafa áhrif á bragð, lit, geymsluþol og fleira. Aukefnum eru gefin E-númer þegar vísindanefnd Evrópusambandsins (ESB) hefur viðurkennt efnin og ESB sett samræmdar reglur um notkun þeirra. E-merking aukefna er því trygging fyrir því að fjallað hefur verið um efnin með tilliti til heilsufarslegra þátta. Númer aukefna gefa oft til kynna í hvaða tilgangi þau eru notuð. Til dæmis hafa litarefni númer frá 100-199, rotvarnarefni frá 200-299, þráavarnarefni frá 300-399, bindiefni frá 400-499 og svo framvegis.

Hægt er að fá ítarlegar upplýsingar um aukefni á heimasíðu Matvælastofnunar. Þar er meðal annars hægt að komast að því hvaða efni samsvarar hverju aukefnanúmeri, til dæmis að E 440 er pektín, E 330 sítrónusýra og E 104 kínólíngult.


Mynd: HB

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

23.8.2000

Spyrjandi

Helga Þorbjarnardóttir

Efnisorð

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hvar getur maður fundið nánari skilgreiningu á E-efnum, til dæmis E 440, E 330, E 104, hvað þau innihalda nákvæmlega?“ Vísindavefurinn, 23. ágúst 2000. Sótt 2. október 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=850.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2000, 23. ágúst). Hvar getur maður fundið nánari skilgreiningu á E-efnum, til dæmis E 440, E 330, E 104, hvað þau innihalda nákvæmlega? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=850

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hvar getur maður fundið nánari skilgreiningu á E-efnum, til dæmis E 440, E 330, E 104, hvað þau innihalda nákvæmlega?“ Vísindavefurinn. 23. ágú. 2000. Vefsíða. 2. okt. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=850>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar getur maður fundið nánari skilgreiningu á E-efnum, til dæmis E 440, E 330, E 104, hvað þau innihalda nákvæmlega?
E-efni eða aukefni eru notuð við framleiðslu matvæla til að hafa áhrif á bragð, lit, geymsluþol og fleira. Aukefnum eru gefin E-númer þegar vísindanefnd Evrópusambandsins (ESB) hefur viðurkennt efnin og ESB sett samræmdar reglur um notkun þeirra. E-merking aukefna er því trygging fyrir því að fjallað hefur verið um efnin með tilliti til heilsufarslegra þátta. Númer aukefna gefa oft til kynna í hvaða tilgangi þau eru notuð. Til dæmis hafa litarefni númer frá 100-199, rotvarnarefni frá 200-299, þráavarnarefni frá 300-399, bindiefni frá 400-499 og svo framvegis.

Hægt er að fá ítarlegar upplýsingar um aukefni á heimasíðu Matvælastofnunar. Þar er meðal annars hægt að komast að því hvaða efni samsvarar hverju aukefnanúmeri, til dæmis að E 440 er pektín, E 330 sítrónusýra og E 104 kínólíngult.


Mynd: HB...