Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er grátrana algengur fugl í Álftaveri eða þar nálægt?

Jón Már Halldórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Tel mig hafa séð grátrönu frekar en gráhegra í Álftaveri í dag 20.8.'23. Náði ekki nothæfum myndum. Fuglinn virtist einn á ferð. Er trana algeng á þessum slóðum?

Grátrana (Grus grus) er flækingur á Íslandi og ekki algengur fugl en hefur þó sést á ýmsum stöðum. Varpheimkynni hennar eru í norðanverðri Evrópu og Norður-Asíu (utan túndrusvæðanna). Stór hluti tegundarinnar verpir í Rússlandi en einnig verpir hún í Skandinavíu og víðar, til dæmis er lítill varpstofn á Englandi og Skotlandi.

Grátrönur eru flækingar á Íslandi og ekki mjög algeng sjón.

Staðfest er að grátrönur hafi á undanförnum árum verpt hér á Austurlandi og komið þar upp ungum. Haustið 2019 sást til fjögurra fullorðinna fugla sem væntanlega voru að undirbúa flug til vetrarstöðva sem líklegast eru á Spáni eða norðurhluta Afríku. Nokkrum árum áður sást til unga á Héraði og haustið 2018 náðst mynd af grátrönupari með tvo unga þannig að hugsanlega gæti þessi glæsilegi fugl fest rætur hér.

Það er ekki hægt að útiloka að fyrirspyrjandi hafi séð grátrönu í Álftaveri því grátrönur hafa áður sést á þeim slóðum þótt ekki hafi verið tilkynnt um þær á svæðinu síðastliðin ár. Hins vegar hafa gráhegrar verið algengir flækingar í Vestur-Skaftafellssýslu og sjást stundum við vötn og læki. Það er því ekki ólíklegt að um hafi verið að ræða gráhegra frekar en grátrönu þar sem þeir eru einnig óvenju háfættir fugla.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.1.2024

Spyrjandi

Símon Ingvar Tómasson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er grátrana algengur fugl í Álftaveri eða þar nálægt?“ Vísindavefurinn, 5. janúar 2024, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85405.

Jón Már Halldórsson. (2024, 5. janúar). Er grátrana algengur fugl í Álftaveri eða þar nálægt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85405

Jón Már Halldórsson. „Er grátrana algengur fugl í Álftaveri eða þar nálægt?“ Vísindavefurinn. 5. jan. 2024. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85405>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er grátrana algengur fugl í Álftaveri eða þar nálægt?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Tel mig hafa séð grátrönu frekar en gráhegra í Álftaveri í dag 20.8.'23. Náði ekki nothæfum myndum. Fuglinn virtist einn á ferð. Er trana algeng á þessum slóðum?

Grátrana (Grus grus) er flækingur á Íslandi og ekki algengur fugl en hefur þó sést á ýmsum stöðum. Varpheimkynni hennar eru í norðanverðri Evrópu og Norður-Asíu (utan túndrusvæðanna). Stór hluti tegundarinnar verpir í Rússlandi en einnig verpir hún í Skandinavíu og víðar, til dæmis er lítill varpstofn á Englandi og Skotlandi.

Grátrönur eru flækingar á Íslandi og ekki mjög algeng sjón.

Staðfest er að grátrönur hafi á undanförnum árum verpt hér á Austurlandi og komið þar upp ungum. Haustið 2019 sást til fjögurra fullorðinna fugla sem væntanlega voru að undirbúa flug til vetrarstöðva sem líklegast eru á Spáni eða norðurhluta Afríku. Nokkrum árum áður sást til unga á Héraði og haustið 2018 náðst mynd af grátrönupari með tvo unga þannig að hugsanlega gæti þessi glæsilegi fugl fest rætur hér.

Það er ekki hægt að útiloka að fyrirspyrjandi hafi séð grátrönu í Álftaveri því grátrönur hafa áður sést á þeim slóðum þótt ekki hafi verið tilkynnt um þær á svæðinu síðastliðin ár. Hins vegar hafa gráhegrar verið algengir flækingar í Vestur-Skaftafellssýslu og sjást stundum við vötn og læki. Það er því ekki ólíklegt að um hafi verið að ræða gráhegra frekar en grátrönu þar sem þeir eru einnig óvenju háfættir fugla.

Heimildir og mynd:...