Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hversu hratt getur blettatígur (Cheetah) hlaupið?

Elín Elísabet Torfadóttir



Blettatígur (Acinonyx jubatus) er rándýr af kattarætt og sprettharðastur allra dýra. Hann getur hlaupið á allt að 90 til 112 km hraða á klukkustund en þeim hraða getur hann aðeins haldið stuttar vegalengdir. Hann nýtir sér framúrskarandi hlaupagetu við veiðar en uppáhalds fæða hans eru gaseðlur og antilópur. Löng þróun hefur gefið blettatígrinum þann vöxt sem gerir hann fádæma sprettharðan. Hann hefur lítið höfuð og langa fætur, skrokklengd hans er 110-150 cm, hæð 70-90 cm og þyngd aðeins um 34-65 kg. Hann getur ekki dregið inn klærnar eins og önnur kattardýr en það kemur sér vel á hlaupunum þar sem klærnar gefa honum örugga fótfestu. Þó að blettatígurinn sé sprettharðastur dýra og mikið veiðidýr þá er hann ekki mjög sterkur og þarf oft að sjá á eftir bráð sinni í gin sér sterkari dýra en helstu keppinautar hans eru ljón (Panthera leo) og blettahýenur (Crocuta crocuta).


Sjá einnig svar við spurningunum: Geta tígrisdýr og blettatígur eignast afkvæmi og hvað kallast það þá? Geta mismunandi kattardýr eignast afkvæmi? og Hvert er hraðskreiðasta dýr í heimi?


Heimildir:

Undraveröld dýranna 15. bindi Spendýr 4. hluti 1983.

De Wildt Cheetah and Wildlife Centre


Mynd eftir Ellen Goff: Earthwatch Institute

Höfundur

Útgáfudagur

27.8.2000

Spyrjandi

Hugrún Lind Arnarsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Elín Elísabet Torfadóttir. „Hversu hratt getur blettatígur (Cheetah) hlaupið?“ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2000. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=855.

Elín Elísabet Torfadóttir. (2000, 27. ágúst). Hversu hratt getur blettatígur (Cheetah) hlaupið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=855

Elín Elísabet Torfadóttir. „Hversu hratt getur blettatígur (Cheetah) hlaupið?“ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2000. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=855>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu hratt getur blettatígur (Cheetah) hlaupið?


Blettatígur (Acinonyx jubatus) er rándýr af kattarætt og sprettharðastur allra dýra. Hann getur hlaupið á allt að 90 til 112 km hraða á klukkustund en þeim hraða getur hann aðeins haldið stuttar vegalengdir. Hann nýtir sér framúrskarandi hlaupagetu við veiðar en uppáhalds fæða hans eru gaseðlur og antilópur. Löng þróun hefur gefið blettatígrinum þann vöxt sem gerir hann fádæma sprettharðan. Hann hefur lítið höfuð og langa fætur, skrokklengd hans er 110-150 cm, hæð 70-90 cm og þyngd aðeins um 34-65 kg. Hann getur ekki dregið inn klærnar eins og önnur kattardýr en það kemur sér vel á hlaupunum þar sem klærnar gefa honum örugga fótfestu. Þó að blettatígurinn sé sprettharðastur dýra og mikið veiðidýr þá er hann ekki mjög sterkur og þarf oft að sjá á eftir bráð sinni í gin sér sterkari dýra en helstu keppinautar hans eru ljón (Panthera leo) og blettahýenur (Crocuta crocuta).


Sjá einnig svar við spurningunum: Geta tígrisdýr og blettatígur eignast afkvæmi og hvað kallast það þá? Geta mismunandi kattardýr eignast afkvæmi? og Hvert er hraðskreiðasta dýr í heimi?


Heimildir:

Undraveröld dýranna 15. bindi Spendýr 4. hluti 1983.

De Wildt Cheetah and Wildlife Centre


Mynd eftir Ellen Goff: Earthwatch Institute

...