Sólin Sólin Rís 10:55 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:21 • Sest 14:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:08 • Síðdegis: 24:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:43 • Síðdegis: 18:36 í Reykjavík

Hvað er ekla sem kemur t.d. fyrir í orðinu mannekla?

Guðrún Kvaran

Upphaflega spurningin hljóðaði svona:
Flestir vita hvað mannekla er en hvað nákvæmlega merkir ekla og er eitthvað tiltakanlega 'rangt' við að nota þennan hluta orðsins sem sjálfstætt orð (sem þó virðist aldrei vera gert)?

Nafnorðið ekla kemur fyrir þegar í fornu máli. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (I:317) er vísað í dæmi í Konungsskuggsjá og merkingin gefin ‘Mangel’ (á ísl. ‘skortur’). Konungsskuggsjá er talin rituð um 1250 eða 1260 og er varðveitt bæði í íslenskum og norskum handritum. Í fornmálsorðabók þeirri sem kennd er við Cleasby-Vigfússon er minnst á kvæði í Heimskringlu, Velleklu, sem Einar skálaglamm Helgason orti til Hákonar jarls Sigurðarsonar á 10. öld. Vell merkir ‘gull’, vellekla ‘skortur á gulli’. Orðið sumblekla ‘skortur á öli’ kemur fyrir í lausavísu eftir Egil Skallagrímsson (1933:108) en ekki fann ég fleiri fornmálsdæmi.

Segja má að það hafi verið „sumblekla“ í matvöruverslun í London eftir að kaupendur tæmdu áfengishillurnar í upphafi Covid-19 faraldursins.

Elsta dæmi um orðið ekla í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans, sem varðveitir heimildir úr síðari alda máli (eftir 1540) er úr ritinu Su O-ummbreitta Augspurgiska Confession, Ellegar Trvar-Jaatning frá 1742. Dæmið er svona:
Þad mætte verda Ekla hier epter a Kiennemønnum.

Orðið hefur ekki verið mikið notað því að dæmi Orðabókarinnar eru aðeins sjö. Um manneklu eru sex dæmi þótt það orð heyrist oft. Hið elsta er úr Alþingisbókum frá 1720:
eitthvert það lögbýli, sem háski liggur við, að eyðileggist vegna manneklu

Þeim sem skoða vilja fleiri dæmi er bent á vefinn timarit.is

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

1.11.2023

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er ekla sem kemur t.d. fyrir í orðinu mannekla?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2023. Sótt 5. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=85540.

Guðrún Kvaran. (2023, 1. nóvember). Hvað er ekla sem kemur t.d. fyrir í orðinu mannekla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85540

Guðrún Kvaran. „Hvað er ekla sem kemur t.d. fyrir í orðinu mannekla?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2023. Vefsíða. 5. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85540>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er ekla sem kemur t.d. fyrir í orðinu mannekla?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona:

Flestir vita hvað mannekla er en hvað nákvæmlega merkir ekla og er eitthvað tiltakanlega 'rangt' við að nota þennan hluta orðsins sem sjálfstætt orð (sem þó virðist aldrei vera gert)?

Nafnorðið ekla kemur fyrir þegar í fornu máli. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (I:317) er vísað í dæmi í Konungsskuggsjá og merkingin gefin ‘Mangel’ (á ísl. ‘skortur’). Konungsskuggsjá er talin rituð um 1250 eða 1260 og er varðveitt bæði í íslenskum og norskum handritum. Í fornmálsorðabók þeirri sem kennd er við Cleasby-Vigfússon er minnst á kvæði í Heimskringlu, Velleklu, sem Einar skálaglamm Helgason orti til Hákonar jarls Sigurðarsonar á 10. öld. Vell merkir ‘gull’, vellekla ‘skortur á gulli’. Orðið sumblekla ‘skortur á öli’ kemur fyrir í lausavísu eftir Egil Skallagrímsson (1933:108) en ekki fann ég fleiri fornmálsdæmi.

Segja má að það hafi verið „sumblekla“ í matvöruverslun í London eftir að kaupendur tæmdu áfengishillurnar í upphafi Covid-19 faraldursins.

Elsta dæmi um orðið ekla í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans, sem varðveitir heimildir úr síðari alda máli (eftir 1540) er úr ritinu Su O-ummbreitta Augspurgiska Confession, Ellegar Trvar-Jaatning frá 1742. Dæmið er svona:
Þad mætte verda Ekla hier epter a Kiennemønnum.

Orðið hefur ekki verið mikið notað því að dæmi Orðabókarinnar eru aðeins sjö. Um manneklu eru sex dæmi þótt það orð heyrist oft. Hið elsta er úr Alþingisbókum frá 1720:
eitthvert það lögbýli, sem háski liggur við, að eyðileggist vegna manneklu

Þeim sem skoða vilja fleiri dæmi er bent á vefinn timarit.is

Heimildir og mynd:

...