Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Eru til afgerandi málfræðileg rök fyrir því að rita eigi leysir frekar en leisir?

Ari Páll Kristinsson

Orðið laser í ensku og fleiri tungumálum er í raun skammstöfun sem vísar til enska hugtaksins ‘Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation’. Ýmsir hafa velt fyrir sér hvort finna megi afgerandi málfræðileg rök fyrir því að íslenskur ritháttur sé leysir fremur en leisir. Stutta svarið við spurningunni er: Nei. Hér verður gerð nánari grein fyrir þessu.

Tvíhljóðinu [ɛi:] sem á ensku er táknað með a í laser má koma til skila í íslensku hvort heldur er með ey eða ei (samanber orðasamböndin um þetta leyti, á næsta leiti). Báðir kostirnir, ey og ei, eru sem sé jafn langt eða jafn stutt frá ensku fyrirmyndinni í laser.

Elsta dæmið sem ég fann á Tímarit.is um umfjöllun um laser á íslensku er frá 1970, í 55. árgangi Tímarits verkfræðinga. Hér hafa höfundar fréttarinnar ritað leysisgeisli og leysir:

Áhugavert er að í efnisyfirliti sama tímarits er aftur á móti að finna ritháttinn leisigeisli með vísan til fréttarinnar hér fyrir ofan.

Hér er sem sé annars vegar haft leysisgeisli, með ey og með s á orðhlutaskilum, og hins vegar ritað leisigeisli, með ei og án s. Slíkt ósamræmi, meira að segja í sama riti, fylgir því oft þegar verið er að þreifa sig áfram með ný orð og frágang þeirra.

Sé tekið mið af einfaldri athugun á þeim textum sem finna má á Tímarit.is virðast fréttarhöfundarnir í verkfræðingaritinu með tímanum hafa haft betur með sitt ey. Á hinn bóginn hafa efnisyfirlitshöfundarnir haft vinninginn hvað varðar orðmyndunina, án s. Venjulega er skrifað leysi-eða leisi- + geisli (ekki leysis-/leisis-) en í frágangi á prentuðu máli virðist rithátturinn með ey hins vegar mun algengari en sá með ei.

Í Íðorðabankanum sést að oftast hafa höfundar íðorðasafna valið ritháttinn leysir (Eðlisfræði, Raftækniorðasafn, Tölvuorðasafnið, Stjörnufræði, Sjómennsku- og vélfræðiorð, Læknisfræði). Eingöngu Tannorðasafn gefur leisir.

Þegar ný hugtök koma fram sem þarf að fjalla um á íslensku er oft reynt að þýða heitin eða koma til skila með orðum og orðhlutum sem fyrir eru í málinu (samanber veraldarvefur), en stundum er erlent heiti tekið í meginatriðum eins og það kemur fyrir en ritháttur, beyging og framburður felldur að venjum viðtökumálsins (samanber píanó).

Orðið laser í ensku og fleiri tungumálum er í raun skammstöfun sem vísar til enska hugtaksins ‘Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation’. Ekki er hægt að finna afgerandi málfræðileg rök fyrir því að íslenskur ritháttur sé leysir fremur en leisir. Myndin sýnir þegar öflugum leysigeislum er skotið til himins úr sjónauka.

Orðið laser mátti aðlaga þeim íslenska beygingarflokki sem til dæmis tækniorðin spennubreytir og beinir tilheyra. Í þeim tilteknu dæmum er stafsetningin þó tæpast álitamál; orðið spennubreytir er byggt á sögninni að breyta og orðið beinir er leitt af sögninni að beina.

Tökuorðið leysir eða leisir, aðlagað úr ensku skammstöfuninni laser, á hins vegar engar slíkar orðsifjalegar frænkur í íslensku. Þar af leiðandi kemur upp spurningin um rithátt með ey eða ei; íslenskan býr sem sé þarna yfir tveimur leiðum til að stafsetja tvíhljóðið.

Þar sem fyrirbærið laser er einhvers konar ljósgjafi má vel vera að nafnorðið ljós, sem náskylt er sagnorðinu lýsa, hafi á sínum tíma haft einhver áhrif í þá átt að betur væri talið fara á rithætti með -ey-, það er að fólk hafi þar séð fyrir sér að með orðum með - ý - ey á þessu merkingarsviði (ljóslýsaleysir) væri komið fram einhvers konar mynstur sem minnti til dæmis á samband orðanna brjótabrýturbreytir. Jafnframt hefur í þessu sambandi verið minnst á að ljóseindir séu „losaðar“ (fyrir tilverknað annarra ljóseinda eða sveiflna í bakgrunnssviði) og því mætti jafnvel tengja rithátt orðanna saman með aueyo, samanber lausleysa/leysirlosa, með hliðsjón af 2. hljóðskiptaröð ásamt hljóðvörpum. En allt eru þetta vissulega „tilbúin vensl“ enda var hið nýja nafnorð sótt í erlenda skammstöfun.

En hvað þá um rökin fyrir hinni leiðinni til að tákna tvíhljóðið [ɛi:] í íslensku ritmáli, það er að koma orðinu laser til skila í íslensku sem leisir? Sá ritháttur á sér langa sögu ekki síður en sá með -ei-, samanber dæmið hér á undan: „Leisigeisli við mannvirkjagerð“ (1970).

Hér er þess meðal annars að gæta að orðið leysir er notað í efnafræði í sömu merkingu og enska orðið solvent, það er ‘upplausnarefni’ eða ‘efni sem eitthvað má leysa í’. Þar eru bein og málsögulega traust tengsl við lýsingarorðið laus og sagnorðið leysa.

Með því að koma hugtakinu laser til skila í íslensku ritmáli sem leisir má segja að því sé betur til haga haldið að þetta er allt annað fyrirbæri en leysir í efnafræðilegum skilningi. En í mæltu máli verður samhengið eitt að nægja til að gera þarna greinarmun enda er framburðurinn hinn sami hvort heldur ritað er ey eða ei.

Stutta svarið við spurningunni um hvort til séu afgerandi málfræðileg rök fyrir því að rita eigi leysir frekar en leisir er sem sé: Nei.

Myndir:

Þetta svar var endurskoðað 7.3.2024. Höfundur þakkar Ara Ólafssyni, dósent emeritus í tilraunaeðlisfræði, fyrir gagnlegar ábendingar við fyrri gerð svarsins.

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

29.2.2024

Spyrjandi

Sigurður Sigurðarson, ritstjórn

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Eru til afgerandi málfræðileg rök fyrir því að rita eigi leysir frekar en leisir?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2024. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=86260.

Ari Páll Kristinsson. (2024, 29. febrúar). Eru til afgerandi málfræðileg rök fyrir því að rita eigi leysir frekar en leisir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=86260

Ari Páll Kristinsson. „Eru til afgerandi málfræðileg rök fyrir því að rita eigi leysir frekar en leisir?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2024. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=86260>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru til afgerandi málfræðileg rök fyrir því að rita eigi leysir frekar en leisir?
Orðið laser í ensku og fleiri tungumálum er í raun skammstöfun sem vísar til enska hugtaksins ‘Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation’. Ýmsir hafa velt fyrir sér hvort finna megi afgerandi málfræðileg rök fyrir því að íslenskur ritháttur sé leysir fremur en leisir. Stutta svarið við spurningunni er: Nei. Hér verður gerð nánari grein fyrir þessu.

Tvíhljóðinu [ɛi:] sem á ensku er táknað með a í laser má koma til skila í íslensku hvort heldur er með ey eða ei (samanber orðasamböndin um þetta leyti, á næsta leiti). Báðir kostirnir, ey og ei, eru sem sé jafn langt eða jafn stutt frá ensku fyrirmyndinni í laser.

Elsta dæmið sem ég fann á Tímarit.is um umfjöllun um laser á íslensku er frá 1970, í 55. árgangi Tímarits verkfræðinga. Hér hafa höfundar fréttarinnar ritað leysisgeisli og leysir:

Áhugavert er að í efnisyfirliti sama tímarits er aftur á móti að finna ritháttinn leisigeisli með vísan til fréttarinnar hér fyrir ofan.

Hér er sem sé annars vegar haft leysisgeisli, með ey og með s á orðhlutaskilum, og hins vegar ritað leisigeisli, með ei og án s. Slíkt ósamræmi, meira að segja í sama riti, fylgir því oft þegar verið er að þreifa sig áfram með ný orð og frágang þeirra.

Sé tekið mið af einfaldri athugun á þeim textum sem finna má á Tímarit.is virðast fréttarhöfundarnir í verkfræðingaritinu með tímanum hafa haft betur með sitt ey. Á hinn bóginn hafa efnisyfirlitshöfundarnir haft vinninginn hvað varðar orðmyndunina, án s. Venjulega er skrifað leysi-eða leisi- + geisli (ekki leysis-/leisis-) en í frágangi á prentuðu máli virðist rithátturinn með ey hins vegar mun algengari en sá með ei.

Í Íðorðabankanum sést að oftast hafa höfundar íðorðasafna valið ritháttinn leysir (Eðlisfræði, Raftækniorðasafn, Tölvuorðasafnið, Stjörnufræði, Sjómennsku- og vélfræðiorð, Læknisfræði). Eingöngu Tannorðasafn gefur leisir.

Þegar ný hugtök koma fram sem þarf að fjalla um á íslensku er oft reynt að þýða heitin eða koma til skila með orðum og orðhlutum sem fyrir eru í málinu (samanber veraldarvefur), en stundum er erlent heiti tekið í meginatriðum eins og það kemur fyrir en ritháttur, beyging og framburður felldur að venjum viðtökumálsins (samanber píanó).

Orðið laser í ensku og fleiri tungumálum er í raun skammstöfun sem vísar til enska hugtaksins ‘Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation’. Ekki er hægt að finna afgerandi málfræðileg rök fyrir því að íslenskur ritháttur sé leysir fremur en leisir. Myndin sýnir þegar öflugum leysigeislum er skotið til himins úr sjónauka.

Orðið laser mátti aðlaga þeim íslenska beygingarflokki sem til dæmis tækniorðin spennubreytir og beinir tilheyra. Í þeim tilteknu dæmum er stafsetningin þó tæpast álitamál; orðið spennubreytir er byggt á sögninni að breyta og orðið beinir er leitt af sögninni að beina.

Tökuorðið leysir eða leisir, aðlagað úr ensku skammstöfuninni laser, á hins vegar engar slíkar orðsifjalegar frænkur í íslensku. Þar af leiðandi kemur upp spurningin um rithátt með ey eða ei; íslenskan býr sem sé þarna yfir tveimur leiðum til að stafsetja tvíhljóðið.

Þar sem fyrirbærið laser er einhvers konar ljósgjafi má vel vera að nafnorðið ljós, sem náskylt er sagnorðinu lýsa, hafi á sínum tíma haft einhver áhrif í þá átt að betur væri talið fara á rithætti með -ey-, það er að fólk hafi þar séð fyrir sér að með orðum með - ý - ey á þessu merkingarsviði (ljóslýsaleysir) væri komið fram einhvers konar mynstur sem minnti til dæmis á samband orðanna brjótabrýturbreytir. Jafnframt hefur í þessu sambandi verið minnst á að ljóseindir séu „losaðar“ (fyrir tilverknað annarra ljóseinda eða sveiflna í bakgrunnssviði) og því mætti jafnvel tengja rithátt orðanna saman með aueyo, samanber lausleysa/leysirlosa, með hliðsjón af 2. hljóðskiptaröð ásamt hljóðvörpum. En allt eru þetta vissulega „tilbúin vensl“ enda var hið nýja nafnorð sótt í erlenda skammstöfun.

En hvað þá um rökin fyrir hinni leiðinni til að tákna tvíhljóðið [ɛi:] í íslensku ritmáli, það er að koma orðinu laser til skila í íslensku sem leisir? Sá ritháttur á sér langa sögu ekki síður en sá með -ei-, samanber dæmið hér á undan: „Leisigeisli við mannvirkjagerð“ (1970).

Hér er þess meðal annars að gæta að orðið leysir er notað í efnafræði í sömu merkingu og enska orðið solvent, það er ‘upplausnarefni’ eða ‘efni sem eitthvað má leysa í’. Þar eru bein og málsögulega traust tengsl við lýsingarorðið laus og sagnorðið leysa.

Með því að koma hugtakinu laser til skila í íslensku ritmáli sem leisir má segja að því sé betur til haga haldið að þetta er allt annað fyrirbæri en leysir í efnafræðilegum skilningi. En í mæltu máli verður samhengið eitt að nægja til að gera þarna greinarmun enda er framburðurinn hinn sami hvort heldur ritað er ey eða ei.

Stutta svarið við spurningunni um hvort til séu afgerandi málfræðileg rök fyrir því að rita eigi leysir frekar en leisir er sem sé: Nei.

Myndir:

Þetta svar var endurskoðað 7.3.2024. Höfundur þakkar Ara Ólafssyni, dósent emeritus í tilraunaeðlisfræði, fyrir gagnlegar ábendingar við fyrri gerð svarsins....