Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Vinna bara menntaðir einstaklingar við Vísindavefinn (vísindamenn, prófessorar og slíkt)?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Stór hópur manna tekur þátt í að svara spurningum á Vísindavefnum. Langflestir þeirra eru vísindamenn eða háskólakennarar eins og spyrjandi ýjar að en einnig eru í hópnum háskólanemar, annað hvort í grunn- eða framhaldsnámi. Öll svör á vefnum eru lesin yfir áður en þau eru birt, bæði með tilliti til efnis, skýrleika og málfars. Reynt er að hafa þau hæfilega rækileg og við hæfi almennings.


Undirritaður ritstjóri Vísindavefsins er prófessor við eðlisfræðiskor Háskóla Íslands með vísindasögu sem rannsóknasvið. Fyrir nokkrum dögum hefur verið ráðinn aðstoðarritstjóri sem hefur meistarapróf í heimspeki og leggur stund á framhaldsnám með tilheyrandi rannsóknum. Í ritstjórn vefsins eru háskólakennarar, sem um leið eru vísindamenn, úr ýmsum deildum Háskólans. Slíkir menn svara langflestum spurningunum og taka þátt í að úthluta þeim til svörunar.

Nokkrir menn hafa verið ráðnir sérstaklega, oft í hlutastarfi, til þess að hjálpa til við ritstjórn og daglegan rekstur. Þessir aðstoðarmenn hafa ýmist verið háskólanemar á ýmsum stigum náms, eða þá menn sem hafa fengið góðan undirbúning í menntaskóla og verið á leið inn í Háskólann. Þeir hafa svarað allmörgum spurningum, annaðhvort í efnisflokknum "laggott" eða í almenna flokknum. Reynt er að láta reynda vísindamenn lesa sérstaklega yfir svör af þessu tagi.

Við öll svör sem birtast á vefnum er beitt því sem kallað er aðhald jafningja (e. peer review) þó að það sé ef til vill ekki eins strangt og tíðkað er í viðurkenndustu vísindatímaritum. En í þessu felst að einhver annar sem ber skynbragð á efni svarsins les það yfir fyrir birtingu eða strax á eftir, bendir á það sem betur má fara og segir ef til vill til um birtingu. Flestum svörum sem berast er breytt eitthvað og stundum talsvert. Einnig hefur komið fyrir að svörum er vísað frá eða höfundar beðnir að endurskoða þau umtalsvert.

Ritstjórnarstefna Vísindavefsins er sú að hér birtist áreiðanlegar upplýsingar sem eru í þokkalegu samræmi við nýjustu þekkingu á viðkomandi fræðasviði, en efnið sé þó yfirleitt við hæfi almennings. Við reynum að hafa svörin hæfilega rækileg til þess að þau segi heila hugsun á læsilegan hátt en hins vegar ekki svo löng að lesturinn krefjist of mikils tíma. Þessi stefna okkar virðist hafa fallið í góðan jarðveg hjá gestum okkar sem hafa lýst ánægju með hana í skeytum til okkar.

Enn er þess að geta að hér á hver sem er að geta spurt um hvaðeina sem hann lystir. Búningur spurninganna, stafsetning eða málfar, skiptir þar engu því að við teljum ekki eftir okkur að lagfæra slíkt. Hins vegar þarf spurningin að vera borin fram í einlægni og sjálft efni hennar að vera á verksviði vísindanna. Við höfum nokkrum sinnum þurft að vísa spurningum frá af þessum ástæðum.

Eðli Vísindavefsins er nú smám saman að breytast. Margir hafa sjálfsagt heimsótt hann í upphafi til að fylgjast með nýjum spurningum og sjá bunkann af svörum stækka dag frá degi. Nú er sá bunki hins vegar orðinn svo stór að hann er sjálfsagt nægilegt viðfangsefni fyrir gesti okkar. Við höfum því hætt að birta gestum spurningarnar jafnóðum og þær berast. Jafnframt höfum við komið fyrir leitarvél við vefinn þannig að gesturinn getur auðveldlega séð hvort komin eru svör við einhverju því sem hann vill fræðast um.

Við höfum í hyggju að breyta viðmóti vefsins þannig að við hvetjum gest sem hefur tiltekna spurningu í huga til þess að skoða fyrst það sem kann þegar að vera komið um efnið á vefnum. Þannig breytist Vísindavefurinn smám saman í eins konar uppflettirit þar sem talsverð líkindi eru á að finna svör við því sem menn vilja vita.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

30.8.2000

Síðast uppfært

24.5.2024

Spyrjandi

Ómar Yasin

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Vinna bara menntaðir einstaklingar við Vísindavefinn (vísindamenn, prófessorar og slíkt)?“ Vísindavefurinn, 30. ágúst 2000, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=863.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 30. ágúst). Vinna bara menntaðir einstaklingar við Vísindavefinn (vísindamenn, prófessorar og slíkt)? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=863

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Vinna bara menntaðir einstaklingar við Vísindavefinn (vísindamenn, prófessorar og slíkt)?“ Vísindavefurinn. 30. ágú. 2000. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=863>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Vinna bara menntaðir einstaklingar við Vísindavefinn (vísindamenn, prófessorar og slíkt)?
Stór hópur manna tekur þátt í að svara spurningum á Vísindavefnum. Langflestir þeirra eru vísindamenn eða háskólakennarar eins og spyrjandi ýjar að en einnig eru í hópnum háskólanemar, annað hvort í grunn- eða framhaldsnámi. Öll svör á vefnum eru lesin yfir áður en þau eru birt, bæði með tilliti til efnis, skýrleika og málfars. Reynt er að hafa þau hæfilega rækileg og við hæfi almennings.


Undirritaður ritstjóri Vísindavefsins er prófessor við eðlisfræðiskor Háskóla Íslands með vísindasögu sem rannsóknasvið. Fyrir nokkrum dögum hefur verið ráðinn aðstoðarritstjóri sem hefur meistarapróf í heimspeki og leggur stund á framhaldsnám með tilheyrandi rannsóknum. Í ritstjórn vefsins eru háskólakennarar, sem um leið eru vísindamenn, úr ýmsum deildum Háskólans. Slíkir menn svara langflestum spurningunum og taka þátt í að úthluta þeim til svörunar.

Nokkrir menn hafa verið ráðnir sérstaklega, oft í hlutastarfi, til þess að hjálpa til við ritstjórn og daglegan rekstur. Þessir aðstoðarmenn hafa ýmist verið háskólanemar á ýmsum stigum náms, eða þá menn sem hafa fengið góðan undirbúning í menntaskóla og verið á leið inn í Háskólann. Þeir hafa svarað allmörgum spurningum, annaðhvort í efnisflokknum "laggott" eða í almenna flokknum. Reynt er að láta reynda vísindamenn lesa sérstaklega yfir svör af þessu tagi.

Við öll svör sem birtast á vefnum er beitt því sem kallað er aðhald jafningja (e. peer review) þó að það sé ef til vill ekki eins strangt og tíðkað er í viðurkenndustu vísindatímaritum. En í þessu felst að einhver annar sem ber skynbragð á efni svarsins les það yfir fyrir birtingu eða strax á eftir, bendir á það sem betur má fara og segir ef til vill til um birtingu. Flestum svörum sem berast er breytt eitthvað og stundum talsvert. Einnig hefur komið fyrir að svörum er vísað frá eða höfundar beðnir að endurskoða þau umtalsvert.

Ritstjórnarstefna Vísindavefsins er sú að hér birtist áreiðanlegar upplýsingar sem eru í þokkalegu samræmi við nýjustu þekkingu á viðkomandi fræðasviði, en efnið sé þó yfirleitt við hæfi almennings. Við reynum að hafa svörin hæfilega rækileg til þess að þau segi heila hugsun á læsilegan hátt en hins vegar ekki svo löng að lesturinn krefjist of mikils tíma. Þessi stefna okkar virðist hafa fallið í góðan jarðveg hjá gestum okkar sem hafa lýst ánægju með hana í skeytum til okkar.

Enn er þess að geta að hér á hver sem er að geta spurt um hvaðeina sem hann lystir. Búningur spurninganna, stafsetning eða málfar, skiptir þar engu því að við teljum ekki eftir okkur að lagfæra slíkt. Hins vegar þarf spurningin að vera borin fram í einlægni og sjálft efni hennar að vera á verksviði vísindanna. Við höfum nokkrum sinnum þurft að vísa spurningum frá af þessum ástæðum.

Eðli Vísindavefsins er nú smám saman að breytast. Margir hafa sjálfsagt heimsótt hann í upphafi til að fylgjast með nýjum spurningum og sjá bunkann af svörum stækka dag frá degi. Nú er sá bunki hins vegar orðinn svo stór að hann er sjálfsagt nægilegt viðfangsefni fyrir gesti okkar. Við höfum því hætt að birta gestum spurningarnar jafnóðum og þær berast. Jafnframt höfum við komið fyrir leitarvél við vefinn þannig að gesturinn getur auðveldlega séð hvort komin eru svör við einhverju því sem hann vill fræðast um.

Við höfum í hyggju að breyta viðmóti vefsins þannig að við hvetjum gest sem hefur tiltekna spurningu í huga til þess að skoða fyrst það sem kann þegar að vera komið um efnið á vefnum. Þannig breytist Vísindavefurinn smám saman í eins konar uppflettirit þar sem talsverð líkindi eru á að finna svör við því sem menn vilja vita....