Sólin Sólin Rís 05:33 • sest 21:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:14 • Sest 05:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:26 • Síðdegis: 23:41 í Reykjavík

Hvað er táfýla?

Arnar Halldórsson

Bakterían Streptococcus albus sem þrífst á yfirborði húðarinnar veldur þar auknum súrleika. Það verður til þess að aðrar bakteríur vaxa vel, sérstaklega þar sem rakinn er mikill (til dæmis í handarkrika og í skóm). Við gerjun bakteríanna myndast illa lyktandi rokgjörn efni eins og bútadíón en lykt þess finnst einnig af skemmdum mjólkurafurðum. Táfýla inniheldur einnig illa lyktandi köfnunarefnis- og brennisteinssambönd sem myndast fyrir tilstilli baktería.

Táfýlu má eyða með sótthreinsandi efnum og þvotti. Sviti er lyktarlaus og það er ekki fyrr en bakteríurnar hafa unnið á honum sem lyktin finnst. Svitalyktareyðir inniheldur því bakteríudrepandi efni sem draga tímabundið úr gerjuninni.

Sjá einnig svar Einars Karls Friðrikssonar við spurningunni Hvað er lykt?

Höfundur

doktorsnemi í efnafræði við HÍ

Útgáfudagur

31.8.2000

Spyrjandi

Arnljótur Sigurðsson, f. 1987

Tilvísun

Arnar Halldórsson. „Hvað er táfýla?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2000. Sótt 21. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=864.

Arnar Halldórsson. (2000, 31. ágúst). Hvað er táfýla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=864

Arnar Halldórsson. „Hvað er táfýla?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2000. Vefsíða. 21. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=864>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er táfýla?
Bakterían Streptococcus albus sem þrífst á yfirborði húðarinnar veldur þar auknum súrleika. Það verður til þess að aðrar bakteríur vaxa vel, sérstaklega þar sem rakinn er mikill (til dæmis í handarkrika og í skóm). Við gerjun bakteríanna myndast illa lyktandi rokgjörn efni eins og bútadíón en lykt þess finnst einnig af skemmdum mjólkurafurðum. Táfýla inniheldur einnig illa lyktandi köfnunarefnis- og brennisteinssambönd sem myndast fyrir tilstilli baktería.

Táfýlu má eyða með sótthreinsandi efnum og þvotti. Sviti er lyktarlaus og það er ekki fyrr en bakteríurnar hafa unnið á honum sem lyktin finnst. Svitalyktareyðir inniheldur því bakteríudrepandi efni sem draga tímabundið úr gerjuninni.

Sjá einnig svar Einars Karls Friðrikssonar við spurningunni Hvað er lykt?...