Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver er uppruni orðtaksins OK (ókei) og hvað þýðir skammstöfunin í raun?

ÞV

Venjulegasta skýringin á þessu orði eða skammstöfun er sú að það tengist orðtakinu ‘all correct’ sem er sem kunnugt er borið fram þannig að það mætti allt eins skrifa ‘oll korrekt.’ Eiginleg merking þess orðtaks er ‘allt rétt’ en í íslensku er eðlilegra að segja ‘allt í lagi.’ Önnur skýring á upprunanum sjálfum er rakin í svarinu hér á eftir.


Í Webster’s Ninth New Collegiate Dictionary frá 1983 (Merriam-Webster) er skýringin út frá 'all correct' ein borin á borð. Elstu heimildir um þessa orðnotkun í ensku eru þar taldar vera frá árinu 1839.

Bókin Webster’s Third New International Dictionary, Unabridged frá 1961 er feiknastór, gefin út hjá G. Bell í London og í tengslum við Merriam-Webster. Þar er O.K. alfarið rakið til félagsskaparins "O.K. Club" sem stuðningsmenn Martin Van Burens Bandaríkjaforseta í New York stofnuðu til að vinna að endurkjöri hans árið 1840. Skammstöfunin vísaði til "Old Kinderhook" í New York-fylki, sem var fæðingarstaður forsetans, en demókratar tóku hana upp sem eins konar vígorð á landsvísu í kosningabaráttunni. Kosningabaráttan varð þó ekki alveg "O.K." því að forsetinn náði ekki endurkjöri.

Við höfum líka flett þessu upp í Webster’s Encyclopedic Unabridged Dictionary frá 1989 en hún er byggð á fyrstu útgáfu The Random House Dictionary. Þar er farið bil beggja, skýringin sem byggist á forsetakosningunum talin líkleg en einnig vísað í máltækið all correct sem rakið er til Boston.

Vel er hugsanlegt að báðar skýringarnar eigi nokkurn rétt á sér. Til dæmis kynni orðið að hafa orðið til í fyrrnefndri kosningabaráttu en síðan fengið líf og útbreiðslu vegna þess að menn hafi tengt það við ‘all correct’ á síðara stigi þróunarinnar, þó að þau tengsl kunni svo seinna að hafa gleymst mikið til.


Mynd: HB

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

1.9.2000

Spyrjandi

Hannes Marteinsson

Tilvísun

ÞV. „Hver er uppruni orðtaksins OK (ókei) og hvað þýðir skammstöfunin í raun?“ Vísindavefurinn, 1. september 2000. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=865.

ÞV. (2000, 1. september). Hver er uppruni orðtaksins OK (ókei) og hvað þýðir skammstöfunin í raun? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=865

ÞV. „Hver er uppruni orðtaksins OK (ókei) og hvað þýðir skammstöfunin í raun?“ Vísindavefurinn. 1. sep. 2000. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=865>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðtaksins OK (ókei) og hvað þýðir skammstöfunin í raun?
Venjulegasta skýringin á þessu orði eða skammstöfun er sú að það tengist orðtakinu ‘all correct’ sem er sem kunnugt er borið fram þannig að það mætti allt eins skrifa ‘oll korrekt.’ Eiginleg merking þess orðtaks er ‘allt rétt’ en í íslensku er eðlilegra að segja ‘allt í lagi.’ Önnur skýring á upprunanum sjálfum er rakin í svarinu hér á eftir.


Í Webster’s Ninth New Collegiate Dictionary frá 1983 (Merriam-Webster) er skýringin út frá 'all correct' ein borin á borð. Elstu heimildir um þessa orðnotkun í ensku eru þar taldar vera frá árinu 1839.

Bókin Webster’s Third New International Dictionary, Unabridged frá 1961 er feiknastór, gefin út hjá G. Bell í London og í tengslum við Merriam-Webster. Þar er O.K. alfarið rakið til félagsskaparins "O.K. Club" sem stuðningsmenn Martin Van Burens Bandaríkjaforseta í New York stofnuðu til að vinna að endurkjöri hans árið 1840. Skammstöfunin vísaði til "Old Kinderhook" í New York-fylki, sem var fæðingarstaður forsetans, en demókratar tóku hana upp sem eins konar vígorð á landsvísu í kosningabaráttunni. Kosningabaráttan varð þó ekki alveg "O.K." því að forsetinn náði ekki endurkjöri.

Við höfum líka flett þessu upp í Webster’s Encyclopedic Unabridged Dictionary frá 1989 en hún er byggð á fyrstu útgáfu The Random House Dictionary. Þar er farið bil beggja, skýringin sem byggist á forsetakosningunum talin líkleg en einnig vísað í máltækið all correct sem rakið er til Boston.

Vel er hugsanlegt að báðar skýringarnar eigi nokkurn rétt á sér. Til dæmis kynni orðið að hafa orðið til í fyrrnefndri kosningabaráttu en síðan fengið líf og útbreiðslu vegna þess að menn hafi tengt það við ‘all correct’ á síðara stigi þróunarinnar, þó að þau tengsl kunni svo seinna að hafa gleymst mikið til.


Mynd: HB

...