Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er kvikuhlaup?

Páll Einarsson

Kvikuhlaup er notað fyrir það fyrirbrigði þegar veggir kvikuhólfs í jarðskorpunni bresta vegna vaxandi þrýstings í hólfinu og kvikan leitar út í sprunguna sem myndast. Kvikufyllta sprungan (kvikugangurinn) getur lengst og víkkað og tekið til sín hluta af kvikunni í hólfinu. Þrýstingur í hólfinu fellur og getur það leitt til landsigs á yfirborðinu yfir hólfinu. Ef kvikugangurinn nær til yfirborðs verður eldgos.

Orðið varð til á tímum umbrotanna í Kröflu, með hliðsjón af orðinu jökulhlaup, sem notað hafði verið yfir hliðstæða atburðarás þegar jökulstífluð lón yfirfyllast og flóð brýst fram. Alls urðu um 20 kvikuhlaup frá kvikuhólfi Kröflu á árunum 1975-1984 og náðu 9 þeirra til yfirborðs í gosum. Í atburðarásinni við Svartsengi sem hófst í lok október 2023 hafa fram til þessa (6. maí 2024) orðið 6 kvikuhlaup af mismunandi stærð, og hafa 4 þeirra náð til yfirborðs.

Mynd sem sýnir lóðréttar færslur undanfarið ár á GPS-mælistöðinni Skipastígshraun í nágrenni Svartsengis

Myndin hér fyrir ofan sýnir lóðréttar færslur undanfarið ár á GPS-mælistöðinni Skipastígshraun í nágrenni Svartsengis. Sjá má hvernig land hefur sigið þegar kvikuhlaup urðu frá kvikuhólfinu undir Svartsengi í nóvember, desember, janúar, febrúar, 2. mars og 16. mars. Mælingin sýnir að þrýstingur í kvikuhólfinu er vaxandi og er nú hærri en á undan flestum þessum kvikuhlaupum.

Höfundur

Páll Einarsson

prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.5.2024

Spyrjandi

Karl Kristján Ásgeirsson

Tilvísun

Páll Einarsson. „Hvað er kvikuhlaup?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2024, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86581.

Páll Einarsson. (2024, 7. maí). Hvað er kvikuhlaup? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86581

Páll Einarsson. „Hvað er kvikuhlaup?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2024. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86581>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er kvikuhlaup?
Kvikuhlaup er notað fyrir það fyrirbrigði þegar veggir kvikuhólfs í jarðskorpunni bresta vegna vaxandi þrýstings í hólfinu og kvikan leitar út í sprunguna sem myndast. Kvikufyllta sprungan (kvikugangurinn) getur lengst og víkkað og tekið til sín hluta af kvikunni í hólfinu. Þrýstingur í hólfinu fellur og getur það leitt til landsigs á yfirborðinu yfir hólfinu. Ef kvikugangurinn nær til yfirborðs verður eldgos.

Orðið varð til á tímum umbrotanna í Kröflu, með hliðsjón af orðinu jökulhlaup, sem notað hafði verið yfir hliðstæða atburðarás þegar jökulstífluð lón yfirfyllast og flóð brýst fram. Alls urðu um 20 kvikuhlaup frá kvikuhólfi Kröflu á árunum 1975-1984 og náðu 9 þeirra til yfirborðs í gosum. Í atburðarásinni við Svartsengi sem hófst í lok október 2023 hafa fram til þessa (6. maí 2024) orðið 6 kvikuhlaup af mismunandi stærð, og hafa 4 þeirra náð til yfirborðs.

Mynd sem sýnir lóðréttar færslur undanfarið ár á GPS-mælistöðinni Skipastígshraun í nágrenni Svartsengis

Myndin hér fyrir ofan sýnir lóðréttar færslur undanfarið ár á GPS-mælistöðinni Skipastígshraun í nágrenni Svartsengis. Sjá má hvernig land hefur sigið þegar kvikuhlaup urðu frá kvikuhólfinu undir Svartsengi í nóvember, desember, janúar, febrúar, 2. mars og 16. mars. Mælingin sýnir að þrýstingur í kvikuhólfinu er vaxandi og er nú hærri en á undan flestum þessum kvikuhlaupum....