Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvar er Sjólyst og hvað þýðir þetta orð?

Emily Lethbridge

Nokkur dæmi eru um sérnafnið Sjólyst á Íslandi og er þetta yfirleitt nafn á húsi.[1] Að minnsta kosti tvö dæmi koma fyrir í örnefnasafni Árnastofnunar og eru þau bæði á Austurlandi: annað þeirra er að finna á Eyrum í Seyðisfirði og hitt á Búlandsnesi í Berufirði. Samkvæmt öðrum gögnum er nafnið einnig að finna á Stöðvarfirði og á Stokkseyri,[2] svo og í Gerðahverfi í gamla Gerðahreppi, nú Sveitarfélagið Garður.[3] Þess má geta að sérnafnið finnst víða á Norðurlöndum: sjá til dæmis Sølyst í gagnagrunnum Danmarks Stednavne (slegið inn Sølyst í leitarreitinn) og Norske stadnamn // Norske Stedsnavn.

Nafnið Sjólyst þýðir einfaldlega löngun í sjóinn; sjá færslu um orðið lyst í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar.

Húsið Sjólyst í Garðinum, líka kallað Unuhús, var reist árið 1890. Sjólyst sem nafn á húsi þekkist á fleiri stöðum á landinu; Seyðisfirði, Berufirði, Vestmannaeyjum, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Grindavík og mögulega fleiri stöðum. Sum þessara húsa standa enn á meðan önnur hafa verið rifin.

Nafnið Sjólyst er skráð í örnefnalýsingum fyrir Þórarinsstaði annars vegar (Þórarinsstaðir var ein af þremur jörðum þar sem sjávarþorpið Eyrar urðu til á 19. og 20. öld; hinar jarðirnar voru Hánefsstaðir og Sörlastaðir) og fyrir Búlandsnes hins vegar. Engar skýringar eða aðrar upplýsingar eru skráðar varðandi Sjólyst á Búlandsnesi en nafnsins er getið meðal annarra nafna á býlum þar:
Utan við Þórarinshraun og Brenniklett eru þessi býli: Sjólyst, Birkihlíð, Hammersminni, gamalt býli nafnið danskt, Garðar, Hátún, Bjarg, Holt, Dagsbrún. En nær Bóndaklettinum eru: Björk, Barnaskólinn, Bjarki, Ásbyrgi. Utan við voginn eru: Höfði, Tríton, Sólvangur, Framtíðin (verzlun), Neisti (samkomuhús).[4]

Sögu Sjólystar á Eyrum er hins vegar vel lýst í örnefnalýsingu frá 1977 sem Sigurður Magnússon tók saman[5] enda er þessi örnefnalýsing í heild sinni sérstaklega vönduð og ítarleg, um 150 blaðsíður og yfir 500 örnefni. Verbúðarhúsið Sjólyst var:

löngum íbúðarhús, ásamt að vera skólahús í 5 vetur, skóverkstæði og smíðahús ... það kom tilhöggvið frá Noregi á árunum um 1880 ... var byggt úr plönkum, sem voru 3ja þumlunga þykkir og 8 þumlungar á breidd, allir geirnegldir, og tréseymd víðast hvar húsgrindin. Sjólyst var einnar hæðar með portbyggðu risi, án kjallara. Á rishæð voru svefnstofur íbúanna, en á aðalhæð var matsalur, eldhús og búr. Auk þess, sem áður var getið um afnot Sjólystar, var hún varðstöð brezka hernámsliðsins á stríðsárunum, meðan brezki herinn var á Seyðisfirði. En þegar Bandaríkjamenn tóku við af Bretum, byggðu þeir sína eigin herstöð í landi Þórarinsstaða ... Sjólyst var sumarverbúð frá Þórarinsstöðum. Þar voru til húsa aðkomusjómenn. Þar var ráðskona, sem sá um matargerð, tiltektir og annað húshald. Hún bjó í litlu herbergi í austurenda rishæðar, en karlar á framlofti. Ekki komust allir þeir aðkomumenn fyrir í Sjólyst, sem störfuðu við útgerðina, og sváfu þeir þá heima á Þórarinsstöðum. Það var oft margt í mat í Sjólyst, bæði karlar og konur, sem unnu við útgerðina, þetta 15 til 20 manns. Suma vetur var einnig búið í Sjólyst. Endalok Sjólystar hér á Þórarinsstöðum urðu þau, að húsið var selt á árunum 1965–70 og flutt upp að Skipalæk í Fellum ...[6]

Þess má geta að húsaþorpið allt í kring var kennt við húsið og kallað Sjólystarhúsin eða Sjólystarskúrarnir.[7]

Hvað nöfn á verbúðum varðar, er góð lýsing á einkennum þeirra í bók Lúðvíks Kristjánssonar, Íslenzkir sjávarhættir, 2. bindi. Hann skrifar:
Heiti á verbúðum voru margvísleg. Víða voru þær kenndar við bæina, sem bátarnir voru frá. Í Þorlákshöfn var Hjallabúð, í Herdísarvík Krísuvíkurbúð, í Bolungarvík Ármúlabúð, Garðsstaðabúð, Ögurbúð o.s.frv. – Þá voru búðir kenndar við formennina, t.d. Gíslabúð og Bjarnabúð í Herdísarvík og í Bolungarvík Jóns Ebbabúð, Hálfdánsbúð o.s.frv. Stundum báru þær sama heiti og bátarnir, sem reru frá þeim. Bátur hét Kös í Oddbjarnarskeri og búðin Kasarbúð, á Hjallasandi var Teinahringsbúð og í Bolungarvík voru: Hringsbúð, Skeiðarbúð, Breiðsbúð o.s.frv. Stöku sinnum fólst stærðareinkenni í búðarheitinu: Folald á Akranesi og Langhryggja í Kálfadal og Sandvík. Búðarheiti áttu einnig rætur að rekja í einhvers konar kerskni. Kunnugt er um heitið Meinþröng í þrem verstöðvum: Bolungarvík, Gjögri og á Stöpum, Vatnsnesi. Í Bolungarvík hétu verbúðir einnig: Dopla, Jerikó og Ölborg; á Gjögri var Vesöld og á Stöpum: Örbirgð og Ergelsi. Í Oddbjarnarskeri héldust lengi sömu heiti á einstöku búðum. Um 1880 eru þar búðirnar Hrafnastallur og Norðurseta, en það hétu þær einnig að minnsta kosti tveim öldum fyrr.[8]

Nafnið Sjólyst passar best inn í svonefndan „kerskni"-flokk búðarheita, þar sem það miðlar ekki upplýsingum um bæ, formann né bát en snýst frekar um hugtök tengd útgerð á frekar ljóðrænan (og einnig ef til vill hagkvæman) hátt.

Tilvísanir:
 1. ^ Einnig er a.m.k. eitt dæmi þekkt um Sjólyst sem nafn á báti, sjá hér: Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1987.
 2. ^ Örnefnagrunnur Landmælinga Íslands.
 3. ^ Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn.
 4. ^ Örnefnaskrá fyrir Djúpavog og Búlandsnes.
 5. ^ Örnefnaskrá yfir Þórarinsstaði.
 6. ^ Örnefnaskrá yfir Þórarinsstaði, bls. 24-26.
 7. ^ Örnefnaskrá yfir Þórarinsstaði, bls. 24, sjá einnig Hjörleifur Guttormsson 2005, bls. 198–99.
 8. ^ Lúðvík Kristjánsson 1982, bls. 443.

Heimildir og mynd

Höfundur

Emily Lethbridge

rannsóknardósent á Árnastofnun

Útgáfudagur

5.6.2024

Spyrjandi

Edda Kristjánsdóttir

Tilvísun

Emily Lethbridge. „Hvar er Sjólyst og hvað þýðir þetta orð?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2024. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=86643.

Emily Lethbridge. (2024, 5. júní). Hvar er Sjólyst og hvað þýðir þetta orð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=86643

Emily Lethbridge. „Hvar er Sjólyst og hvað þýðir þetta orð?“ Vísindavefurinn. 5. jún. 2024. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=86643>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar er Sjólyst og hvað þýðir þetta orð?
Nokkur dæmi eru um sérnafnið Sjólyst á Íslandi og er þetta yfirleitt nafn á húsi.[1] Að minnsta kosti tvö dæmi koma fyrir í örnefnasafni Árnastofnunar og eru þau bæði á Austurlandi: annað þeirra er að finna á Eyrum í Seyðisfirði og hitt á Búlandsnesi í Berufirði. Samkvæmt öðrum gögnum er nafnið einnig að finna á Stöðvarfirði og á Stokkseyri,[2] svo og í Gerðahverfi í gamla Gerðahreppi, nú Sveitarfélagið Garður.[3] Þess má geta að sérnafnið finnst víða á Norðurlöndum: sjá til dæmis Sølyst í gagnagrunnum Danmarks Stednavne (slegið inn Sølyst í leitarreitinn) og Norske stadnamn // Norske Stedsnavn.

Nafnið Sjólyst þýðir einfaldlega löngun í sjóinn; sjá færslu um orðið lyst í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar.

Húsið Sjólyst í Garðinum, líka kallað Unuhús, var reist árið 1890. Sjólyst sem nafn á húsi þekkist á fleiri stöðum á landinu; Seyðisfirði, Berufirði, Vestmannaeyjum, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Grindavík og mögulega fleiri stöðum. Sum þessara húsa standa enn á meðan önnur hafa verið rifin.

Nafnið Sjólyst er skráð í örnefnalýsingum fyrir Þórarinsstaði annars vegar (Þórarinsstaðir var ein af þremur jörðum þar sem sjávarþorpið Eyrar urðu til á 19. og 20. öld; hinar jarðirnar voru Hánefsstaðir og Sörlastaðir) og fyrir Búlandsnes hins vegar. Engar skýringar eða aðrar upplýsingar eru skráðar varðandi Sjólyst á Búlandsnesi en nafnsins er getið meðal annarra nafna á býlum þar:
Utan við Þórarinshraun og Brenniklett eru þessi býli: Sjólyst, Birkihlíð, Hammersminni, gamalt býli nafnið danskt, Garðar, Hátún, Bjarg, Holt, Dagsbrún. En nær Bóndaklettinum eru: Björk, Barnaskólinn, Bjarki, Ásbyrgi. Utan við voginn eru: Höfði, Tríton, Sólvangur, Framtíðin (verzlun), Neisti (samkomuhús).[4]

Sögu Sjólystar á Eyrum er hins vegar vel lýst í örnefnalýsingu frá 1977 sem Sigurður Magnússon tók saman[5] enda er þessi örnefnalýsing í heild sinni sérstaklega vönduð og ítarleg, um 150 blaðsíður og yfir 500 örnefni. Verbúðarhúsið Sjólyst var:

löngum íbúðarhús, ásamt að vera skólahús í 5 vetur, skóverkstæði og smíðahús ... það kom tilhöggvið frá Noregi á árunum um 1880 ... var byggt úr plönkum, sem voru 3ja þumlunga þykkir og 8 þumlungar á breidd, allir geirnegldir, og tréseymd víðast hvar húsgrindin. Sjólyst var einnar hæðar með portbyggðu risi, án kjallara. Á rishæð voru svefnstofur íbúanna, en á aðalhæð var matsalur, eldhús og búr. Auk þess, sem áður var getið um afnot Sjólystar, var hún varðstöð brezka hernámsliðsins á stríðsárunum, meðan brezki herinn var á Seyðisfirði. En þegar Bandaríkjamenn tóku við af Bretum, byggðu þeir sína eigin herstöð í landi Þórarinsstaða ... Sjólyst var sumarverbúð frá Þórarinsstöðum. Þar voru til húsa aðkomusjómenn. Þar var ráðskona, sem sá um matargerð, tiltektir og annað húshald. Hún bjó í litlu herbergi í austurenda rishæðar, en karlar á framlofti. Ekki komust allir þeir aðkomumenn fyrir í Sjólyst, sem störfuðu við útgerðina, og sváfu þeir þá heima á Þórarinsstöðum. Það var oft margt í mat í Sjólyst, bæði karlar og konur, sem unnu við útgerðina, þetta 15 til 20 manns. Suma vetur var einnig búið í Sjólyst. Endalok Sjólystar hér á Þórarinsstöðum urðu þau, að húsið var selt á árunum 1965–70 og flutt upp að Skipalæk í Fellum ...[6]

Þess má geta að húsaþorpið allt í kring var kennt við húsið og kallað Sjólystarhúsin eða Sjólystarskúrarnir.[7]

Hvað nöfn á verbúðum varðar, er góð lýsing á einkennum þeirra í bók Lúðvíks Kristjánssonar, Íslenzkir sjávarhættir, 2. bindi. Hann skrifar:
Heiti á verbúðum voru margvísleg. Víða voru þær kenndar við bæina, sem bátarnir voru frá. Í Þorlákshöfn var Hjallabúð, í Herdísarvík Krísuvíkurbúð, í Bolungarvík Ármúlabúð, Garðsstaðabúð, Ögurbúð o.s.frv. – Þá voru búðir kenndar við formennina, t.d. Gíslabúð og Bjarnabúð í Herdísarvík og í Bolungarvík Jóns Ebbabúð, Hálfdánsbúð o.s.frv. Stundum báru þær sama heiti og bátarnir, sem reru frá þeim. Bátur hét Kös í Oddbjarnarskeri og búðin Kasarbúð, á Hjallasandi var Teinahringsbúð og í Bolungarvík voru: Hringsbúð, Skeiðarbúð, Breiðsbúð o.s.frv. Stöku sinnum fólst stærðareinkenni í búðarheitinu: Folald á Akranesi og Langhryggja í Kálfadal og Sandvík. Búðarheiti áttu einnig rætur að rekja í einhvers konar kerskni. Kunnugt er um heitið Meinþröng í þrem verstöðvum: Bolungarvík, Gjögri og á Stöpum, Vatnsnesi. Í Bolungarvík hétu verbúðir einnig: Dopla, Jerikó og Ölborg; á Gjögri var Vesöld og á Stöpum: Örbirgð og Ergelsi. Í Oddbjarnarskeri héldust lengi sömu heiti á einstöku búðum. Um 1880 eru þar búðirnar Hrafnastallur og Norðurseta, en það hétu þær einnig að minnsta kosti tveim öldum fyrr.[8]

Nafnið Sjólyst passar best inn í svonefndan „kerskni"-flokk búðarheita, þar sem það miðlar ekki upplýsingum um bæ, formann né bát en snýst frekar um hugtök tengd útgerð á frekar ljóðrænan (og einnig ef til vill hagkvæman) hátt.

Tilvísanir:
 1. ^ Einnig er a.m.k. eitt dæmi þekkt um Sjólyst sem nafn á báti, sjá hér: Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1987.
 2. ^ Örnefnagrunnur Landmælinga Íslands.
 3. ^ Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn.
 4. ^ Örnefnaskrá fyrir Djúpavog og Búlandsnes.
 5. ^ Örnefnaskrá yfir Þórarinsstaði.
 6. ^ Örnefnaskrá yfir Þórarinsstaði, bls. 24-26.
 7. ^ Örnefnaskrá yfir Þórarinsstaði, bls. 24, sjá einnig Hjörleifur Guttormsson 2005, bls. 198–99.
 8. ^ Lúðvík Kristjánsson 1982, bls. 443.

Heimildir og mynd

...