Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað heitir maðurinn sem kom með kenningarnar um sjö hæfileikasvið mannsins?

EMB

Hér er líklega átt við fjölgreindarkenningu Howards Gardners, prófessors í menntunarfræðum við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Árið 1983 gaf Gardner út bókina "Frames of Mind: The Theory of Multiple Intelligences" sem vakti mikla athygli. Þar setti hann fram þá kenningu að greind fólks skiptist í eftirfarandi sjö svið: Málgreind, rök- og stærðfræðigreind, hreyfigreind, rýmisgreind, tónlistargreind, samskiptagreind og sjálfsþekkingargreind. Seinna bætti Gardner svo við áttunda sviðinu, umhverfis- eða náttúrgreind.

Gardner telur greind hvers einstaklings skiptast í þessi átta svið en einstaklingsbundið sé hver styrkur hvers sviðs sé miðað við önnur. Greindarsviðin átta vinna svo saman eftir ýmsum flóknum leiðum.

Heiða María Sigurðardóttir fjallar nokkuð ítarlega um fjölgreindarkenningu Gardners í svari við spurningunni Hafa tilgátur Howards Gardners um fjölgreindir verið sannaðar?

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

1.9.2000

Spyrjandi

Dýrfinna Vídalín Kristjánsdóttir

Tilvísun

EMB. „Hvað heitir maðurinn sem kom með kenningarnar um sjö hæfileikasvið mannsins?“ Vísindavefurinn, 1. september 2000. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=867.

EMB. (2000, 1. september). Hvað heitir maðurinn sem kom með kenningarnar um sjö hæfileikasvið mannsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=867

EMB. „Hvað heitir maðurinn sem kom með kenningarnar um sjö hæfileikasvið mannsins?“ Vísindavefurinn. 1. sep. 2000. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=867>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað heitir maðurinn sem kom með kenningarnar um sjö hæfileikasvið mannsins?
Hér er líklega átt við fjölgreindarkenningu Howards Gardners, prófessors í menntunarfræðum við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Árið 1983 gaf Gardner út bókina "Frames of Mind: The Theory of Multiple Intelligences" sem vakti mikla athygli. Þar setti hann fram þá kenningu að greind fólks skiptist í eftirfarandi sjö svið: Málgreind, rök- og stærðfræðigreind, hreyfigreind, rýmisgreind, tónlistargreind, samskiptagreind og sjálfsþekkingargreind. Seinna bætti Gardner svo við áttunda sviðinu, umhverfis- eða náttúrgreind.

Gardner telur greind hvers einstaklings skiptast í þessi átta svið en einstaklingsbundið sé hver styrkur hvers sviðs sé miðað við önnur. Greindarsviðin átta vinna svo saman eftir ýmsum flóknum leiðum.

Heiða María Sigurðardóttir fjallar nokkuð ítarlega um fjölgreindarkenningu Gardners í svari við spurningunni Hafa tilgátur Howards Gardners um fjölgreindir verið sannaðar?...