Sólin Sólin Rís 07:35 • sest 18:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:50 • Sest 11:08 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:20 • Síðdegis: 19:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:14 • Síðdegis: 13:32 í Reykjavík

Hvað eru margar stjörnur í geimnum?

Sævar Helgi Bragason og Tryggvi Þorgeirsson

Þessari spurningu má skipta í tvennt og spyrja annars vegar hversu margar stjörnur við sjáum á næturhimninum og hins vegar hversu margar stjörnur eru í öllum alheiminum.

Þótt stjörnurnar á himninum virðist næstum óteljandi eru í raun "aðeins" um 6000 stjörnur sem hægt er að greina með berum augum, við bestu aðstæður, á allri himinhvelfingunni. Þar sem helmingur hvelfingarinnar er fyrir neðan sjóndeildarhring hverju sinni má því gera ráð fyrir að í mesta lagi sjáist um 3000 stjörnur. Þær stjörnur sem við sjáum eru langflestar í næsta nágrenni sólar, innan okkar vetrarbrautar. Heildarfjöldi stjarna í heiminum er hins vegar miklu meiri.

Fjöldi stjarna í Vetrarbrautinni skiptir hundruðum milljarða. Stjörnufræðingum ber ekki saman um nákvæman fjölda, en almennt er talið að þær séu á bilinu 100-400 milljarðar. Einnig hefur verið áætlað að fjöldi vetrarbrauta í sýnilegum alheimi sé í sama stærðarþrepi, eða um 100 milljarðar.

Ef við gerum ráð fyrir að meðalfjöldi stjarna í vetrarbrautum sé svipaður fjöldanum í okkar vetrarbraut, segjum 200 milljarðar, og að fjöldi vetrarbrauta sé 100 milljarðar fæst að heildarfjöldi stjarna í heiminum sé 2 * 1022 eða 20.000 milljarðar milljarða eða 20.000 trilljónir. Þetta er vitaskuld gróf áætlun en gefur þó hugmynd um þann mikla fjölda stjarna sem er að finna í óravíddum geimsins.

Talan er að sjálfsögðu svo gríðarstór að erfitt er að skilja hana "jarðneskum" skilningi, enda er ekki heldur verið að telja neina smáhluti heldur heilar sólstjörnur! Þó er fróðlegt að bera hana saman við fjölda frumeinda eða sameinda í efninu kringum okkur. Samkvæmt þeim fræðum eru hvorki meira né minna en um það bil 6 * 1023 eða 600.000 trilljónir sameinda í 18 grömmum af vatni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundar

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.9.2000

Spyrjandi

Bríet Guðmundsdóttir, f.1989

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason og Tryggvi Þorgeirsson. „Hvað eru margar stjörnur í geimnum?“ Vísindavefurinn, 3. september 2000. Sótt 1. október 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=870.

Sævar Helgi Bragason og Tryggvi Þorgeirsson. (2000, 3. september). Hvað eru margar stjörnur í geimnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=870

Sævar Helgi Bragason og Tryggvi Þorgeirsson. „Hvað eru margar stjörnur í geimnum?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2000. Vefsíða. 1. okt. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=870>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margar stjörnur í geimnum?
Þessari spurningu má skipta í tvennt og spyrja annars vegar hversu margar stjörnur við sjáum á næturhimninum og hins vegar hversu margar stjörnur eru í öllum alheiminum.

Þótt stjörnurnar á himninum virðist næstum óteljandi eru í raun "aðeins" um 6000 stjörnur sem hægt er að greina með berum augum, við bestu aðstæður, á allri himinhvelfingunni. Þar sem helmingur hvelfingarinnar er fyrir neðan sjóndeildarhring hverju sinni má því gera ráð fyrir að í mesta lagi sjáist um 3000 stjörnur. Þær stjörnur sem við sjáum eru langflestar í næsta nágrenni sólar, innan okkar vetrarbrautar. Heildarfjöldi stjarna í heiminum er hins vegar miklu meiri.

Fjöldi stjarna í Vetrarbrautinni skiptir hundruðum milljarða. Stjörnufræðingum ber ekki saman um nákvæman fjölda, en almennt er talið að þær séu á bilinu 100-400 milljarðar. Einnig hefur verið áætlað að fjöldi vetrarbrauta í sýnilegum alheimi sé í sama stærðarþrepi, eða um 100 milljarðar.

Ef við gerum ráð fyrir að meðalfjöldi stjarna í vetrarbrautum sé svipaður fjöldanum í okkar vetrarbraut, segjum 200 milljarðar, og að fjöldi vetrarbrauta sé 100 milljarðar fæst að heildarfjöldi stjarna í heiminum sé 2 * 1022 eða 20.000 milljarðar milljarða eða 20.000 trilljónir. Þetta er vitaskuld gróf áætlun en gefur þó hugmynd um þann mikla fjölda stjarna sem er að finna í óravíddum geimsins.

Talan er að sjálfsögðu svo gríðarstór að erfitt er að skilja hana "jarðneskum" skilningi, enda er ekki heldur verið að telja neina smáhluti heldur heilar sólstjörnur! Þó er fróðlegt að bera hana saman við fjölda frumeinda eða sameinda í efninu kringum okkur. Samkvæmt þeim fræðum eru hvorki meira né minna en um það bil 6 * 1023 eða 600.000 trilljónir sameinda í 18 grömmum af vatni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...