Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvers vegna gnístir fólk tönnum í svefni?

Magnús Jóhannsson

Spurning Hrefnu Tómasdóttur var: "Af hverju gnísta börn tönnunum í svefni?"

Við nýlega rannsókn í Bandaríkjunum kom í ljós að 15% barna og unglinga og allt að 95% fullorðinna höfðu átt við það vandamál að stríða að gnísta tönnum. Oftast gnístir fólk tönnum í svefni og veit þess vegna ekki af þessu en glímir við vandamál svo sem aumar eða jafnvel brotnar tennur, óþægindi í tannholdi, auma tyggingarvöðva, verki í kjálkaliðum eða höfuðverk. Eymsli eða verkir í kjálkaliðum eða tönnum geta verið merki um að viðkomandi gnísti tönnum í svefni. Ef óþægindin eru mest frá tönnum eða tannholdi er rétt að fara til tannlæknis og láta hann athuga málið.

Ekki er vitað af hverju fólk gnístir tönnum en margt bendir til að orsökin sé oftast einhvers konar streita. Einnig er til í dæminu að þetta stafi af skökku biti, ofnæmi eða óheppilegri svefnstellingu og vitað er að sum lyf, þreyta og áfengi geta gert ástandið verra. Stundum er ástæða til að útvega bitvörn sem sofið er með til að hlífa tönnum og tannholdi og bitvörn getur einnig hlíft kjálkaliðunum. Stundum er hjálp í því að breyta um svefnstellingu. Ef allt annað bregst er stundum ástæða til að grípa til kvíðastillandi lyfja í stuttan tíma. Besta lausnin er þó oftast fólgin í því að ná tökum á lífi sínu og losna þar með við streitu.


Mynd og áhugavert efni á ensku: Bruxism (Teeth Clenching or Grinding): Advice, Links, Resources

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

4.9.2000

Spyrjandi

Orri Steinarsson og Hrefna Tómasdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hvers vegna gnístir fólk tönnum í svefni? “ Vísindavefurinn, 4. september 2000. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=873.

Magnús Jóhannsson. (2000, 4. september). Hvers vegna gnístir fólk tönnum í svefni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=873

Magnús Jóhannsson. „Hvers vegna gnístir fólk tönnum í svefni? “ Vísindavefurinn. 4. sep. 2000. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=873>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna gnístir fólk tönnum í svefni?
Spurning Hrefnu Tómasdóttur var: "Af hverju gnísta börn tönnunum í svefni?"

Við nýlega rannsókn í Bandaríkjunum kom í ljós að 15% barna og unglinga og allt að 95% fullorðinna höfðu átt við það vandamál að stríða að gnísta tönnum. Oftast gnístir fólk tönnum í svefni og veit þess vegna ekki af þessu en glímir við vandamál svo sem aumar eða jafnvel brotnar tennur, óþægindi í tannholdi, auma tyggingarvöðva, verki í kjálkaliðum eða höfuðverk. Eymsli eða verkir í kjálkaliðum eða tönnum geta verið merki um að viðkomandi gnísti tönnum í svefni. Ef óþægindin eru mest frá tönnum eða tannholdi er rétt að fara til tannlæknis og láta hann athuga málið.

Ekki er vitað af hverju fólk gnístir tönnum en margt bendir til að orsökin sé oftast einhvers konar streita. Einnig er til í dæminu að þetta stafi af skökku biti, ofnæmi eða óheppilegri svefnstellingu og vitað er að sum lyf, þreyta og áfengi geta gert ástandið verra. Stundum er ástæða til að útvega bitvörn sem sofið er með til að hlífa tönnum og tannholdi og bitvörn getur einnig hlíft kjálkaliðunum. Stundum er hjálp í því að breyta um svefnstellingu. Ef allt annað bregst er stundum ástæða til að grípa til kvíðastillandi lyfja í stuttan tíma. Besta lausnin er þó oftast fólgin í því að ná tökum á lífi sínu og losna þar með við streitu.


Mynd og áhugavert efni á ensku: Bruxism (Teeth Clenching or Grinding): Advice, Links, Resources

...