Sólin Sólin Rís 03:19 • sest 23:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:09 • Síðdegis: 22:53 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:19 • sest 23:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:09 • Síðdegis: 22:53 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er nafnfræði?

Guðrún Kvaran

Með nafnfræði er átt við þá fræðigrein sem fæst við söfnun og athuganir á hvers kyns nöfnum sem mönnum, dýrum eða dauðum hlutum hafa verið gefin og eru sérheiti þeirra. Venja er að greina að heiti og nöfn innan fræðigreinarinnar. Með heiti er þar átt við öll samnöfn tungumálsins, en viðfangsefni nafnfræðinnar eru öll sérnöfn sem lifandi verur eða dauðir hlutir hafa fengið við nafngjöf.

Þar sem nafnfræðin spannar vítt svið er eðlilegt að hún þurfi að leita stuðnings í öðrum fræðigreinum, svo sem málfræði, einkum orðsifjafræði og merkingarfræði, en einnig sagnfræði, bókmenntafræði, þjóðháttafræði og undirgreinum náttúruvísinda.

Allt, lifandi og dautt, á sér eitthvert heiti. Maður og hundur eru heiti á lifandi verum, reynir og rós eru heiti á tré og blómi, fjall, dalur og á eru heiti á fyrirbærum í náttúrunni og hús, bíll, borð og stóll eru heiti á ýmsum dauðum hlutum. Þessi orð eru samnöfn og sameiginleg þeirri tegund sem við er átt hverju sinni. Ekki er um nafngjöf að ræða þegar slíkir hlutir fá heiti. Um leið og maðurinn er nefndur Jón, hundurinn Strútur, rósin Viktoría drottning, fjallið Esja, dalurinn Mosfellsdalur og áin Hvítá hefur þeim verið gefið nafn og þau eru sérnöfn og viðfangsefni nafnfræðinnar.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

7.7.2025

Spyrjandi

Sigurgeir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er nafnfræði?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2025, sótt 7. júlí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87890.

Guðrún Kvaran. (2025, 7. júlí). Hvað er nafnfræði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87890

Guðrún Kvaran. „Hvað er nafnfræði?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2025. Vefsíða. 7. júl. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87890>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er nafnfræði?
Með nafnfræði er átt við þá fræðigrein sem fæst við söfnun og athuganir á hvers kyns nöfnum sem mönnum, dýrum eða dauðum hlutum hafa verið gefin og eru sérheiti þeirra. Venja er að greina að heiti og nöfn innan fræðigreinarinnar. Með heiti er þar átt við öll samnöfn tungumálsins, en viðfangsefni nafnfræðinnar eru öll sérnöfn sem lifandi verur eða dauðir hlutir hafa fengið við nafngjöf.

Þar sem nafnfræðin spannar vítt svið er eðlilegt að hún þurfi að leita stuðnings í öðrum fræðigreinum, svo sem málfræði, einkum orðsifjafræði og merkingarfræði, en einnig sagnfræði, bókmenntafræði, þjóðháttafræði og undirgreinum náttúruvísinda.

Allt, lifandi og dautt, á sér eitthvert heiti. Maður og hundur eru heiti á lifandi verum, reynir og rós eru heiti á tré og blómi, fjall, dalur og á eru heiti á fyrirbærum í náttúrunni og hús, bíll, borð og stóll eru heiti á ýmsum dauðum hlutum. Þessi orð eru samnöfn og sameiginleg þeirri tegund sem við er átt hverju sinni. Ekki er um nafngjöf að ræða þegar slíkir hlutir fá heiti. Um leið og maðurinn er nefndur Jón, hundurinn Strútur, rósin Viktoría drottning, fjallið Esja, dalurinn Mosfellsdalur og áin Hvítá hefur þeim verið gefið nafn og þau eru sérnöfn og viðfangsefni nafnfræðinnar.

Mynd:

...