Sólin Sólin Rís 10:37 • sest 15:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:53 • Sest 25:21 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:01 • Síðdegis: 24:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:33 • Síðdegis: 18:31 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:37 • sest 15:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:53 • Sest 25:21 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:01 • Síðdegis: 24:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:33 • Síðdegis: 18:31 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar finnst járnsmiður helst á Íslandi og hvað étur hann?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Góðan daginn. Hvað borðar járnsmiður?

Hinn eini sanni járnsmiður (Nebria rufescens) heyrir undir járnsmiðsætt (Carabidae) sem líka er kölluð smiðsbjöllur. Smiðsbjöllur finnast um allan heim og er afar tegundarík ætt með nokkra tugi þúsunda þekktra tegunda. Á Íslandi hafa fundist 33 tegundir smiðsbjallna, þar af eru 26 tegundir landlægar.

Járnsmiðurinn er mjög algengur á láglendi á Íslandi. Á hálendinu hefur hann helst fundist á jarðhitasvæðum. Járnsmiður lifir í ýmiskonar umhverfi, oft á lítt grónum bökkum straumvatna og tjarna og í opnum og rökum jarðvegi. Hann er líka algengur í húsagörðum þar sem hann sést gjarnan á kvöldin þegar raki er í lofti.

Fundarstaðir járnsmiðs (<em>Nebria rufescens</em>) samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar.

Fundarstaðir járnsmiðs (Nebria rufescens) samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar.

Auðvelt er að rugla járnsmiðnum saman við áþekka ættingja, svo sem kragasmið (Calathus melanocephalus) sem einnig er mjög algengur á Íslandi. Smiðsbjöllur, þar með talinn hinn eini sanni járnsmiður, eru langflestar rándýr sem veiða sér önnur smádýr til matar. Þær lifa meðal annars á sniglum og skordýralirfum en einnig maurum og smærri bjöllum. Sumar smiðsbjöllur, svo sem gullsmiður (Amara quenseli) sem finnst hér víða um land, naga einnig plöntur og fræ til viðbótar við smádýrin sem þær veiða.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.11.2025

Spyrjandi

Gunnar Páll

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar finnst járnsmiður helst á Íslandi og hvað étur hann?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2025, sótt 28. nóvember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87953.

Jón Már Halldórsson. (2025, 28. nóvember). Hvar finnst járnsmiður helst á Íslandi og hvað étur hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87953

Jón Már Halldórsson. „Hvar finnst járnsmiður helst á Íslandi og hvað étur hann?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2025. Vefsíða. 28. nóv. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87953>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar finnst járnsmiður helst á Íslandi og hvað étur hann?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Góðan daginn. Hvað borðar járnsmiður?

Hinn eini sanni járnsmiður (Nebria rufescens) heyrir undir járnsmiðsætt (Carabidae) sem líka er kölluð smiðsbjöllur. Smiðsbjöllur finnast um allan heim og er afar tegundarík ætt með nokkra tugi þúsunda þekktra tegunda. Á Íslandi hafa fundist 33 tegundir smiðsbjallna, þar af eru 26 tegundir landlægar.

Járnsmiðurinn er mjög algengur á láglendi á Íslandi. Á hálendinu hefur hann helst fundist á jarðhitasvæðum. Járnsmiður lifir í ýmiskonar umhverfi, oft á lítt grónum bökkum straumvatna og tjarna og í opnum og rökum jarðvegi. Hann er líka algengur í húsagörðum þar sem hann sést gjarnan á kvöldin þegar raki er í lofti.

Fundarstaðir járnsmiðs (<em>Nebria rufescens</em>) samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar.

Fundarstaðir járnsmiðs (Nebria rufescens) samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar.

Auðvelt er að rugla járnsmiðnum saman við áþekka ættingja, svo sem kragasmið (Calathus melanocephalus) sem einnig er mjög algengur á Íslandi. Smiðsbjöllur, þar með talinn hinn eini sanni járnsmiður, eru langflestar rándýr sem veiða sér önnur smádýr til matar. Þær lifa meðal annars á sniglum og skordýralirfum en einnig maurum og smærri bjöllum. Sumar smiðsbjöllur, svo sem gullsmiður (Amara quenseli) sem finnst hér víða um land, naga einnig plöntur og fræ til viðbótar við smádýrin sem þær veiða.

Heimildir:

Myndir:...