Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Úr hverju er lanolín og hvaða áhrif hefur það á húðina?

EMB

Lanolín er þykk, gulleit og klísturkennd feiti sem unnin er úr ull. Lanolín er notað til ýmissa hluta, svo sem í smyrsl og áburði, sápur, til að vatnsverja leður, í málningu og jafnvel í tyggigúmmí. Það hefur þann eiginleika að hrinda frá sér vatni og er jafnframt mýkjandi fyrir húð, sem skýrir breiddina í nýtingu þess.

Hreint lanolín þekkjum við líklega helst sem áburð á sárar geirvörtur fyrir mæður með börn á brjósti en lanolíni er stundum blandað við annars konar feiti og notað sem mýkjandi áburður. Áhrif lanolíns á húð okkar eru svipuð áhrifum feitinnar úr okkar eigin húð, að tefja uppgufun raka úr húðinni og halda henni þannig mýkri en ella. Lanolín er samsett úr kólesteróli, fitusýrum og fitusýruesterum og nýting þess er rakin aftur til Forn-Grikkja.

Meiri upplýsingar um lanolín má finna á britannica.com.

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

6.9.2000

Spyrjandi

Haukur Hauksson

Tilvísun

EMB. „Úr hverju er lanolín og hvaða áhrif hefur það á húðina? “ Vísindavefurinn, 6. september 2000. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=880.

EMB. (2000, 6. september). Úr hverju er lanolín og hvaða áhrif hefur það á húðina? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=880

EMB. „Úr hverju er lanolín og hvaða áhrif hefur það á húðina? “ Vísindavefurinn. 6. sep. 2000. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=880>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Úr hverju er lanolín og hvaða áhrif hefur það á húðina?
Lanolín er þykk, gulleit og klísturkennd feiti sem unnin er úr ull. Lanolín er notað til ýmissa hluta, svo sem í smyrsl og áburði, sápur, til að vatnsverja leður, í málningu og jafnvel í tyggigúmmí. Það hefur þann eiginleika að hrinda frá sér vatni og er jafnframt mýkjandi fyrir húð, sem skýrir breiddina í nýtingu þess.

Hreint lanolín þekkjum við líklega helst sem áburð á sárar geirvörtur fyrir mæður með börn á brjósti en lanolíni er stundum blandað við annars konar feiti og notað sem mýkjandi áburður. Áhrif lanolíns á húð okkar eru svipuð áhrifum feitinnar úr okkar eigin húð, að tefja uppgufun raka úr húðinni og halda henni þannig mýkri en ella. Lanolín er samsett úr kólesteróli, fitusýrum og fitusýruesterum og nýting þess er rakin aftur til Forn-Grikkja.

Meiri upplýsingar um lanolín má finna á britannica.com....