Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hvað merkir orðið „súð“ þegar er talað um að þakíbúð sé undir súð og hvaðan kemur það?
Orðið súð merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1519) ‘samfella af sköruðum borðum, þar sem eitt borðið liggur með röndina ofan á öðru, skarsúð … súð í herbergi ‘skáþak, hallandi þak’. Það er einnig notað um sköruð skipsborð.
Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:985) er orðið til í öðrum Norðurlandamálum, samanber færeysku súð ‘samskeyti á sköruðum bátsbyrðingi eða á milli borða á vegg eða þili’, nýnorsku sud ‘báts- eða veggsúð, sænska mállýsku sud ‘bátsbyrðingur, timburklæðning ofan á sperrum’.
Orðið er gamalt í málinu, þekkist þegar í fornu máli um borð í bát, samanber orðabók Johans Fritzners (III, 595) og Cleasby-Vigfússons (1975:605).
Heimildir og mynd:
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans. Reykjavík. (Bókina má einnig nálgast rafrænt á https://ordsifjabok.arnastofnun.is)
Guðrún Kvaran. „Hvaða súð er átt við þegar íbúð er undir súð?“ Vísindavefurinn, 23. október 2025, sótt 23. október 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88003.
Guðrún Kvaran. (2025, 23. október). Hvaða súð er átt við þegar íbúð er undir súð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88003
Guðrún Kvaran. „Hvaða súð er átt við þegar íbúð er undir súð?“ Vísindavefurinn. 23. okt. 2025. Vefsíða. 23. okt. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88003>.