Sólin Sólin Rís 10:31 • sest 16:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:52 • Sest 00:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:52 • Síðdegis: 22:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:41 • Síðdegis: 16:12 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:31 • sest 16:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:52 • Sest 00:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:52 • Síðdegis: 22:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:41 • Síðdegis: 16:12 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Vísindavefur HÍ fær styrk frá stjórnvöldum til að uppfæra Evrópuvefinn

Ritstjórn Vísindavefsins

Þann 9. desember 2025 var tilkynnt að Vísindavefurinn fengi styrk frá stjórnvöldum til að uppfæra Evrópuvefinn. Í frétt á vefsíðu Stjórnarráðs Íslands segir þetta:

Að auki hefur verið ákveðið að fimm milljónir króna renni til Vísindavefs Háskóla Íslands til uppfærslu á Evrópuvefnum, sem haldið hefur verið úti um árabil og gegnt hefur mikilvægu hlutverki hvað varðar upplýsingagjöf um ESB og Evrópumál í breiðara samhengi. Vefurinn starfar eftir eigin stefnu og lútir ritstjórnarlegu sjálfstæði. Tilgangur hans er að veita hlutlægar, málefnalegar og trúverðugar upplýsingar um ESB; sögu þess, löggjöf sambandsins og réttarframkvæmd, skipulag og stjórnsýslu, stefnu og áætlanir.[1]

Evrópuvefurinn var opnaður í júní 2011 og til hans var stofnað með þjónustusamningi milli Alþingis og Vísindavefs Háskóla Íslands. Fjármagn til vefsins kom frá Alþingi til ársloka 2013.

Evrópuvefurinn er upplýsingaveita um Evrópusambandið og Evrópumál og tilgangur hans fyrst og fremst að veita hlutlægar upplýsingar um stofnanir og stefnumál ESB, aðildarríki sambandsins og aðildarumsókn Íslands. Evrópuvefurinn er nátengdur Vísindavef HÍ og byggir á sömu einföldu hugmynd: að svara spurningum lesenda á skýran og skilmerkilegan hátt.

Vísindavefur HÍ fékk 5 milljón króna styrk frá stjórnvöldum til að uppfæra Evrópuvefinn.

Vísindavefur HÍ fékk 5 milljón króna styrk frá stjórnvöldum til að uppfæra Evrópuvefinn.

Á árunum 2011 til 2013 skrifaði starfsfólk Evrópuvefsins og fjölmargir aðrir fræðimenn um 750 færslur, aðallega svör við spurningum almennings en einnig tímaás um Evrópusambandið, aðdraganda þess og umhverfi, yfirlit yfir aðildarsögu sambandsins sem og helstu stofnanir og sáttmála.

Frá því að þjónustusamningur milli Alþingis og Vísindavefs HÍ rann út, hefur Vísindavefurinn séð um rekstur og hýsingu á vefsvæðinu, en ekki hefur gefist kostur á að halda efninu við, uppfæra svör, bæta við nýju efni né uppfæra útlit vefsins.

Það er mikið fagnaðarefni að stjórnvöld geri sér grein fyrir mikilvægi Evrópuvefsins og því hlutverki sem hann gegnir.

Stefnt er að því að uppfærður vefur muni líta dagsins ljós á fyrri hluta ársins 2026. Þar er gert ráð fyrir nýrri tækni, til að mynda gervigreindarstýrðri uppflettingu og textasvörun. Meginhlutverk endurbætta og nútímavædda Evrópuvefsins verður hið sama og áður: að veita hlutlægar og trúverðugar upplýsingar um Evrópumál, í því skyni að efla málefnalegar umræður um Evrópusambandið.

Tilvísun:
  1. ^ Stjórnarráðið - Stjórnvöld styðja við umræðu um kosti og galla Evrópusambandsaðildar. (Sótt 10.12.2025).

Útgáfudagur

10.12.2025

Síðast uppfært

11.12.2025

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Vísindavefur HÍ fær styrk frá stjórnvöldum til að uppfæra Evrópuvefinn.“ Vísindavefurinn, 10. desember 2025, sótt 24. janúar 2026, https://visindavefur.is/svar.php?id=88315.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2025, 10. desember). Vísindavefur HÍ fær styrk frá stjórnvöldum til að uppfæra Evrópuvefinn. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88315

Ritstjórn Vísindavefsins. „Vísindavefur HÍ fær styrk frá stjórnvöldum til að uppfæra Evrópuvefinn.“ Vísindavefurinn. 10. des. 2025. Vefsíða. 24. jan. 2026. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88315>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Vísindavefur HÍ fær styrk frá stjórnvöldum til að uppfæra Evrópuvefinn
Þann 9. desember 2025 var tilkynnt að Vísindavefurinn fengi styrk frá stjórnvöldum til að uppfæra Evrópuvefinn. Í frétt á vefsíðu Stjórnarráðs Íslands segir þetta:

Að auki hefur verið ákveðið að fimm milljónir króna renni til Vísindavefs Háskóla Íslands til uppfærslu á Evrópuvefnum, sem haldið hefur verið úti um árabil og gegnt hefur mikilvægu hlutverki hvað varðar upplýsingagjöf um ESB og Evrópumál í breiðara samhengi. Vefurinn starfar eftir eigin stefnu og lútir ritstjórnarlegu sjálfstæði. Tilgangur hans er að veita hlutlægar, málefnalegar og trúverðugar upplýsingar um ESB; sögu þess, löggjöf sambandsins og réttarframkvæmd, skipulag og stjórnsýslu, stefnu og áætlanir.[1]

Evrópuvefurinn var opnaður í júní 2011 og til hans var stofnað með þjónustusamningi milli Alþingis og Vísindavefs Háskóla Íslands. Fjármagn til vefsins kom frá Alþingi til ársloka 2013.

Evrópuvefurinn er upplýsingaveita um Evrópusambandið og Evrópumál og tilgangur hans fyrst og fremst að veita hlutlægar upplýsingar um stofnanir og stefnumál ESB, aðildarríki sambandsins og aðildarumsókn Íslands. Evrópuvefurinn er nátengdur Vísindavef HÍ og byggir á sömu einföldu hugmynd: að svara spurningum lesenda á skýran og skilmerkilegan hátt.

Vísindavefur HÍ fékk 5 milljón króna styrk frá stjórnvöldum til að uppfæra Evrópuvefinn.

Vísindavefur HÍ fékk 5 milljón króna styrk frá stjórnvöldum til að uppfæra Evrópuvefinn.

Á árunum 2011 til 2013 skrifaði starfsfólk Evrópuvefsins og fjölmargir aðrir fræðimenn um 750 færslur, aðallega svör við spurningum almennings en einnig tímaás um Evrópusambandið, aðdraganda þess og umhverfi, yfirlit yfir aðildarsögu sambandsins sem og helstu stofnanir og sáttmála.

Frá því að þjónustusamningur milli Alþingis og Vísindavefs HÍ rann út, hefur Vísindavefurinn séð um rekstur og hýsingu á vefsvæðinu, en ekki hefur gefist kostur á að halda efninu við, uppfæra svör, bæta við nýju efni né uppfæra útlit vefsins.

Það er mikið fagnaðarefni að stjórnvöld geri sér grein fyrir mikilvægi Evrópuvefsins og því hlutverki sem hann gegnir.

Stefnt er að því að uppfærður vefur muni líta dagsins ljós á fyrri hluta ársins 2026. Þar er gert ráð fyrir nýrri tækni, til að mynda gervigreindarstýrðri uppflettingu og textasvörun. Meginhlutverk endurbætta og nútímavædda Evrópuvefsins verður hið sama og áður: að veita hlutlægar og trúverðugar upplýsingar um Evrópumál, í því skyni að efla málefnalegar umræður um Evrópusambandið.

Tilvísun:
  1. ^ Stjórnarráðið - Stjórnvöld styðja við umræðu um kosti og galla Evrópusambandsaðildar. (Sótt 10.12.2025).
...