Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju hafa risaeðlur verið til lengur en mannfólk og af hverju eru ekki ennþá til risaeðlur?

ÞV



Um útdauða risaeðlanna er fjallað á Vísindavefnum í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Er vitað hvers vegna risaeðlur dóu út? Þar er sagt frá því að skriðdýr komu fram á jörðinni eftir aldauðaskeið sem varð fyrir 250 milljónum ára og þau ríktu þar til fyrir 65 milljón árum. Þá urðu miklar náttúruhamfarir, sennilega af völdum loftsteins sem rakst á jörðina eða þá vegna eldgosa, og þær eru meginorsök þess að risaeðlurnar dóu út ásamt 70 hundraðshlutum af öllum tegundum lífvera sem þá voru á jörðinni.

Maðurinn kom hins vegar ekki fram í þróuninni fyrr en fyrir einni milljón ára eða svo, eftir því hvernig er reiknað. Menn hafa því aldrei verið samtíða risaeðlum hér á jörð og valdaskeið risaeðla og annarra skriðdýra er mörgum sinnum lengra en yfirráðaskeið mannanna sem tegundar. Við getum engan veginn gengið að neinu vísu um það hve lengi mannkynið muni lifa héðan í frá og ráða ríkjum á jörðinni enda getur býsna margt orðið til að raska þessum völdum okkar á óralöngum tímaskeiðum jarðsögunnar.

Þess má ennfremur geta að það er afar algengt í þróun lífsins að tegundir deyi út. Talið er að útdauði risaeðlanna tengist því að þær hafi verið orðnar stórar og þungar auk þess sem þær voru með kalt blóð. Þetta hafi ásamt öðru orðið til þess að þær þoldu hamfarirnar miklu verr en til dæmis spendýrin sem voru þó smá þegar þetta gerðist og höfðu því ekki náð sér verulega á strik í þróuninni.


Mynd: National Museum of Natural History: The Dinosaur Hall

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

8.9.2000

Spyrjandi

Bríet Guðmundsdóttir, f. 1989

Tilvísun

ÞV. „Af hverju hafa risaeðlur verið til lengur en mannfólk og af hverju eru ekki ennþá til risaeðlur?“ Vísindavefurinn, 8. september 2000, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=890.

ÞV. (2000, 8. september). Af hverju hafa risaeðlur verið til lengur en mannfólk og af hverju eru ekki ennþá til risaeðlur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=890

ÞV. „Af hverju hafa risaeðlur verið til lengur en mannfólk og af hverju eru ekki ennþá til risaeðlur?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2000. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=890>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju hafa risaeðlur verið til lengur en mannfólk og af hverju eru ekki ennþá til risaeðlur?


Um útdauða risaeðlanna er fjallað á Vísindavefnum í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Er vitað hvers vegna risaeðlur dóu út? Þar er sagt frá því að skriðdýr komu fram á jörðinni eftir aldauðaskeið sem varð fyrir 250 milljónum ára og þau ríktu þar til fyrir 65 milljón árum. Þá urðu miklar náttúruhamfarir, sennilega af völdum loftsteins sem rakst á jörðina eða þá vegna eldgosa, og þær eru meginorsök þess að risaeðlurnar dóu út ásamt 70 hundraðshlutum af öllum tegundum lífvera sem þá voru á jörðinni.

Maðurinn kom hins vegar ekki fram í þróuninni fyrr en fyrir einni milljón ára eða svo, eftir því hvernig er reiknað. Menn hafa því aldrei verið samtíða risaeðlum hér á jörð og valdaskeið risaeðla og annarra skriðdýra er mörgum sinnum lengra en yfirráðaskeið mannanna sem tegundar. Við getum engan veginn gengið að neinu vísu um það hve lengi mannkynið muni lifa héðan í frá og ráða ríkjum á jörðinni enda getur býsna margt orðið til að raska þessum völdum okkar á óralöngum tímaskeiðum jarðsögunnar.

Þess má ennfremur geta að það er afar algengt í þróun lífsins að tegundir deyi út. Talið er að útdauði risaeðlanna tengist því að þær hafi verið orðnar stórar og þungar auk þess sem þær voru með kalt blóð. Þetta hafi ásamt öðru orðið til þess að þær þoldu hamfarirnar miklu verr en til dæmis spendýrin sem voru þó smá þegar þetta gerðist og höfðu því ekki náð sér verulega á strik í þróuninni.


Mynd: National Museum of Natural History: The Dinosaur Hall...