Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um Barnakrossferðina sem hófst árið 1212?

HMH

Barnakrossferðin eða Children’s Crusade var trúarleg hreyfing sem spratt upp í Evrópu sumarið 1212. Hún samanstóð af þúsundum barna sem ætluðu að heimta landið helga úr höndum múslima með kærleika í stað valdbeitingar. Hreyfingin endaði hörmulega, en trúarhitinn sem hún kveikti var meðal þess sem hrinti af stað fimmtu krossferðinni 1218.


The Children's Crusade eftir Gustave Doré.

Fyrsti barnahópurinn var leiddur af frönskum hirðingjapilti að nafni Stephen, frá Cloyes-sur-le-Loir, bæ nálægt Vendôme. Pilturinn sá sýn þar sem Jesús birtist honum, dulbúinn sem pílagrími, og lét hann hafa bréf til Frakkakonungs. Á leið sinni til að afhenda bréfið dró Stephen að sér fjölda fylgjenda sem sumir hverjir ákváðu að fara til landsins helga. Talið er að 30.000 hafi komist til Marseille, þar sem börnin voru tekin höndum af þrælasölum og seld til Norður-Afríku.

10 ára piltur að nafni Nicholas, frá Cologne, leiddi annan hóp. Hann predikaði um Barnakrossferðina í Rínarhéruðum og dró að sér, að talið er, 20.000 barna hóp. Eftir að börnin fóru yfir Alpana til Ítalíu sundraðist hópurinn í aðra minni -- ýmsir urðu eftir í smábæjum, aðrir héldu áfram til Genúa þar sem börnunum var neitað um far yfir Miðjarðarhafið. Fáein héldu þá til Rómar þar sem Innósentíus III (páfi frá 1198 til 1216) sá aumur á þeim og leysti þau undan krossferðarheitum sínum. Örlög leiðtogans, Nicholas, eru ókunn en mörg þessara barna voru seld í þrældóm til Austurlanda.

Heimild og mynd:

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.9.2000

Spyrjandi

Sigurður Hólm Gunnarsson

Tilvísun

HMH. „Hvað getið þið sagt mér um Barnakrossferðina sem hófst árið 1212?“ Vísindavefurinn, 12. september 2000, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=900.

HMH. (2000, 12. september). Hvað getið þið sagt mér um Barnakrossferðina sem hófst árið 1212? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=900

HMH. „Hvað getið þið sagt mér um Barnakrossferðina sem hófst árið 1212?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2000. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=900>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Barnakrossferðina sem hófst árið 1212?
Barnakrossferðin eða Children’s Crusade var trúarleg hreyfing sem spratt upp í Evrópu sumarið 1212. Hún samanstóð af þúsundum barna sem ætluðu að heimta landið helga úr höndum múslima með kærleika í stað valdbeitingar. Hreyfingin endaði hörmulega, en trúarhitinn sem hún kveikti var meðal þess sem hrinti af stað fimmtu krossferðinni 1218.


The Children's Crusade eftir Gustave Doré.

Fyrsti barnahópurinn var leiddur af frönskum hirðingjapilti að nafni Stephen, frá Cloyes-sur-le-Loir, bæ nálægt Vendôme. Pilturinn sá sýn þar sem Jesús birtist honum, dulbúinn sem pílagrími, og lét hann hafa bréf til Frakkakonungs. Á leið sinni til að afhenda bréfið dró Stephen að sér fjölda fylgjenda sem sumir hverjir ákváðu að fara til landsins helga. Talið er að 30.000 hafi komist til Marseille, þar sem börnin voru tekin höndum af þrælasölum og seld til Norður-Afríku.

10 ára piltur að nafni Nicholas, frá Cologne, leiddi annan hóp. Hann predikaði um Barnakrossferðina í Rínarhéruðum og dró að sér, að talið er, 20.000 barna hóp. Eftir að börnin fóru yfir Alpana til Ítalíu sundraðist hópurinn í aðra minni -- ýmsir urðu eftir í smábæjum, aðrir héldu áfram til Genúa þar sem börnunum var neitað um far yfir Miðjarðarhafið. Fáein héldu þá til Rómar þar sem Innósentíus III (páfi frá 1198 til 1216) sá aumur á þeim og leysti þau undan krossferðarheitum sínum. Örlög leiðtogans, Nicholas, eru ókunn en mörg þessara barna voru seld í þrældóm til Austurlanda.

Heimild og mynd:...