Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er orðið sjór í eignarfalli?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Upphaflega spurningin var svona:
Er eignarfall orðsins "sjór" jafnrétt sem "sjós" og "sjávar"? (Sbr. að "fara til sjós" og "róa til sjávar".)
Eignarfallið sjós er aðeins notað í orðasambandinu til sjós, til dæmis 'vera til sjós', stunda sjóinn, 'fara til sjós', fara að sækja sjó, og svo framvegis.

Eignarfallið sjávar er notað ella, þar á meðal í samsettum orðum eins og 'sjávarföll', 'sjávarhættir', 'sjávarborð' og svo framvegis. Samsettu orðin 'sjómaður', 'sjóskip', 'sjósókn' eru hins vegar mynduð með stofnsamsetningu sem kallað er. Við könnumst ekki við orðtakið að "róa til sjávar" og efumst raunar um að það sé gerlegt þar sem slíkur róður færi væntanlega fram á landi.

Eignarföllin blandast skemmtilega saman í orðtökum sem eru sum hver til með báðum myndunum, samanber til dæmis 'til sjós og lands', 'til lands og sjávar', 'til sjávar og sveita'.

Eignarfallsmyndin sjós og orðasambandið til sjós virðast hafa verið litin hornauga hjá sumum málfræðingum áður fyrr, líklega vegna þess að menn hafa tengt það síðarnefnda við danska orðtakið til søs.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

14.9.2000

Síðast uppfært

31.5.2018

Spyrjandi

Helga Eiríks

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig er orðið sjór í eignarfalli?“ Vísindavefurinn, 14. september 2000, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=907.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 14. september). Hvernig er orðið sjór í eignarfalli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=907

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig er orðið sjór í eignarfalli?“ Vísindavefurinn. 14. sep. 2000. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=907>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er orðið sjór í eignarfalli?
Upphaflega spurningin var svona:

Er eignarfall orðsins "sjór" jafnrétt sem "sjós" og "sjávar"? (Sbr. að "fara til sjós" og "róa til sjávar".)
Eignarfallið sjós er aðeins notað í orðasambandinu til sjós, til dæmis 'vera til sjós', stunda sjóinn, 'fara til sjós', fara að sækja sjó, og svo framvegis.

Eignarfallið sjávar er notað ella, þar á meðal í samsettum orðum eins og 'sjávarföll', 'sjávarhættir', 'sjávarborð' og svo framvegis. Samsettu orðin 'sjómaður', 'sjóskip', 'sjósókn' eru hins vegar mynduð með stofnsamsetningu sem kallað er. Við könnumst ekki við orðtakið að "róa til sjávar" og efumst raunar um að það sé gerlegt þar sem slíkur róður færi væntanlega fram á landi.

Eignarföllin blandast skemmtilega saman í orðtökum sem eru sum hver til með báðum myndunum, samanber til dæmis 'til sjós og lands', 'til lands og sjávar', 'til sjávar og sveita'.

Eignarfallsmyndin sjós og orðasambandið til sjós virðast hafa verið litin hornauga hjá sumum málfræðingum áður fyrr, líklega vegna þess að menn hafa tengt það síðarnefnda við danska orðtakið til søs....