Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getur gerst ef maður smyr sér ekki nesti í skólann?

Guðrún Kristjánsdóttir

Ég reikna með að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvort mikilvægt sé að hafa eitthvað til að borða meðan maður er í skólanum. Þekking okkar, byggð bæði á reynslu og rannsóknum, segir okkur að mataræði skiptir mannveruna mjög miklu hvað heilsu og velferð varðar. Undanfarin ár hafa rannsóknir sýnt að þeim sem hafa reglu á máltíðum gengur betur í námi, þeir skila betri námsárangri og eru síður þreyttir svo að eitthvað sé nefnt. Regla á máltíðum felur í sér að borða morgunmat reglulega og borða til dæmis nesti eða annað í skólanum á hverjum degi. Það nægir nefnilega ekki að hafa nesti með sér ef maður borðar það ekki, eins og gefur að skilja (sjá meðal annars Guðrún Kristjánsdóttir, Morgunblaðið 23. mars 1997, bls. 30).

Samsetning nestisins getur einnig skipt máli fyrir heilsuna. Þegar börn eru að vaxa þurfa þau stöðugt ákveðið magn byggingarefna og brennsluefna fyrir líkamsstarfsemina, svo sem kalk sem fæst úr mjólkurvörum. Til að fullnægja þessum þörfum þarf að hafa reglu á máltíðunum og hafa þær þannig samsettar að þær innihaldi á hverjum tíma dags sem fjölbreyttasta samsetningu næringarefna. Þau börn sem stunda íþróttir þurfa mun meira af sumum næringarefnum, svo sem kalki og eggjahvítu, en þau sem ekki hreyfa sig eins mikið.

Nám krefst orku og heilinn notar skjótunna orku til brennslu. Því hefur svengd áhrif á vinnslugetu heilans. Ef við erum svöng verðum við sljó, fáum gjarnan höfuðverk og skiptum skapi. Þegar þannig fer um okkur þurfum við að grípa til einhvers sem gefur orku. Ef við höfum ekki nesti með okkur grípum við gjarnan til þess að borða sælgæti og sætindi sem gefur skjóta orku en inniheldur óhagstæða samsetningu næringarefna fyrir líkamann. Sumir vísindamenn hafa einnig haldið því fram að ef maður leyfir sér á hverjum degi að verða svangur, til dæmis með því að sleppa morgunmat eða hádegismat, fer líkaminn í svo kallað sveltiástand þannig að þegar við borðum að loknum vinnudegi í kaffitímanum eða í kvöldmat sanka líkamsfrumurnar að sér auknum forða til að eiga upp á að hlaupa á "sultartímum". Þetta ástand telja sumir vísindamenn að geti skýrt vaxandi offitu meðal unglinga og fullorðinna í nútímaþjóðfélagi.

Því er svar mitt að ef maður borðar ekki nesti eða góðan mat í skólanum líður manni ekki eins vel og ella, maður getur ekki stundað nám sitt eins og best verður á kosið auk þess sem líkaminn fær ekki það sem hann þarf til að þroskast og dafna eðlilega.

Höfundur

dósent í hjúkrunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

15.9.2000

Spyrjandi

Trausti Bergmann, fæddur 1986

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kristjánsdóttir. „Hvað getur gerst ef maður smyr sér ekki nesti í skólann?“ Vísindavefurinn, 15. september 2000, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=908.

Guðrún Kristjánsdóttir. (2000, 15. september). Hvað getur gerst ef maður smyr sér ekki nesti í skólann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=908

Guðrún Kristjánsdóttir. „Hvað getur gerst ef maður smyr sér ekki nesti í skólann?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2000. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=908>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getur gerst ef maður smyr sér ekki nesti í skólann?
Ég reikna með að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvort mikilvægt sé að hafa eitthvað til að borða meðan maður er í skólanum. Þekking okkar, byggð bæði á reynslu og rannsóknum, segir okkur að mataræði skiptir mannveruna mjög miklu hvað heilsu og velferð varðar. Undanfarin ár hafa rannsóknir sýnt að þeim sem hafa reglu á máltíðum gengur betur í námi, þeir skila betri námsárangri og eru síður þreyttir svo að eitthvað sé nefnt. Regla á máltíðum felur í sér að borða morgunmat reglulega og borða til dæmis nesti eða annað í skólanum á hverjum degi. Það nægir nefnilega ekki að hafa nesti með sér ef maður borðar það ekki, eins og gefur að skilja (sjá meðal annars Guðrún Kristjánsdóttir, Morgunblaðið 23. mars 1997, bls. 30).

Samsetning nestisins getur einnig skipt máli fyrir heilsuna. Þegar börn eru að vaxa þurfa þau stöðugt ákveðið magn byggingarefna og brennsluefna fyrir líkamsstarfsemina, svo sem kalk sem fæst úr mjólkurvörum. Til að fullnægja þessum þörfum þarf að hafa reglu á máltíðunum og hafa þær þannig samsettar að þær innihaldi á hverjum tíma dags sem fjölbreyttasta samsetningu næringarefna. Þau börn sem stunda íþróttir þurfa mun meira af sumum næringarefnum, svo sem kalki og eggjahvítu, en þau sem ekki hreyfa sig eins mikið.

Nám krefst orku og heilinn notar skjótunna orku til brennslu. Því hefur svengd áhrif á vinnslugetu heilans. Ef við erum svöng verðum við sljó, fáum gjarnan höfuðverk og skiptum skapi. Þegar þannig fer um okkur þurfum við að grípa til einhvers sem gefur orku. Ef við höfum ekki nesti með okkur grípum við gjarnan til þess að borða sælgæti og sætindi sem gefur skjóta orku en inniheldur óhagstæða samsetningu næringarefna fyrir líkamann. Sumir vísindamenn hafa einnig haldið því fram að ef maður leyfir sér á hverjum degi að verða svangur, til dæmis með því að sleppa morgunmat eða hádegismat, fer líkaminn í svo kallað sveltiástand þannig að þegar við borðum að loknum vinnudegi í kaffitímanum eða í kvöldmat sanka líkamsfrumurnar að sér auknum forða til að eiga upp á að hlaupa á "sultartímum". Þetta ástand telja sumir vísindamenn að geti skýrt vaxandi offitu meðal unglinga og fullorðinna í nútímaþjóðfélagi.

Því er svar mitt að ef maður borðar ekki nesti eða góðan mat í skólanum líður manni ekki eins vel og ella, maður getur ekki stundað nám sitt eins og best verður á kosið auk þess sem líkaminn fær ekki það sem hann þarf til að þroskast og dafna eðlilega.

...