Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hvernig í ósköpunum hefur Mongólía getað haldið landamærum í öll þessi ár á móti Rússlandi í norðri og Kína í suðri?

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

Hér er átt við það landsvæði sem myndar nú ríkið Mongólíu. En Mongólíu er – og einkum var – að finna á miklu stærra svæði. Núverandi Mongólía hét í upphafi Ytri Mongólía. Hún kom undir vernd Rússakeisara seint á 19. öld. Fyrir sunnan og austan Ytri Mongólíu er Innri Mongólía sem hélt áfram að njóta verndar keisarans í Kína og varð með tímanum kínverskt hérað. Íbúarnir voru enn þá á 19. öld Mongólar að meirihluta en þá hófst mikill innflutningur Kínverja þangað þannig að nú eru Mongólar aðeins um 10% íbúa kínverska héraðsins Innri-Mongólía.Raunar er einnig að finna mongólskar þjóðir í Rússlandi norðan við núverandi Mongólíu. Þekktastir þeirra eru sennilega Búrjat-Mongólar við Bækalvatn sem eiga þar eigið sjálfstjórnarsvæði.

Í kjölfar rússnesku byltingarinnar 1917 var núverandi Mongólía um tíma aðsetur rússneskra hersveita sem börðust gegn bolsévíkum. En um 1920 náðu rússneskir bolsévíkar þar yfirhöndinni. Þeir skipulögðu og komu til valda flokki sem var nánast fullkomin hliðstæða sovéska kommúnistaflokksins. Þessi flokkur, Byltingarflokkur Mongólíu, var síðan einráður í landinu frá 1923 þangað til kommúnisminn hrundi í Sovétríkjunum 1989-1991. Byltingarflokkurinn var sovéska herraflokknum hlýðinn í öllu og fylgdi stefnu hans í öllum málum. Á móti tryggðu Sovétríkin formlegt sjálfstæði Mongólíu sem einkum var mikilvægt gagnvart Kínverjum og tryggði íbúana gegn innflutningi þeirra í landið. Ef Rússar höfðu eða hafa hins vegar nóg af einhverju þá er það landrými, og þeir ágirntust ekki eyðilegar gresjur og eyðimerkur Mongólíu sem studdi Sovétríkin í þeim efnum sem skiptu yfirvöld þar máli: Gagnvart Kína og í hernaðarmálum öllum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.9.2000

Spyrjandi

Steinþór Þorsteinsson, f. 1982

Tilvísun

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvernig í ósköpunum hefur Mongólía getað haldið landamærum í öll þessi ár á móti Rússlandi í norðri og Kína í suðri?“ Vísindavefurinn, 18. september 2000. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=921.

Gísli Gunnarsson (1938-2020). (2000, 18. september). Hvernig í ósköpunum hefur Mongólía getað haldið landamærum í öll þessi ár á móti Rússlandi í norðri og Kína í suðri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=921

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvernig í ósköpunum hefur Mongólía getað haldið landamærum í öll þessi ár á móti Rússlandi í norðri og Kína í suðri?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2000. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=921>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig í ósköpunum hefur Mongólía getað haldið landamærum í öll þessi ár á móti Rússlandi í norðri og Kína í suðri?
Hér er átt við það landsvæði sem myndar nú ríkið Mongólíu. En Mongólíu er – og einkum var – að finna á miklu stærra svæði. Núverandi Mongólía hét í upphafi Ytri Mongólía. Hún kom undir vernd Rússakeisara seint á 19. öld. Fyrir sunnan og austan Ytri Mongólíu er Innri Mongólía sem hélt áfram að njóta verndar keisarans í Kína og varð með tímanum kínverskt hérað. Íbúarnir voru enn þá á 19. öld Mongólar að meirihluta en þá hófst mikill innflutningur Kínverja þangað þannig að nú eru Mongólar aðeins um 10% íbúa kínverska héraðsins Innri-Mongólía.Raunar er einnig að finna mongólskar þjóðir í Rússlandi norðan við núverandi Mongólíu. Þekktastir þeirra eru sennilega Búrjat-Mongólar við Bækalvatn sem eiga þar eigið sjálfstjórnarsvæði.

Í kjölfar rússnesku byltingarinnar 1917 var núverandi Mongólía um tíma aðsetur rússneskra hersveita sem börðust gegn bolsévíkum. En um 1920 náðu rússneskir bolsévíkar þar yfirhöndinni. Þeir skipulögðu og komu til valda flokki sem var nánast fullkomin hliðstæða sovéska kommúnistaflokksins. Þessi flokkur, Byltingarflokkur Mongólíu, var síðan einráður í landinu frá 1923 þangað til kommúnisminn hrundi í Sovétríkjunum 1989-1991. Byltingarflokkurinn var sovéska herraflokknum hlýðinn í öllu og fylgdi stefnu hans í öllum málum. Á móti tryggðu Sovétríkin formlegt sjálfstæði Mongólíu sem einkum var mikilvægt gagnvart Kínverjum og tryggði íbúana gegn innflutningi þeirra í landið. Ef Rússar höfðu eða hafa hins vegar nóg af einhverju þá er það landrými, og þeir ágirntust ekki eyðilegar gresjur og eyðimerkur Mongólíu sem studdi Sovétríkin í þeim efnum sem skiptu yfirvöld þar máli: Gagnvart Kína og í hernaðarmálum öllum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...