Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Daggarmark er sá hiti sem lækka þarf loft niður í við óbreyttan þrýsting og óbreytt rakainnihald til að rakinn í loftinu þéttist.
Ýmsar leiðir eru til að mæla raka í lofti og felst ein þeirra í að mæla hita á blautri dulu sem vafin er um kvikasilfurskúlu hefðbundins hitamælis. Sé loftið ekki mettað gufar vatn upp af dulunni. Við það tapast varmaorka frá mælinum og hiti hans lækkar. Því þurrara sem loftið er, því örari verður uppgufunin og því meiri munur verður á þeim hita sem mælist á vota hitamælinum og þurrum hitamæli. Út frá þessum mun og lofthita er svo unnt að reikna daggarmark loftsins, eða réttara sagt vatnsgufunnar í loftinu.
Af þessu sést að tilgangur daggarmarksmælingar er í rauninni ekki sá að mæla hita í venjulegum skilningi heldur að mæla rakastig loftsins.
Haraldur Ólafsson. „Hver er munurinn á daggarmarksmælingu og venjulegri hitamælingu?“ Vísindavefurinn, 21. september 2000, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=923.
Haraldur Ólafsson. (2000, 21. september). Hver er munurinn á daggarmarksmælingu og venjulegri hitamælingu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=923
Haraldur Ólafsson. „Hver er munurinn á daggarmarksmælingu og venjulegri hitamælingu?“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2000. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=923>.