Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?

Vilhjálmur Árnason

Í grófum dráttum má skipta svörum þeirra hugsuða sem hafa fjallað um þessa spurningu í tvo flokka: Annars vegar þá sem telja tilganginn búa í lífinu sjálfu; þetta mætti kalla hlutlæg viðhorf. Og hins vegar þá sem halda því fram að það búi enginn tilgangur í lífinu sjálfu heldur verði fólk að búa hann til sjálft; þetta mætti kalla huglæg viðhorf. Sem dæmi um hlutlæg viðhorf má nefna kennisetningar trúarbragða sem halda því fram að Guð hafi gætt mannlífið tilgangi og að við uppgötvum hann með því að fylgja hinum trúarlega boðskap. Annað dæmi um hlutlægt viðhorf mætti finna í stjórnmálaskoðunum sem fela í sér sannfæringu um fyrirmyndarþjóðfélag. Tilgangur lífsins væri þá í því fólginn að vinna að slíku þjóðskipulagi. Hversdagslegra dæmi af þessu tagi væri að líta svo á að lífið hafi tilgang vegna þeirra siða, hefða og reglna sem koma skikkan og skipulagi á mannlífið.

Þessi trúarlegu, pólitísku og félagslegu viðhorf eiga það sameiginlegt að tilgangur lífsins búi með einhverjum hætti í veruleikanum sjálfum, en sé ekki undir einstaklingnum kominn. Sameiginleg vandkvæði sem gjarna fylgja slíkum viðhorfum eru þau að tómhyggja og tilgangsleysi eru á næsta leiti ef einstaklingar missa af einhverjum ástæðum trúna á þau. Þegar hugsjónin bregst, hættir allt að skipta máli og fánýti tilverunnar blasir við.

Hin huglægu viðhorf sem felast í því að tilgangur lífsins sé undir manni sjálfum kominn leggja á það áherslu að einstaklingar verði að lifa skapandi lífi til að gæða líf sitt merkingu. Frá þessu sjónarmiði er það bæði varasamt og villandi að spyrja um tilgang lífsins almennt og yfirleitt - hann er vísast ekki að finna. Það er hið einstaka og einstæða líf sérhvers einstaklings sem máli skiptir og það hvernig hann lifir því ræður úrslitum um þann tilgang sem hann mun finna því. Menn ættu því ekki að reyna að finna tilgang lífsins í ytri þáttum sem muni færa þeim lífsfyllingu. Öðru nær: Krafan um hlutlægan, algildan tilgang býður tómhyggjunni heim. Tilgangur lífsins finnst ekki nema með því að lifa lífinu á þann hátt að við séum stöðugt að gefa því merkingu og mikilvægi með hugsun okkar og breytni.

Jafnframt eru til kenningar þar sem hið hlutlæga og hið huglæga, uppgötvun og sköpun tilgangsins í lífinu spila saman. Manneskjan finnur þá tilgang lífsins með því að leggja sig eftir og þiggja þau verðmæti sem lífið hefur upp á að bjóða (hlutlægt), en verður þó sjálf að axla ábyrgðina á því hvernig hún finnur lífi sínu farveg og gæðir það merkingu (huglægt).

Sjá einnig svar Jóhanns Björnssonar við spurningunni "Hvað þarf maður að gera til að lifa góðu lífi?"

Heimildir

Viktor Frankl, Leitin að tilgangi lífsins. Háskólaútgáfan 1996.

Páll Skúlason, „The Meaning of Life: Four Perspectives", Saga and Philosophy. Háskólaútgáfan 1999.

S. Sanders og D. Cheney, ritstj. The Meaning of Life. Questions, Answers and Analysis. Prentice-Hall 1980.

Höfundur

Vilhjálmur Árnason

prófessor emeritus í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

14.2.2000

Spyrjandi

Bjarndís Arnardóttir og Baldur Þórðarson

Tilvísun

Vilhjálmur Árnason. „Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2000, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=93.

Vilhjálmur Árnason. (2000, 14. febrúar). Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=93

Vilhjálmur Árnason. „Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2000. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=93>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?
Í grófum dráttum má skipta svörum þeirra hugsuða sem hafa fjallað um þessa spurningu í tvo flokka: Annars vegar þá sem telja tilganginn búa í lífinu sjálfu; þetta mætti kalla hlutlæg viðhorf. Og hins vegar þá sem halda því fram að það búi enginn tilgangur í lífinu sjálfu heldur verði fólk að búa hann til sjálft; þetta mætti kalla huglæg viðhorf. Sem dæmi um hlutlæg viðhorf má nefna kennisetningar trúarbragða sem halda því fram að Guð hafi gætt mannlífið tilgangi og að við uppgötvum hann með því að fylgja hinum trúarlega boðskap. Annað dæmi um hlutlægt viðhorf mætti finna í stjórnmálaskoðunum sem fela í sér sannfæringu um fyrirmyndarþjóðfélag. Tilgangur lífsins væri þá í því fólginn að vinna að slíku þjóðskipulagi. Hversdagslegra dæmi af þessu tagi væri að líta svo á að lífið hafi tilgang vegna þeirra siða, hefða og reglna sem koma skikkan og skipulagi á mannlífið.

Þessi trúarlegu, pólitísku og félagslegu viðhorf eiga það sameiginlegt að tilgangur lífsins búi með einhverjum hætti í veruleikanum sjálfum, en sé ekki undir einstaklingnum kominn. Sameiginleg vandkvæði sem gjarna fylgja slíkum viðhorfum eru þau að tómhyggja og tilgangsleysi eru á næsta leiti ef einstaklingar missa af einhverjum ástæðum trúna á þau. Þegar hugsjónin bregst, hættir allt að skipta máli og fánýti tilverunnar blasir við.

Hin huglægu viðhorf sem felast í því að tilgangur lífsins sé undir manni sjálfum kominn leggja á það áherslu að einstaklingar verði að lifa skapandi lífi til að gæða líf sitt merkingu. Frá þessu sjónarmiði er það bæði varasamt og villandi að spyrja um tilgang lífsins almennt og yfirleitt - hann er vísast ekki að finna. Það er hið einstaka og einstæða líf sérhvers einstaklings sem máli skiptir og það hvernig hann lifir því ræður úrslitum um þann tilgang sem hann mun finna því. Menn ættu því ekki að reyna að finna tilgang lífsins í ytri þáttum sem muni færa þeim lífsfyllingu. Öðru nær: Krafan um hlutlægan, algildan tilgang býður tómhyggjunni heim. Tilgangur lífsins finnst ekki nema með því að lifa lífinu á þann hátt að við séum stöðugt að gefa því merkingu og mikilvægi með hugsun okkar og breytni.

Jafnframt eru til kenningar þar sem hið hlutlæga og hið huglæga, uppgötvun og sköpun tilgangsins í lífinu spila saman. Manneskjan finnur þá tilgang lífsins með því að leggja sig eftir og þiggja þau verðmæti sem lífið hefur upp á að bjóða (hlutlægt), en verður þó sjálf að axla ábyrgðina á því hvernig hún finnur lífi sínu farveg og gæðir það merkingu (huglægt).

Sjá einnig svar Jóhanns Björnssonar við spurningunni "Hvað þarf maður að gera til að lifa góðu lífi?"

Heimildir

Viktor Frankl, Leitin að tilgangi lífsins. Háskólaútgáfan 1996.

Páll Skúlason, „The Meaning of Life: Four Perspectives", Saga and Philosophy. Háskólaútgáfan 1999.

S. Sanders og D. Cheney, ritstj. The Meaning of Life. Questions, Answers and Analysis. Prentice-Hall 1980....