Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:01 • Sest 02:01 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:44 • Síðdegis: 13:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:39 í Reykjavík

Hve margar bækur eru gefnar út á Íslandi á hverju ári?

Guðrún Karlsdóttir

Bókmenning er sá þáttur þjóðmenningar sem einna lengst hefur skipað öndvegissess á Íslandi, hjá lærðum og leikum. Rúnaristur norrænna manna um þær mundir sem Ísland var að byggjast sýna að þar voru læsir menn að verki og þeir voru að skapa eitthvað varanlegt, eitthvað til minnis, eitthvað til upplýsingar fyrir aðra. Íslendingar hafa haft þessa þörf í einna ríkustum mæli, um það vitna fornritin og mikil bókaútgáfa á okkar tímum.

Þótt miðlum hafi fjölgað heldur bókin velli. Fjöldi íbúa á landinu nálgast 280 þúsund og við getum státað okkur af því að hér eru gefin út fleiri rit miðað við höfðatölu en annars staðar. Útgáfan sveiflast lítillega frá ári til árs, en á árinu 1999 komu samkvæmt Íslenskri bókaskrá út hér á landi hátt í 2100 rit; 1866 bækur/bæklingar auk 207 hljóðrita (geisladiskar, snældur, hljómplötur, margmiðlunardiskar). Ekki er þó allt útgefið efni tekið upp í skrána, til dæmis ekki sérprent, ekki ársskýrslur stofnana og félaga né heldur reikningar þeirra. Ýmsum öðrum tegundum efnis er sleppt, þar með talið ýmislegu smáprenti, kynningarbæklingum, dagbókum og símaskrám. Af þessu má sjá að útgáfan í heild er allnokkuð á þriðja þúsund rit á árinu.

Það efni sem ekki er tekið upp í Íslenska bókaskrá er flest skráð í bókasafnskerfi Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Gegni. Með því að fletta upp í Gegni gegnum heimasíðu safnsins má skoða hvernig skráningin fer eftir tegundum og formi efnisins. Í hliðarkerfi Gegnis, Greini, eru skráðar greinar í tímaritum en í Gelmi handrit. Þar sem skráning í síðastnefnda gagnagrunninn er skammt á veg komin er hann ekki opinn almenningi enn sem komið er.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Af hverju er bókum yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar?.

Höfundur

forstöðumaður fyrrum skráningardeildar Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni

Útgáfudagur

25.9.2000

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Karlsdóttir. „Hve margar bækur eru gefnar út á Íslandi á hverju ári?“ Vísindavefurinn, 25. september 2000. Sótt 15. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=936.

Guðrún Karlsdóttir. (2000, 25. september). Hve margar bækur eru gefnar út á Íslandi á hverju ári? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=936

Guðrún Karlsdóttir. „Hve margar bækur eru gefnar út á Íslandi á hverju ári?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2000. Vefsíða. 15. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=936>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hve margar bækur eru gefnar út á Íslandi á hverju ári?
Bókmenning er sá þáttur þjóðmenningar sem einna lengst hefur skipað öndvegissess á Íslandi, hjá lærðum og leikum. Rúnaristur norrænna manna um þær mundir sem Ísland var að byggjast sýna að þar voru læsir menn að verki og þeir voru að skapa eitthvað varanlegt, eitthvað til minnis, eitthvað til upplýsingar fyrir aðra. Íslendingar hafa haft þessa þörf í einna ríkustum mæli, um það vitna fornritin og mikil bókaútgáfa á okkar tímum.

Þótt miðlum hafi fjölgað heldur bókin velli. Fjöldi íbúa á landinu nálgast 280 þúsund og við getum státað okkur af því að hér eru gefin út fleiri rit miðað við höfðatölu en annars staðar. Útgáfan sveiflast lítillega frá ári til árs, en á árinu 1999 komu samkvæmt Íslenskri bókaskrá út hér á landi hátt í 2100 rit; 1866 bækur/bæklingar auk 207 hljóðrita (geisladiskar, snældur, hljómplötur, margmiðlunardiskar). Ekki er þó allt útgefið efni tekið upp í skrána, til dæmis ekki sérprent, ekki ársskýrslur stofnana og félaga né heldur reikningar þeirra. Ýmsum öðrum tegundum efnis er sleppt, þar með talið ýmislegu smáprenti, kynningarbæklingum, dagbókum og símaskrám. Af þessu má sjá að útgáfan í heild er allnokkuð á þriðja þúsund rit á árinu.

Það efni sem ekki er tekið upp í Íslenska bókaskrá er flest skráð í bókasafnskerfi Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Gegni. Með því að fletta upp í Gegni gegnum heimasíðu safnsins má skoða hvernig skráningin fer eftir tegundum og formi efnisins. Í hliðarkerfi Gegnis, Greini, eru skráðar greinar í tímaritum en í Gelmi handrit. Þar sem skráning í síðastnefnda gagnagrunninn er skammt á veg komin er hann ekki opinn almenningi enn sem komið er.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Af hverju er bókum yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar?....