Sólin Sólin Rís 04:31 • sest 22:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:34 • Sest 15:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:37 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:23 • Síðdegis: 17:43 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan er orðið teika komið?

Guðrún Kvaran

Líklegast er að sögnin að teika, sem einungis er notuð um að hanga aftan í bifreið á ferð í snjó og hálku, eigi rætur að rekja til ensku sagnarinnar take ‘taka’ og að baki liggi til dæmis orðasambandið take a car, take a taxi sem yfirfært hefur verið á þessa iðju. Sögnin var þegar talsvert notuð á fimmta áratugnum, þegar minna var saltað og mokað en nú, og sömuleiðis nafnorðið teik, það að teika bíl. Þetta var hættulegur leikur og illa séður af ökumönnum.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.5.2009

Spyrjandi

Einar Þorgeirsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðið teika komið?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2009. Sótt 31. júlí 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=9368.

Guðrún Kvaran. (2009, 11. maí). Hvaðan er orðið teika komið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=9368

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðið teika komið?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2009. Vefsíða. 31. júl. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=9368>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan er orðið teika komið?
Líklegast er að sögnin að teika, sem einungis er notuð um að hanga aftan í bifreið á ferð í snjó og hálku, eigi rætur að rekja til ensku sagnarinnar take ‘taka’ og að baki liggi til dæmis orðasambandið take a car, take a taxi sem yfirfært hefur verið á þessa iðju. Sögnin var þegar talsvert notuð á fimmta áratugnum, þegar minna var saltað og mokað en nú, og sömuleiðis nafnorðið teik, það að teika bíl. Þetta var hættulegur leikur og illa séður af ökumönnum.

Mynd:...