Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar í kringum landið eru stærstar fiskitorfur?

Jakob Jakobsson (1931-2020)

Það eru einkum svokallaðir uppsjávarfiskar sem safnast oft í torfur er geta verið mjög misstórar. Algengustu uppsjávarfiskarnir og þeir sem mest veiðast eru loðna og síld.

Allt fram á 7. áratuginn voru miklar síldargöngur við Norður- og Austurland sem komu alla leið frá hrygningarstöðvum sínum við Noreg til Íslands í ætisleit. Þá var stundum talað um "svartan sjó af síld" þegar torfa við torfu óð við yfirborð sjávarins svo langt sem augað eygði. Sjórinn sýndist svartur vegna þess að það sást í svarblá bök efstu síldanna í hverri torfu þegar þær klufu yfirborðið í leit sinni að uppáhaldsfæðunni, rauðátunni. Norsk-íslenski síldarstofninn var þá um 10 milljón tonn svo að ekki er ólíklegt að á gjöfulustu miðunum, til dæmis Grímseyjarsundi, hafi verið nokkrar miljónir tonna þegar þar var "svartur sjór af síld" en í hverju tonni eru um 4000 síldir.

Nú er Norðurlandssíldin löngu horfin en fer þó kannski bráðum að láta sjá sig aftur. Í staðinn höfum við Suðurlandssíldina, eða íslensku sumargotssíldina öðru nafni. Hún er ólík Norðurlandssíldinni að því leyti að hún sést yfirleitt ekki vaða en finnst að sjálfsögðu með fiskileitartækjum rannsókna- og fiskiskipa. Sumargotssíldin er stundum í stórum torfum, einkum að vetrarlagi. Sem dæmi má nefna að í desember 1980 mældist síldartorfa inni á Berufirði sem reyndist vera um 15000 tonn og ári síðar önnur við Þorlákshöfn sem losaði 200 þúsund tonn.

Á sama hátt er loðnan oft í mjög stórum torfum og fer það eftir árstíma við hvaða landshluta það gerist. Í janúar árið 2000 voru mjög stórar loðnutorfur úti af Austurlandi en í mars má búast við að þær verði komnar suður fyrir land og ef til vill alla leið inn á Faxaflóa.

Af framansögðu má ljóst vera að ekki er unnt að tilgreina við hvaða landshluta stærstu fiskitorfurnar finnist. Allt er það breytingum háð frá einum tíma til annars.

Höfundur

prófessor í fiskifræði við HÍ

Útgáfudagur

14.2.2000

Spyrjandi

Steinar Sæmundsson

Tilvísun

Jakob Jakobsson (1931-2020). „Hvar í kringum landið eru stærstar fiskitorfur?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2000, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=94.

Jakob Jakobsson (1931-2020). (2000, 14. febrúar). Hvar í kringum landið eru stærstar fiskitorfur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=94

Jakob Jakobsson (1931-2020). „Hvar í kringum landið eru stærstar fiskitorfur?“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2000. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=94>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar í kringum landið eru stærstar fiskitorfur?
Það eru einkum svokallaðir uppsjávarfiskar sem safnast oft í torfur er geta verið mjög misstórar. Algengustu uppsjávarfiskarnir og þeir sem mest veiðast eru loðna og síld.

Allt fram á 7. áratuginn voru miklar síldargöngur við Norður- og Austurland sem komu alla leið frá hrygningarstöðvum sínum við Noreg til Íslands í ætisleit. Þá var stundum talað um "svartan sjó af síld" þegar torfa við torfu óð við yfirborð sjávarins svo langt sem augað eygði. Sjórinn sýndist svartur vegna þess að það sást í svarblá bök efstu síldanna í hverri torfu þegar þær klufu yfirborðið í leit sinni að uppáhaldsfæðunni, rauðátunni. Norsk-íslenski síldarstofninn var þá um 10 milljón tonn svo að ekki er ólíklegt að á gjöfulustu miðunum, til dæmis Grímseyjarsundi, hafi verið nokkrar miljónir tonna þegar þar var "svartur sjór af síld" en í hverju tonni eru um 4000 síldir.

Nú er Norðurlandssíldin löngu horfin en fer þó kannski bráðum að láta sjá sig aftur. Í staðinn höfum við Suðurlandssíldina, eða íslensku sumargotssíldina öðru nafni. Hún er ólík Norðurlandssíldinni að því leyti að hún sést yfirleitt ekki vaða en finnst að sjálfsögðu með fiskileitartækjum rannsókna- og fiskiskipa. Sumargotssíldin er stundum í stórum torfum, einkum að vetrarlagi. Sem dæmi má nefna að í desember 1980 mældist síldartorfa inni á Berufirði sem reyndist vera um 15000 tonn og ári síðar önnur við Þorlákshöfn sem losaði 200 þúsund tonn.

Á sama hátt er loðnan oft í mjög stórum torfum og fer það eftir árstíma við hvaða landshluta það gerist. Í janúar árið 2000 voru mjög stórar loðnutorfur úti af Austurlandi en í mars má búast við að þær verði komnar suður fyrir land og ef til vill alla leið inn á Faxaflóa.

Af framansögðu má ljóst vera að ekki er unnt að tilgreina við hvaða landshluta stærstu fiskitorfurnar finnist. Allt er það breytingum háð frá einum tíma til annars. ...