Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað heita 3 minnstu beinin í líkamanum?

Stefán B. Sigurðsson

Almennt er talað um að í mannslíkamanum séu 206 bein. Þar af mynda 80 bein sjálfa beinagrindina en 126 bein eru eins konar fylgihlutir eða viðhengi út frá beinagrindinni. Lærleggurinn er lengsta, þyngsta, sterkasta og stærsta bein beinagrindarinnar. Minnsta beinið er ístaðið, sem er eitt þriggja smábeina í miðeyranu.

Yfirleitt eru þessi þrjú minnstu bein líkamans nefnd samtímis; hamar (malleus), steðji (incus) og ístað (stapes). Nöfnin fá beinin út frá lögun og hlutverki sínu. Skaftið á hamrinum er fest við innra borð hljóðhimnunnar í eyranu. Hausinn á hamrinum myndar liðamót við steðjann sem myndar liðamót við ístaðið sem tengist innra eyra.

Þegar hljóðbylgjur skella á hljóðhimnunni fer hún að titra eða sveflast fram og aftur. Hljóðhimnan hreyfir skaftið á hamrinum sem "lemur" á steðjann sem hreyfir ístaðið. Beinin leiða því titringinn frá hljóðhimnunni gegnum miðeyrað yfir í innra eyra. Hljóðið (titringurinn) magnast einnig upp á þessu ferðalagi yfir smábeinin.

Smábeinin þrjú eru fest inni í holrúmi miðeyrans með eins konar sinum en þarna eru einnig tveir minnstu vöðvar líkamans. Þeir eru tengdir við hljóðhimnuna, hamarinn og steðjann. Ef þessir vöðvar dragast saman verður kerfið stífara og dregur úr getu sinni í að flytja hljóðbylgjurnar (titringinn). Þetta gerist þegar við lendum í miklum og óþægilegum hávaða og á þennan hátt getum við dregið úr heyrnaskemmdum. Ef hávaðinn kemur snögglega eins og til dæmis við byssuskot nær kerfið ekki að bregðast við og slík hljóð geta valdið varanlegum skemmdum.

Höfundur

prófessor í lífeðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

27.9.2000

Spyrjandi

Svava Guðmundsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Stefán B. Sigurðsson. „Hvað heita 3 minnstu beinin í líkamanum?“ Vísindavefurinn, 27. september 2000, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=942.

Stefán B. Sigurðsson. (2000, 27. september). Hvað heita 3 minnstu beinin í líkamanum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=942

Stefán B. Sigurðsson. „Hvað heita 3 minnstu beinin í líkamanum?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2000. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=942>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað heita 3 minnstu beinin í líkamanum?
Almennt er talað um að í mannslíkamanum séu 206 bein. Þar af mynda 80 bein sjálfa beinagrindina en 126 bein eru eins konar fylgihlutir eða viðhengi út frá beinagrindinni. Lærleggurinn er lengsta, þyngsta, sterkasta og stærsta bein beinagrindarinnar. Minnsta beinið er ístaðið, sem er eitt þriggja smábeina í miðeyranu.

Yfirleitt eru þessi þrjú minnstu bein líkamans nefnd samtímis; hamar (malleus), steðji (incus) og ístað (stapes). Nöfnin fá beinin út frá lögun og hlutverki sínu. Skaftið á hamrinum er fest við innra borð hljóðhimnunnar í eyranu. Hausinn á hamrinum myndar liðamót við steðjann sem myndar liðamót við ístaðið sem tengist innra eyra.

Þegar hljóðbylgjur skella á hljóðhimnunni fer hún að titra eða sveflast fram og aftur. Hljóðhimnan hreyfir skaftið á hamrinum sem "lemur" á steðjann sem hreyfir ístaðið. Beinin leiða því titringinn frá hljóðhimnunni gegnum miðeyrað yfir í innra eyra. Hljóðið (titringurinn) magnast einnig upp á þessu ferðalagi yfir smábeinin.

Smábeinin þrjú eru fest inni í holrúmi miðeyrans með eins konar sinum en þarna eru einnig tveir minnstu vöðvar líkamans. Þeir eru tengdir við hljóðhimnuna, hamarinn og steðjann. Ef þessir vöðvar dragast saman verður kerfið stífara og dregur úr getu sinni í að flytja hljóðbylgjurnar (titringinn). Þetta gerist þegar við lendum í miklum og óþægilegum hávaða og á þennan hátt getum við dregið úr heyrnaskemmdum. Ef hávaðinn kemur snögglega eins og til dæmis við byssuskot nær kerfið ekki að bregðast við og slík hljóð geta valdið varanlegum skemmdum.

...