Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er nafnið Evlalía gamalt, hvað þýðir það?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Vitað er til þess að ein kona hét Evlalía þegar manntal var fyrst tekið á Íslandi 1703. Hún var skráð í Dalasýslu. Um hundrað árum síðar, eða í manntali 1801, hétu þrjár sunnlenskar konur Evlalía og ein í Ísafjarðarsýslu. Þegar næst var tekið manntal 1845 hétu átta konur á landinu þessu nafni á Suður- og Vesturlandi. 1910 hétu 13 konur Evlalía, þar af sex í Ísafjarðarsýslu. Af þessu má sjá að nafnið var nokkuð staðbundið. Fáeinar konur bera nafnið nú.

Um er að ræða síðgrískt eiginnafn, sett saman af eu 'góður' og sögninni lalein 'tala, masa'. Því má segja að nafnið merki 'sá sem talar vel'.

Nafnið var talsvert notað í Evrópu á miðöldum og er enn talsvert algengt. Heilög Evlalía dó píslarvættisdauða á 4. öld og var tekin í dýrlingatölu.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.9.2000

Spyrjandi

Kristján Heiðar Jóhannsson

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er nafnið Evlalía gamalt, hvað þýðir það?“ Vísindavefurinn, 29. september 2000, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=947.

Guðrún Kvaran. (2000, 29. september). Hvað er nafnið Evlalía gamalt, hvað þýðir það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=947

Guðrún Kvaran. „Hvað er nafnið Evlalía gamalt, hvað þýðir það?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2000. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=947>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er nafnið Evlalía gamalt, hvað þýðir það?
Vitað er til þess að ein kona hét Evlalía þegar manntal var fyrst tekið á Íslandi 1703. Hún var skráð í Dalasýslu. Um hundrað árum síðar, eða í manntali 1801, hétu þrjár sunnlenskar konur Evlalía og ein í Ísafjarðarsýslu. Þegar næst var tekið manntal 1845 hétu átta konur á landinu þessu nafni á Suður- og Vesturlandi. 1910 hétu 13 konur Evlalía, þar af sex í Ísafjarðarsýslu. Af þessu má sjá að nafnið var nokkuð staðbundið. Fáeinar konur bera nafnið nú.

Um er að ræða síðgrískt eiginnafn, sett saman af eu 'góður' og sögninni lalein 'tala, masa'. Því má segja að nafnið merki 'sá sem talar vel'.

Nafnið var talsvert notað í Evrópu á miðöldum og er enn talsvert algengt. Heilög Evlalía dó píslarvættisdauða á 4. öld og var tekin í dýrlingatölu.

...