Sólin Sólin Rís 07:11 • sest 19:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:25 • Sest 01:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:37 • Síðdegis: 14:53 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er bakborði til vinstri og stjórnborði til hægri í flugvélum eins og í skipum, þó að flugstjórinn sé til vinstri?

Guðrún Kvaran og Þorsteinn Vilhjálmsson

Í söfnum Orðabókar Háskólans eru engin dæmi um notkun orðanna bakborði/stjórnborði í flugvélum. Við höfðum því samband við tvo reynda flugmenn sem sögðu okkur að slík notkun tíðkaðist ekki í flugmáli.

Þess má geta að orðið stjórnborði er upphaflega dregið af því að stýrið var hægra megin á skipum en bakborði af því að stýrimaður sneri bakinu til vinstri miðað við hreyfingarstefnu skipsins. Þessi orð eiga sér nánar hliðstæður í Norðurlandamálunum, samanber dönsku 'styrbord/bagbord' og sænsku 'styrbord/babord' þar sem seinna orðið hefur breyst lítillega. Enska orðið 'starboard' hefur einnig breyst nokkuð frá upphaflegri mynd sem var hliðstæð þeirri norrænu. Hins vegar heitir vinstri skipshliðin 'port' á ensku og er það trúlega dregið af því að skip með stýrið hægra megin hafa snúið vinstri hliðinni að bryggju.

Höfundar

Guðrún Kvaran

prófessor

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

29.9.2000

Spyrjandi

Jóhann Jóhannsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er bakborði til vinstri og stjórnborði til hægri í flugvélum eins og í skipum, þó að flugstjórinn sé til vinstri?“ Vísindavefurinn, 29. september 2000. Sótt 25. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=948.

Guðrún Kvaran og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 29. september). Er bakborði til vinstri og stjórnborði til hægri í flugvélum eins og í skipum, þó að flugstjórinn sé til vinstri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=948

Guðrún Kvaran og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er bakborði til vinstri og stjórnborði til hægri í flugvélum eins og í skipum, þó að flugstjórinn sé til vinstri?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2000. Vefsíða. 25. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=948>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er bakborði til vinstri og stjórnborði til hægri í flugvélum eins og í skipum, þó að flugstjórinn sé til vinstri?
Í söfnum Orðabókar Háskólans eru engin dæmi um notkun orðanna bakborði/stjórnborði í flugvélum. Við höfðum því samband við tvo reynda flugmenn sem sögðu okkur að slík notkun tíðkaðist ekki í flugmáli.

Þess má geta að orðið stjórnborði er upphaflega dregið af því að stýrið var hægra megin á skipum en bakborði af því að stýrimaður sneri bakinu til vinstri miðað við hreyfingarstefnu skipsins. Þessi orð eiga sér nánar hliðstæður í Norðurlandamálunum, samanber dönsku 'styrbord/bagbord' og sænsku 'styrbord/babord' þar sem seinna orðið hefur breyst lítillega. Enska orðið 'starboard' hefur einnig breyst nokkuð frá upphaflegri mynd sem var hliðstæð þeirri norrænu. Hins vegar heitir vinstri skipshliðin 'port' á ensku og er það trúlega dregið af því að skip með stýrið hægra megin hafa snúið vinstri hliðinni að bryggju.

...