Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða tungumál eru germönsk, rómönsk og slavnesk?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun


Germönskum málum er skipt í þrjár greinar: norðurgermönsk mál, vesturgermönsk mál og austurgermönsk mál.

Norðurgermönsk mál eru: íslenska, færeyska, norska, danska, sænska.

Vesturgermönsk mál eru: enska, þýska, hollenska, frísneska.

Til austurgermanskra mála telst aðeins gotneska sem hvergi er töluð nú.

Rómönsk mál teljast undirgrein einnar af þremur greinum ítalískra mála, og rekja rætur sínar til latínu á sögulegum tíma. Hinar tvær greinarnar eru oskíska og umbríska.

Til rómanskra mála teljast: franska, spænska, portúgalska, ítalska, retórómanska, katalanska, rúmenska.

Slavneskum málum er skipt í þrjá flokka: vesturslavnesk mál, suðurslavnesk mál og austurslavnesk mál.

Vesturslavnesk mál eru: tékkneska, slóvakíska, pólska, sorbneska.

Suðurslavnesk mál eru: slóveníska, serbó-króatíska, makedónska, búlgarska.

Austurslavnesk mál eru: rússneska og úkraínska.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvað skiptast indó-evrópsk tungumál í marga flokka?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.9.2000

Spyrjandi

Kristján Heiðar Jóhannsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða tungumál eru germönsk, rómönsk og slavnesk?“ Vísindavefurinn, 29. september 2000, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=949.

Guðrún Kvaran. (2000, 29. september). Hvaða tungumál eru germönsk, rómönsk og slavnesk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=949

Guðrún Kvaran. „Hvaða tungumál eru germönsk, rómönsk og slavnesk?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2000. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=949>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða tungumál eru germönsk, rómönsk og slavnesk?


Germönskum málum er skipt í þrjár greinar: norðurgermönsk mál, vesturgermönsk mál og austurgermönsk mál.

Norðurgermönsk mál eru: íslenska, færeyska, norska, danska, sænska.

Vesturgermönsk mál eru: enska, þýska, hollenska, frísneska.

Til austurgermanskra mála telst aðeins gotneska sem hvergi er töluð nú.

Rómönsk mál teljast undirgrein einnar af þremur greinum ítalískra mála, og rekja rætur sínar til latínu á sögulegum tíma. Hinar tvær greinarnar eru oskíska og umbríska.

Til rómanskra mála teljast: franska, spænska, portúgalska, ítalska, retórómanska, katalanska, rúmenska.

Slavneskum málum er skipt í þrjá flokka: vesturslavnesk mál, suðurslavnesk mál og austurslavnesk mál.

Vesturslavnesk mál eru: tékkneska, slóvakíska, pólska, sorbneska.

Suðurslavnesk mál eru: slóveníska, serbó-króatíska, makedónska, búlgarska.

Austurslavnesk mál eru: rússneska og úkraínska.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvað skiptast indó-evrópsk tungumál í marga flokka? ...