Sólin Sólin Rís 08:57 • sest 18:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:39 • Sest 09:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:12 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:01 • Síðdegis: 12:30 í Reykjavík

Af hverju breytist liturinn á steinum þegar þeir eru settir í vatn?

Einar Karl Friðriksson

Steinar og margir aðrir hlutir virðast mun dekkri á litinn þegar þeir eru blautir en liturinn sjálfur er í raun sá sami.

Dæmigerður steinn er grár eða grá-svartur, ögn hrjúfur og með mattri áferð. Ef yfirborð steinsins er skoðað með stækkunargleri sést að það er alls ekki spegilslétt og einsleitt. Ef við skerum hins vegar sneið af steininum og slípum slétta yfirborðið sem myndast verður það spegilslétt og nær svart. Þetta sést á legsteinum sem oft eru gráir og “náttúrulegir” á hliðunum en með slípaða framhlið sem er miklu dekkri.

Þegar steinn blotnar má einnig segja að yfirborð hans verði sléttara, þar sem vatnið fyllir upp í holur og misfellur og myndar þannig jafnara yfirborð sem gefur meira og reglulegra endurkast ljósgeisla. Því virðist hluturinn dekkri nema horft sé beint í þá átt sem mest ljós endurkastast frá en þá sér maður það sem við köllum glampann frá hlutnum.

Sjá einnig:

Svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað eru litir?

Svar Hauks Más Helgasonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna eru grunnlitir listmálara gulur, rauður og blár en grunnlitir tölvuskjáa og sjónvarpa rauður, grænn og blár?

Svar Jóhannesar Kára Kristinssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna er svona erfitt að lesa rauða stafi á bláum grunni?

Svar Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Eru til litir sem mannsaugað greinir ekki?

Höfundur

Útgáfudagur

5.10.2000

Spyrjandi

Sindri Bergsson, f. 1991

Tilvísun

Einar Karl Friðriksson. „Af hverju breytist liturinn á steinum þegar þeir eru settir í vatn?“ Vísindavefurinn, 5. október 2000. Sótt 23. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=971.

Einar Karl Friðriksson. (2000, 5. október). Af hverju breytist liturinn á steinum þegar þeir eru settir í vatn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=971

Einar Karl Friðriksson. „Af hverju breytist liturinn á steinum þegar þeir eru settir í vatn?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2000. Vefsíða. 23. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=971>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju breytist liturinn á steinum þegar þeir eru settir í vatn?
Steinar og margir aðrir hlutir virðast mun dekkri á litinn þegar þeir eru blautir en liturinn sjálfur er í raun sá sami.

Dæmigerður steinn er grár eða grá-svartur, ögn hrjúfur og með mattri áferð. Ef yfirborð steinsins er skoðað með stækkunargleri sést að það er alls ekki spegilslétt og einsleitt. Ef við skerum hins vegar sneið af steininum og slípum slétta yfirborðið sem myndast verður það spegilslétt og nær svart. Þetta sést á legsteinum sem oft eru gráir og “náttúrulegir” á hliðunum en með slípaða framhlið sem er miklu dekkri.

Þegar steinn blotnar má einnig segja að yfirborð hans verði sléttara, þar sem vatnið fyllir upp í holur og misfellur og myndar þannig jafnara yfirborð sem gefur meira og reglulegra endurkast ljósgeisla. Því virðist hluturinn dekkri nema horft sé beint í þá átt sem mest ljós endurkastast frá en þá sér maður það sem við köllum glampann frá hlutnum.

Sjá einnig:

Svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað eru litir?

Svar Hauks Más Helgasonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna eru grunnlitir listmálara gulur, rauður og blár en grunnlitir tölvuskjáa og sjónvarpa rauður, grænn og blár?

Svar Jóhannesar Kára Kristinssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna er svona erfitt að lesa rauða stafi á bláum grunni?

Svar Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Eru til litir sem mannsaugað greinir ekki?

...