Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju límist lím?

Einar Karl Friðriksson

Lím eru af ýmsum gerðum en verka þó flest með sambærilegum hætti. Flest lím sem við notum dagsdaglega eru blönduð vatni eða öðrum leysiefnum (vökva) en í mismiklum mæli þó.

Virku efnin í líminu eru þannig gerð að í þeim eru efnahópar sem mynda veik tengi við sameindir á yfirborði þeirra hluta sem límið getur límt. Algengust slíkra tengja eru vetnistengi. Sömu tengi gera til dæmis það að verkum að hafragrautur hangir saman og límist við fingur á manni sem af einhverjum ástæðum dýfir þeim í grautinn sinn, kannski til að rannsaka efnafræðilega eiginleika grautarins! Hafragrautur er samt óhentugt lím því að ekki er hægt að strjúka mjög þunnu lagi af graut á hlut sem á að líma, hann þornar frekar hægt og leysist fjótt í vatni.

Í gamla daga var lím búið til úr náttúrulegum efnum, oftast úr gelatíni eða sterkju, en bæði efnin geta myndað mikið af vetnistengjum. Gelatín er búið til með því að sjóða kollagenprótínrík efni – horn, klaufir, húðir og bein – í sýrulausn, og sterkju má finna í kartöflum, enda er kartöflumjöl blandað vatni þokkalegt lím.

Sterk lím eru þó af öðrum toga og mynda mun sterkari tengi, samgild efnatengi, milli límsins og þeirra flata sem límdir eru saman. Oft er þá um að ræða að efni í líminu hvarfast við nærliggjandi sameindir, til dæmis fyrir tilstilli raka sem ávallt er til staðar í einhverju magni í lofti og á yfirborði hluta, eða þá að efnum úr tveimur túpum er blandað saman til að koma af stað hvörfum annars vegar milli límefnanna sjálfra og hins vegar milli límsins og flatanna sem límið er borið á.

Höfundur

Útgáfudagur

5.10.2000

Spyrjandi

Sveinbjörn og Kristófer Ari

Efnisorð

Tilvísun

Einar Karl Friðriksson. „Af hverju límist lím?“ Vísindavefurinn, 5. október 2000, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=973.

Einar Karl Friðriksson. (2000, 5. október). Af hverju límist lím? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=973

Einar Karl Friðriksson. „Af hverju límist lím?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2000. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=973>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju límist lím?
Lím eru af ýmsum gerðum en verka þó flest með sambærilegum hætti. Flest lím sem við notum dagsdaglega eru blönduð vatni eða öðrum leysiefnum (vökva) en í mismiklum mæli þó.

Virku efnin í líminu eru þannig gerð að í þeim eru efnahópar sem mynda veik tengi við sameindir á yfirborði þeirra hluta sem límið getur límt. Algengust slíkra tengja eru vetnistengi. Sömu tengi gera til dæmis það að verkum að hafragrautur hangir saman og límist við fingur á manni sem af einhverjum ástæðum dýfir þeim í grautinn sinn, kannski til að rannsaka efnafræðilega eiginleika grautarins! Hafragrautur er samt óhentugt lím því að ekki er hægt að strjúka mjög þunnu lagi af graut á hlut sem á að líma, hann þornar frekar hægt og leysist fjótt í vatni.

Í gamla daga var lím búið til úr náttúrulegum efnum, oftast úr gelatíni eða sterkju, en bæði efnin geta myndað mikið af vetnistengjum. Gelatín er búið til með því að sjóða kollagenprótínrík efni – horn, klaufir, húðir og bein – í sýrulausn, og sterkju má finna í kartöflum, enda er kartöflumjöl blandað vatni þokkalegt lím.

Sterk lím eru þó af öðrum toga og mynda mun sterkari tengi, samgild efnatengi, milli límsins og þeirra flata sem límdir eru saman. Oft er þá um að ræða að efni í líminu hvarfast við nærliggjandi sameindir, til dæmis fyrir tilstilli raka sem ávallt er til staðar í einhverju magni í lofti og á yfirborði hluta, eða þá að efnum úr tveimur túpum er blandað saman til að koma af stað hvörfum annars vegar milli límefnanna sjálfra og hins vegar milli límsins og flatanna sem límið er borið á.

...