Sólin Sólin Rís 10:34 • sest 16:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:35 • Sest 11:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:46 • Síðdegis: 22:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík

Hvernig og hvenær varð Sádi-Arabía til sem ríki?

Árni Freyr Magnússon

Sádi-Arabía er eitt af valdamestu ríkjum veraldar. Saga landsins er viðamikil og löng. Sú Sádi-Arabía sem við þekkjum í dag varð til árið 1932. Stofnun konungsríkisins var afleiðing af langvinnri ættbálkadeilu sem Sádi-fjölskyldan sigraði.

Átökin brutust út í upphafi 20. aldar þegar Ibn Saud, höfuð Sádi-fjölskyldunnar og seinna fyrsti konungur Sádi-Arabíu, safnaði saman nokkrum tugum hermanna sem fengnir voru fyrir stuðning emírsins í Kúveit og réðst til atlögu við borgina Riyadh. Riyadh var heimaborg Sádi-fjölskyldunnar þangað til faðir Ibn Saud tapaði henni í orrustu 1891 og þurfti fjölskyldan að leggja á flótta til Kúveit. Það tók Ibn Saud og menn hans einungis nokkrar klukkustundir að ná borginni á sitt vald. Ibn Saud hafði sýnt það og sannað að mannkostir góðs leiðtoga einkenndu hann og stofnaði hann borgríki í kringum Riyadh og varð sjálfur emír. Þessi stofnun ríkis Ibn Saud var fyrsti vísirinn af þeirri Sádi-Arabíu sem við þekkjum í dag.

Ibn Saud lét ekki þarna við sitja og hóf að þenja út veldi sitt á kostnað þeirra ættbálka sem stjórnuðu löndum í kringum hann. Einn af þeim ættbálkaleiðtogum sem óttuðust mjög Ibn Saud og aukin áhrif hans í Arabíu var maður að nafni Abdulaziz ibn Mutib. Hann stjórnaði meirihlutanum af því landssvæði sem í dag tilheyrir Sádi-Arabíu, en ríki hans nefndist Al Rashid. Eftir því sem veldi Ibn Saud jókst brá Abdulaziz á það ráð að leita á náðir Ottómanaveldisins um hernaðarlega aðstoð. Ottómanar sendu í kjölfarið hermenn til Arabíu og gjörsigruðu heri Ibn Saud í júní 1904.

Ibn Saud brá á það ráð að standa fyrir öflugum skæruhernaði sem gekk vel. Stríðið við sameinaða heri Abdulaziz og Ottómana náði svo hápunkti í október 1906 þegar Ibn Saud og menn hans gersigruðu óvininn og hrökktu hann á flótta. Ottómanar flúðu þá til hafnarborgarinnar Hasa við Rauðahafið þar sem þeir hreiðruðu um sig. Þeir viðurkenndu þó yfirráð Ibn Saud yfir borgunum Qasim, Unayza og Buraydah.

Ibn Saud var hvergi nærri hættur og árið 1913 hélt hann áfram árásum á Ottómana til þess að ná yfirráðum yfir austurströnd Arabíu við Rauðahafið. Þrátt fyrir stríð Sáda við Ottómana litu Bretar, sem á þessum tíma voru ráðandi heimsveldi í Mið-Austurlöndum, á Sádana sem leppríki Ottómana og neituðu að veita þeim hjálparhönd.

Ibn Saud varð fyrsti konungur Sádi-Arabíu. Hann er lengst til hægri á myndinni sem er tekin árið 1934.

Þegar fyrri heimstyrjöldin braust út jókst eftirspurn eftir bandamönnum hjá stríðandi fylkingum. Ottómanar leituðu til Ibn Saud með friðarályktanir sem fólust í megindráttum í því að hann mætti halda því landssvæði sem hann hefði náð undir sig og vopnahléi yrði komið á en honum var jafnframt bannað að eiga í samskiptum við útlendinga, þá sérstaklega Breta. Ibn Saud sem lengi hafði falast eftir stuðningi Breta í barráttunni við Ottómanana samþykkti þessa skilmála en ekki leið á löngu þar til sendifulltrúi frá Bretum kom á fund Ibn Saud.

Ibn Saud vissi að herir Ottómanar væru uppteknir á vígvöllum fyrri heimstyrjaldarinnar í norðri. Innlendir óvinir Sádi-fjölskyldunnar höfðu reitt sig á hernaðarmátt Ottómana til að vernda sig, en þegar sá verndarvængur var ekki til staðar var voðinn vís. Ibn Saud gerði sér grein fyrir að Ottómanar höfðu engann hernaðarmátt í Arabíu til þess að ganga úr skugga um að hann virti sinn hluta af samkomulaginu. Ibn Saud ákvað þess vegna að semja við Breta.

Bretar sendu mann að nafni William Shakespear (1878-1915) til Ibn Saud í þeim tilgangi að koma á traustu og vinarlegu stjórnmálasambandi þeirra á milli. Þeir Shakespear og Saud urðu miklir vinir og var sá fyrrnefndi hernaðarráðgjafi hins síðarnefnda í stríðinu við Ottómana. Shakespear bauð Ibn Saud vernd og viðurkenningu breska heimsveldisins, gegn því að þeir héldu áfram stöðugum árásum sínum á Ottómana.

Ibn Saud ásamt Franklin D. Roosevelt, 14. febrúar 1945.

Þegar fyrri heimstyrjöldin leið undir lok hafði staða Ibn Saud í Arabíu styrkst verulegu sökum stuðnings Breta. Ottómana-veldið var úr sögunni svo óvinir Saud í Arabíu sem höfðu treyst á stuðning Ottómana voru í vanda staddir. Í ágúst 1921 sátu menn Ibn Saud um borgina Hail í norð-vesturhluta núverandi Sádi-Arabíu. Borgin var höfuðborg mikilvægra andstæðinga Ibn Saud, Rashidi-fjölskyldunnar. Eftir stutt umsátur gáfust þeir upp og sóru Ibn Saud hollustueið. Borgin hafði verið miðstöð menningar og viðskipta í ríki Rashidi-fjölskyldunnar en eftir að Saud fjölskyldan hertók hana var embættismönnunum skipað að flytjast til Riyadh en margir íbúanna urðu að flýja á náðir Faisals konungs í Írak. Við hertöku borgarinnar stækkaði landsvæði Ibn Saud til norðurs og hugmyndir hans urðu leiðandi í pólitíkinni í Arabíu.

Árið 1922 var staða Ibn Saud orðin það sterk að hann gat leyft sér að kalla til fulltrúa Breta og endursemja um bandalag þeirra á milli. Úr varð samningur þar sem Bretar viðurkenndu þau lönd sem Ibn Saud hafði lagt undir sig og hann viðurkenndi jafnframt lönd Breta í Mið-Austurlöndum.

Ibn Saud hélt áfram að herja á óvini sína í Arabíu og árið 1925 lagði hann borgina Mekka undir sig. Árið 1928 höfðu herdeildir Ibn Saud lagt undir sig mest allan Arabíuskagann og þann 23. september 1932 bjó hann til konungsríki sem hann skírði í höfuðið á sjálfum sér og nefndi Sádi-Arabíu.

Heimildir:
 • Armajan, Yahya, Middle East. Past and Present (London 1970).
 • Cleveland, William L., A History of the Modern Middle East (Oxford 2004).
 • Cordesman, Anthony H., Saudi Arabia. Guarding the Desert Kingdom (Oxford 1997).
 • Harik, Antoun, Rural Politics and Social Change in the Middle East (Ontario 1972).
 • Hourani, Albert, The Emergence of the Modern Middle East (London 1981).
 • Lewis, Bernhard, The Middle East, 2000 years of History from the Rise of Christianity to the Present Day (London 1995).
 • Lust, Ellen, The Middle East (Washington 2011).
 • Yapp, M.E., The Near East since the First World War (New York 1991).

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu TRÚ203G Mið-Austurlönd: Trúarbrögð, stjórnmál, og saga vorið 2016 í umsjón Magnúsar Þorkels Bernharðssonar.

Höfundur

Árni Freyr Magnússon

B.A.-nemi í sagnfræði

Útgáfudagur

15.4.2016

Spyrjandi

Íris Sigurðardóttir

Tilvísun

Árni Freyr Magnússon. „Hvernig og hvenær varð Sádi-Arabía til sem ríki?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2016. Sótt 23. janúar 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=9840.

Árni Freyr Magnússon. (2016, 15. apríl). Hvernig og hvenær varð Sádi-Arabía til sem ríki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=9840

Árni Freyr Magnússon. „Hvernig og hvenær varð Sádi-Arabía til sem ríki?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2016. Vefsíða. 23. jan. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=9840>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig og hvenær varð Sádi-Arabía til sem ríki?
Sádi-Arabía er eitt af valdamestu ríkjum veraldar. Saga landsins er viðamikil og löng. Sú Sádi-Arabía sem við þekkjum í dag varð til árið 1932. Stofnun konungsríkisins var afleiðing af langvinnri ættbálkadeilu sem Sádi-fjölskyldan sigraði.

Átökin brutust út í upphafi 20. aldar þegar Ibn Saud, höfuð Sádi-fjölskyldunnar og seinna fyrsti konungur Sádi-Arabíu, safnaði saman nokkrum tugum hermanna sem fengnir voru fyrir stuðning emírsins í Kúveit og réðst til atlögu við borgina Riyadh. Riyadh var heimaborg Sádi-fjölskyldunnar þangað til faðir Ibn Saud tapaði henni í orrustu 1891 og þurfti fjölskyldan að leggja á flótta til Kúveit. Það tók Ibn Saud og menn hans einungis nokkrar klukkustundir að ná borginni á sitt vald. Ibn Saud hafði sýnt það og sannað að mannkostir góðs leiðtoga einkenndu hann og stofnaði hann borgríki í kringum Riyadh og varð sjálfur emír. Þessi stofnun ríkis Ibn Saud var fyrsti vísirinn af þeirri Sádi-Arabíu sem við þekkjum í dag.

Ibn Saud lét ekki þarna við sitja og hóf að þenja út veldi sitt á kostnað þeirra ættbálka sem stjórnuðu löndum í kringum hann. Einn af þeim ættbálkaleiðtogum sem óttuðust mjög Ibn Saud og aukin áhrif hans í Arabíu var maður að nafni Abdulaziz ibn Mutib. Hann stjórnaði meirihlutanum af því landssvæði sem í dag tilheyrir Sádi-Arabíu, en ríki hans nefndist Al Rashid. Eftir því sem veldi Ibn Saud jókst brá Abdulaziz á það ráð að leita á náðir Ottómanaveldisins um hernaðarlega aðstoð. Ottómanar sendu í kjölfarið hermenn til Arabíu og gjörsigruðu heri Ibn Saud í júní 1904.

Ibn Saud brá á það ráð að standa fyrir öflugum skæruhernaði sem gekk vel. Stríðið við sameinaða heri Abdulaziz og Ottómana náði svo hápunkti í október 1906 þegar Ibn Saud og menn hans gersigruðu óvininn og hrökktu hann á flótta. Ottómanar flúðu þá til hafnarborgarinnar Hasa við Rauðahafið þar sem þeir hreiðruðu um sig. Þeir viðurkenndu þó yfirráð Ibn Saud yfir borgunum Qasim, Unayza og Buraydah.

Ibn Saud var hvergi nærri hættur og árið 1913 hélt hann áfram árásum á Ottómana til þess að ná yfirráðum yfir austurströnd Arabíu við Rauðahafið. Þrátt fyrir stríð Sáda við Ottómana litu Bretar, sem á þessum tíma voru ráðandi heimsveldi í Mið-Austurlöndum, á Sádana sem leppríki Ottómana og neituðu að veita þeim hjálparhönd.

Ibn Saud varð fyrsti konungur Sádi-Arabíu. Hann er lengst til hægri á myndinni sem er tekin árið 1934.

Þegar fyrri heimstyrjöldin braust út jókst eftirspurn eftir bandamönnum hjá stríðandi fylkingum. Ottómanar leituðu til Ibn Saud með friðarályktanir sem fólust í megindráttum í því að hann mætti halda því landssvæði sem hann hefði náð undir sig og vopnahléi yrði komið á en honum var jafnframt bannað að eiga í samskiptum við útlendinga, þá sérstaklega Breta. Ibn Saud sem lengi hafði falast eftir stuðningi Breta í barráttunni við Ottómanana samþykkti þessa skilmála en ekki leið á löngu þar til sendifulltrúi frá Bretum kom á fund Ibn Saud.

Ibn Saud vissi að herir Ottómanar væru uppteknir á vígvöllum fyrri heimstyrjaldarinnar í norðri. Innlendir óvinir Sádi-fjölskyldunnar höfðu reitt sig á hernaðarmátt Ottómana til að vernda sig, en þegar sá verndarvængur var ekki til staðar var voðinn vís. Ibn Saud gerði sér grein fyrir að Ottómanar höfðu engann hernaðarmátt í Arabíu til þess að ganga úr skugga um að hann virti sinn hluta af samkomulaginu. Ibn Saud ákvað þess vegna að semja við Breta.

Bretar sendu mann að nafni William Shakespear (1878-1915) til Ibn Saud í þeim tilgangi að koma á traustu og vinarlegu stjórnmálasambandi þeirra á milli. Þeir Shakespear og Saud urðu miklir vinir og var sá fyrrnefndi hernaðarráðgjafi hins síðarnefnda í stríðinu við Ottómana. Shakespear bauð Ibn Saud vernd og viðurkenningu breska heimsveldisins, gegn því að þeir héldu áfram stöðugum árásum sínum á Ottómana.

Ibn Saud ásamt Franklin D. Roosevelt, 14. febrúar 1945.

Þegar fyrri heimstyrjöldin leið undir lok hafði staða Ibn Saud í Arabíu styrkst verulegu sökum stuðnings Breta. Ottómana-veldið var úr sögunni svo óvinir Saud í Arabíu sem höfðu treyst á stuðning Ottómana voru í vanda staddir. Í ágúst 1921 sátu menn Ibn Saud um borgina Hail í norð-vesturhluta núverandi Sádi-Arabíu. Borgin var höfuðborg mikilvægra andstæðinga Ibn Saud, Rashidi-fjölskyldunnar. Eftir stutt umsátur gáfust þeir upp og sóru Ibn Saud hollustueið. Borgin hafði verið miðstöð menningar og viðskipta í ríki Rashidi-fjölskyldunnar en eftir að Saud fjölskyldan hertók hana var embættismönnunum skipað að flytjast til Riyadh en margir íbúanna urðu að flýja á náðir Faisals konungs í Írak. Við hertöku borgarinnar stækkaði landsvæði Ibn Saud til norðurs og hugmyndir hans urðu leiðandi í pólitíkinni í Arabíu.

Árið 1922 var staða Ibn Saud orðin það sterk að hann gat leyft sér að kalla til fulltrúa Breta og endursemja um bandalag þeirra á milli. Úr varð samningur þar sem Bretar viðurkenndu þau lönd sem Ibn Saud hafði lagt undir sig og hann viðurkenndi jafnframt lönd Breta í Mið-Austurlöndum.

Ibn Saud hélt áfram að herja á óvini sína í Arabíu og árið 1925 lagði hann borgina Mekka undir sig. Árið 1928 höfðu herdeildir Ibn Saud lagt undir sig mest allan Arabíuskagann og þann 23. september 1932 bjó hann til konungsríki sem hann skírði í höfuðið á sjálfum sér og nefndi Sádi-Arabíu.

Heimildir:
 • Armajan, Yahya, Middle East. Past and Present (London 1970).
 • Cleveland, William L., A History of the Modern Middle East (Oxford 2004).
 • Cordesman, Anthony H., Saudi Arabia. Guarding the Desert Kingdom (Oxford 1997).
 • Harik, Antoun, Rural Politics and Social Change in the Middle East (Ontario 1972).
 • Hourani, Albert, The Emergence of the Modern Middle East (London 1981).
 • Lewis, Bernhard, The Middle East, 2000 years of History from the Rise of Christianity to the Present Day (London 1995).
 • Lust, Ellen, The Middle East (Washington 2011).
 • Yapp, M.E., The Near East since the First World War (New York 1991).

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu TRÚ203G Mið-Austurlönd: Trúarbrögð, stjórnmál, og saga vorið 2016 í umsjón Magnúsar Þorkels Bernharðssonar.

...