Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef vetni er brennt, hvert verður þá afgasið?

ÞV

Bruni efnis felst í því að það gengur í sambandi við súrefni (ildi), til dæmis súrefnið í andrúmsloftinu. Ef vetnið er í gasham fyrir brunann eru sameindir þess tvíatóma og er slík sameind táknuð með H2. Súrefnissameindirnar í loftinu eru líka tvíatóma og eru þær táknaðar með O2. Efnajafnan fyrir hvörfin þegar vetni brennur er
2 H2 + O2 -> 2 H2O
Hér hafa öll táknin þegar verið skýrð nema það síðasta en margir vita væntanlega að H2O táknar vatnssameind. Svarið við spurningunni er því vatn.

Mikil orka myndast við bruna vetnis. Hún kemur fram sem varmi og vatnið er því mjög heitt, svo heitt að það er í gasham, sem vatnsgufa.

Það að vetni myndar einmitt vatn við bruna er ein af ástæðum þess að menn horfa vonaraugum til vetnis sem eldsneytis í framtíðinni. Vatnsgufan sem verður til við brunann þéttist í lofthjúpnum og fellur til jarðar sem hreint og ómengað vatn.

Efnin sem mest hafa verið notuð sem eldsneyti fram að þessu, kol, olía og jarðgas, eiga það sammerkt að uppistaða þeirra er kolefni og mestöll orkan losnar þegar það brennur og myndar að lokum koltvísýring, CO2, sem er ein helsta gróðurhúsalofttegundin. En auk þess er kolefnið í þessum efnum ekki hreint og ýmis óæskileg efnasambönd myndast þegar önnur efni í eldsneytinu brenna.

Menn telja þess vegna að umhverfisáhrif af notkun vetnis sem eldsneytis, til dæmis í farartækjum, verði miklu minni en af jarðefnaeldsneytinu sem nú er notað.


Mynd: HB

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

16.10.2000

Spyrjandi

Frank F., Danmörku

Tilvísun

ÞV. „Ef vetni er brennt, hvert verður þá afgasið?“ Vísindavefurinn, 16. október 2000, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=993.

ÞV. (2000, 16. október). Ef vetni er brennt, hvert verður þá afgasið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=993

ÞV. „Ef vetni er brennt, hvert verður þá afgasið?“ Vísindavefurinn. 16. okt. 2000. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=993>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef vetni er brennt, hvert verður þá afgasið?
Bruni efnis felst í því að það gengur í sambandi við súrefni (ildi), til dæmis súrefnið í andrúmsloftinu. Ef vetnið er í gasham fyrir brunann eru sameindir þess tvíatóma og er slík sameind táknuð með H2. Súrefnissameindirnar í loftinu eru líka tvíatóma og eru þær táknaðar með O2. Efnajafnan fyrir hvörfin þegar vetni brennur er

2 H2 + O2 -> 2 H2O
Hér hafa öll táknin þegar verið skýrð nema það síðasta en margir vita væntanlega að H2O táknar vatnssameind. Svarið við spurningunni er því vatn.

Mikil orka myndast við bruna vetnis. Hún kemur fram sem varmi og vatnið er því mjög heitt, svo heitt að það er í gasham, sem vatnsgufa.

Það að vetni myndar einmitt vatn við bruna er ein af ástæðum þess að menn horfa vonaraugum til vetnis sem eldsneytis í framtíðinni. Vatnsgufan sem verður til við brunann þéttist í lofthjúpnum og fellur til jarðar sem hreint og ómengað vatn.

Efnin sem mest hafa verið notuð sem eldsneyti fram að þessu, kol, olía og jarðgas, eiga það sammerkt að uppistaða þeirra er kolefni og mestöll orkan losnar þegar það brennur og myndar að lokum koltvísýring, CO2, sem er ein helsta gróðurhúsalofttegundin. En auk þess er kolefnið í þessum efnum ekki hreint og ýmis óæskileg efnasambönd myndast þegar önnur efni í eldsneytinu brenna.

Menn telja þess vegna að umhverfisáhrif af notkun vetnis sem eldsneytis, til dæmis í farartækjum, verði miklu minni en af jarðefnaeldsneytinu sem nú er notað.


Mynd: HB...