Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvers vegna grána mannshár?

Bergþór Björnsson

Hár vaxa upp frá hársrótum og í þeim eru frumur sem framleiða litarefni sem kallast melanin (pheomelanin í rauðhærðu fólki). Þegar fólk tekur að eldast byrja þessar frumur að hrörna og við það minnkar framleiðsla þeirra á áðurnefndu litarefni. Almennt má gera ráð fyrir að þessi hrörnun byrji í kringum 30 ára aldur hjá körlum en 35 ára aldur hjá konum. Þessar tölur eru þó mjög breytilegar frá einum einstaklingi til annars. Athyglisvert er að fólk hefur tilhneigingu til að fá grá hár fyrr nú á dögum en áður. Þótt orsakir þess séu ekki þekktar til hlítar er talið líklegt að breytingar á mataræði og lífsstíl, svo og aukin umhverfismengun, hafi þar sitt að segja.

Til viðbótar við þessa eðlilegu hrörnun má nefna aðrar orsakir sem geta komið í veg fyrir framleiðslu melanins, svo sem áverka og meðfædda sjúkdóma. Meðal sjúkdóma sem hafa áhrif af þessu tagi er að minnsta kosti einn erfðasjúkdómur sem kallast Waardenburg-heilkenni (Waardenburg syndrome) og hefur fólk með þann sjúkdóm oft gráan eða hvítan lokk í hári auk annarra einkenna. Þá benda nýlegar rannsóknir á músum til þess að gallar í genum, sem hafa fyrst og fremst með starfsemi ónæmiskerfisins að gera, geti gert það að verkum að hár gráni hraðar en ella. Hvort þetta hefur þýðingu fyrir mannfólkið er þó of snemmt að segja til um.

Sjá einnig svar Pálma V. Jónssonar við Af hverju eldumst við?


Mynd: HB

Höfundur

Útgáfudagur

16.10.2000

Spyrjandi

Bergur Ísleifsson; Gunnar Wiencke

Tilvísun

Bergþór Björnsson. „Hvers vegna grána mannshár?“ Vísindavefurinn, 16. október 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=994.

Bergþór Björnsson. (2000, 16. október). Hvers vegna grána mannshár? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=994

Bergþór Björnsson. „Hvers vegna grána mannshár?“ Vísindavefurinn. 16. okt. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=994>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna grána mannshár?
Hár vaxa upp frá hársrótum og í þeim eru frumur sem framleiða litarefni sem kallast melanin (pheomelanin í rauðhærðu fólki). Þegar fólk tekur að eldast byrja þessar frumur að hrörna og við það minnkar framleiðsla þeirra á áðurnefndu litarefni. Almennt má gera ráð fyrir að þessi hrörnun byrji í kringum 30 ára aldur hjá körlum en 35 ára aldur hjá konum. Þessar tölur eru þó mjög breytilegar frá einum einstaklingi til annars. Athyglisvert er að fólk hefur tilhneigingu til að fá grá hár fyrr nú á dögum en áður. Þótt orsakir þess séu ekki þekktar til hlítar er talið líklegt að breytingar á mataræði og lífsstíl, svo og aukin umhverfismengun, hafi þar sitt að segja.

Til viðbótar við þessa eðlilegu hrörnun má nefna aðrar orsakir sem geta komið í veg fyrir framleiðslu melanins, svo sem áverka og meðfædda sjúkdóma. Meðal sjúkdóma sem hafa áhrif af þessu tagi er að minnsta kosti einn erfðasjúkdómur sem kallast Waardenburg-heilkenni (Waardenburg syndrome) og hefur fólk með þann sjúkdóm oft gráan eða hvítan lokk í hári auk annarra einkenna. Þá benda nýlegar rannsóknir á músum til þess að gallar í genum, sem hafa fyrst og fremst með starfsemi ónæmiskerfisins að gera, geti gert það að verkum að hár gráni hraðar en ella. Hvort þetta hefur þýðingu fyrir mannfólkið er þó of snemmt að segja til um.

Sjá einnig svar Pálma V. Jónssonar við Af hverju eldumst við?


Mynd: HB...