Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Eru kannanir áreiðanlegar ef fólki er borgað fyrir að taka þátt í þeim?

Anton Örn Karlsson

Hátt svarhlutfall er mikilvægur þáttur í gæðum kannana. Af þessum ástæðum grípa rannsakendur til ýmissa ráðstafana til að stemma stigu við brottfalli og að hvetja þá sem valdir eru í úrtak til að svara spurningalista viðkomandi könnunar. Til dæmis eru send kynningarbréf áður en framkvæmd könnunar hefst, boðið er upp á fleiri en eina leið við að svara spurningalistanum eða að umbun af einhverju tagi er veitt. Almennt séð hafa rannsóknir bent til þess að umbun geti hækkað svarhlutfall kannana umtalsvert, þvert á tegundir kannana og form gagnasöfnunar, þó áhrifin virðist sterkust í póstkönnunum.

Umbun í könnunum getur verið af ýmsu tagi. Hægt er að veita umbun fyrirfram (þá er umbunin jafnan send öllum í úrtakinu, til dæmis með kynningarbréfi könnunarinnar) eða eftir á, þegar svar hefur borist frá viðkomandi úrtakseiningu. Umbun getur verið í formi peninga, gjafar eða happdrættis.

Umbun, til dæmis í formi peninga, gjafa eða happdrættis, getur verið leið til þess að hækka svarhlutfall og þannig mögulega haft áhrif á gæði könnunar.

Almennt séð hafa rannsóknir bent til þess að umbun hafi jákvæð áhrif á svarhlutfall úrtakskannana á þann hátt að hvers kyns umbun hækkar svarhlutfallið. Fyrirfram umbun hefur meiri áhrif heldur en eftirágreidd umbun og umbun í peningum eykur svörun meira en gjöf til úrtakseininga. Rannsóknir á áhrifum þess að úrtakseiningar eða svarendur fari í happdrætti eru ekki samhljóða þar sem í sumum tilvikum hefur happdrætti engin áhrif en í öðrum smávægileg. Að minnsta kosti er nokkuð ljóst að þó happdrætti kunni að auka svarhlutfall, þá er það mun minna en bein fjárhagsleg umbun.

Ýmsar skýringar eru á áhrifum umbunar á svarhlutfall kannana. Samkvæmt svonefndu leverage-saliancy-líkani (sem þýða má sem líkan um vogarafl og athygli) tekur fólk ákvörðun um þátttöku í könnunum með því að íhuga og vigta alla kosti þess og galla þess að svara viðkomandi spurningalista. Ef gallarnir vega þyngra er þátttökubeiðninni hafnað, ef kostirnir vega þyngra er þátttökubeiðnin samþykkt. Helsta markmið rannsakanda er því að auka sýnileika þeirra atriða sem eru líklegust til að snúa fólki á sveif með því að samþykkja þátttökubeiðnina, til dæmis umfjöllunarefni könnunarinnar, öryggi upplýsinganna, hversu stutt könnunin er og svo framvegis.

Önnur kenning sem skýrir aukna svörun í könnunum þar sem umbun er í boði er gagnkvæmnireglan (e. reciprocity principle). Gagnkvæmnireglan lýsir því að jafnan höfum við jákvæðara viðhorf til þeirra sem hafa gefið okkur eitthvað eða gert eitthvað fyrir okkur, og erum þar með líklegri til að samþykkja bón frá þeim. Í þessu sambandi erum við líklegri til að samþykkja þátttökubeiðni í könnun ef við höfum fengið gjöf frá þeim sem stendur fyrir könnuninni. Það skýrir einnig af hverju fyrirframgreidd umbun hefur enn meiri áhrif á svarhlutfall heldur en eftirágreidd umbun.

Gagnkvæmnireglan lýsir því að jafnan höfum við jákvæðara viðhorf til þeirra sem hafa gefið okkur eitthvað eða gert eitthvað fyrir okkur og erum þar með líklegri til að samþykkja bón frá þeim.

Mikilvægt er að hafa í huga að svörun er aðeins einn þáttur sem hefur áhrif á gæði kannana og hugsanlega getur umbun (þó hún hafi jákvæð áhrif á svörun) skekkt niðurstöður í gegnum aðra þætti sem tengjast gæðum kannana. Helst hafa rannsóknir beinst að tveimur þáttum í þessu samhengi: Brottfallsskekkju og mælivillu.

Brottfallsskekkja lýsir sér þannig að endanlegur hópur þátttakenda í könnun (sem eru þeir sem samþykktu þátttökubeiðnina og svöruðu spurningunum) er ekki lýsandi fyrir þýðið í heild sinni, sem hefur aftur áhrif á niðurstöður könnunarinnar. Til dæmis gætu þeir sem ekki hafa áhuga á hjólreiðum neitað þátttöku í könnun um bíllausan lífsstíl. Þannig myndu niðurstöðurnar ekki gefa raunsanna mynd af aðstæðum í þýði, þar sem aðeins hjólaáhugafólk hefði svarað könnuninni og því væru niðurstöðurnar aðeins lýsing á þeirra högum og viðhorfum.

Ýmsar rannsóknir hafa beinst að þessu málefni. Í vissum tilvikum (en ekki öllum[1]) hefur umbun mismunandi áhrif eftir því um hvaða hópa ræðir[2], til dæmis getur umbun valdið því að fátækari svarendur taki frekar þátt[3], hægt er að auka líkurnar á þátttöku svarenda með lága menntun[4][5][6] auk þess sem umbun getur hækkað svarhlutfall meðal þeirra sem tilheyra ýmsum minnihlutahópum með tilliti til uppruna. Þessar niðurstöður, út af fyrir sig, benda ekki til þess að umbun geti dregið úr brottfallsskekkju, ekki nema viðkomandi bakgrunnsbreyta tengist þeim breytum sem könnunin beinist að. Til dæmis er mikilvægt að tryggja hátt svarhlutfall lágtekjufólks í könnun á lífskjörum og tekjum og í því tilfelli getur umbun dregið úr brottfallskekkju, að því gefnu að hún valdi háu svarhlutfalli lágtekjufólks.

Samkvæmt Singer (2002)[7] getur umbun dregið úr brottfallsskekkju þar sem hún er hvatning fyrir svarendur sem ekki hafa áhuga á umfjöllunarefni könnunarinnar til að svara. Ef ekki hefði verið fyrir umbun, hefðu þessir svarendur að öllum líkindum ekki samþykkt þátttökubeiðni könnunarinnar[8]. Í könnun á bíllausum lífsstíl gæti umbun valdið aukningu í svörun meðal þeirra sem ekki hafa áhuga á hjólreiðum og þannig dregið úr brottfallsskekkju í niðurstöðum rannsóknarinnar.

Mælivilla beinist að því hvernig spurningar könnunarinnar er lagðar fyrir og þeim svarað. Mælivilla er frávik mælingar í könnun, það er, svar við spurningu víkur frá raunverulegu gildi svaranda á þeirri breytu sem spurningunni er ætlað að mæla. Eins og gefur að skilja er mælivilla mikilvægur gæðaþáttur í könnunum.

Áhyggjur rannsakenda af áhrifum umbunar á mælivillu beinast aðallega að því að með umbun séu þeir fengnir til þátttöku sem hafa ekki áhuga á könnuninni og muni því ekki svara spurningunum af vandvirkni. Í rannsókn Medway og Tourangeau (2015)[9] kom í ljós að þátttakendur sem fengu umbun fyrir svörun voru almennt fljótari að svara spurningum könnunarinnar sem er einkenni á svörun sem oft er tengt hærri tíðni mælivillu. Þó fundust engin tengsl milli umbunar og ýmissa mælinga á mælivillu í gagnasafni rannsóknarinnar.

Umbun gæti leitt til þess að áhugalitlir svarendur taki þátt og vandi sig ekki eins mikið ... eða gæti leitt til þess að þátttakendur vandi svörin meira en ella.

Þess í stað hefur ítrekað komið fram í rannsóknum að svarendur sem fá umbunað eru ólíklegri til að sleppa að svara spurningum[10] auk þess sem þeir skrifa jafnan lengri svör við opnum spurningum sem bendir til þess að þeir séu vandvirkari í svörun sinni heldur en þeir sem ekki er umbunað fyrir þátttöku. Í öðrum rannsóknum[11][12][13][14] hafa engin tengsl mælst milli umbunar og gagnagæða. Hugsanlegt er að áhrif umbunar á þessa tegund gagnagæða tengist tegund atriðanna, til dæmis munur á viðhorfaspurningum og spurningum sem beinast að lýðfræðilegum eða efnahagslegum þáttum (Davern o.fl., 2003) eða hversu viðkvæm atriðin eru. Einnig kann að vera að áhrifin séu flóknari. Til dæmis komu fram samvirkniáhrif í rannsókn Grauenhorst, Blohm og Koch (2016)[15][16] milli aldurs og umbunar á þann hátt að eldri svarendur voru líklegri en yngri til að svara ekki öllum atriðum spurningalistans þegar engin umbun var veitt, en voru ólíklegri til þess þegar umbun var veitt.

Þegar á heildina er litið virðist nokkuð ljóst að umbun í könnunum eykur svarhlutfall, getur mögulega komið í veg fyrir brottfallsskekkju (þar sem svarlíkindi ólíklegra hópa í úrtakinu geta hækkað) og virðist ekki hafa teljandi áhrif á gæði mælingarinnar. Þó er vert að taka fram að ýmsum spurningum um áhrif umbunar í könnunum hefur enn ekki verið svarað.

Hins vegar er mikilvægt að nota mismunandi aðferðir til að hvetja svarendur til þátttöku í stað þess að treysta aðeins á eina aðferð. Með því má auka líkurnar á því að mismunandi hópar svarenda taki þátt og þar með draga úr hættunni á brottfallsskekkju.

Tilvísanir:
  1. ^ Medway, R. L. og Tourangeau, R. (2015). Response Quality in Telephone Surveys Do Prepaid Cash Incentives Make a Difference? Public Opinion Quarterly, 79(2), 524-543.
  2. ^ Pforr, K., Blohm, M., Blom, A. G., Erdel, B., Felderer, B., Fräßdorf, M. o.fl. (2015). Are incentive effects on response rates and nonresponse bias in large-scale, face-to-face surveys generalizable to Germany? Evidence from ten experiments. Public Opinion Quarterly, 79(3), 740-768.
  3. ^ James, T. (1997). Results of the wave 1 Incentive Experiment in the 1996 Survey of Income and Program Participation. Proceedings of the Survey Research Section of the American Statistical Association, 834, 39.
  4. ^ Singer, E., Van Hoewyk, J. og Maher, M. P. (2000). Experiments with incentives in telephone surveys. Public Opinion Quarterly, 64(2), 171-188.
  5. ^ Singer, E., og R. A. Kulka. 2002. Paying respondents for survey participation. Í Studies of Welfare Populations: Data Collection and Research Issues, ritstj. M. Ver Ploeg, R. A. Moffitt og C. F. Citro, 105–28. Washington, DC: National Academy Press.
  6. ^ Petrolia, D. R. og Bhattacharjee, S. (2009). Revisiting Incentive Effects Evidence from a Random-Sample Mail Survey on Consumer Preferences for Fuel Ethanol. Public Opinion Quarterly, 73(3), 537-550.
  7. ^ Singer, E. 2002. The use of incentives to reduce nonresponse in household surveys. Í Survey Nonresponse, ristj. R. M. Groves, D. A. Dillman, J. L. Eltinge og R. J. A. Little, 163–77. New York: Wiley.
  8. ^ Adua, L. og Sharp, J. S. (2010). Examining survey participation and response quality: The significance of topic salience and incentives. Survey methodology, 36(1), 95-109.
  9. ^ Medway, R. L. og Tourangeau, R. (2015). Response Quality in Telephone Surveys Do Prepaid Cash Incentives Make a Difference? Public Opinion Quarterly, 79(2), 524-543.
  10. ^ Medway, R. L. og Tourangeau, R. (2015). Response Quality in Telephone Surveys Do Prepaid Cash Incentives Make a Difference? Public Opinion Quarterly, 79(2), 524-543.
  11. ^ Davern, M., Rockwood, T. H., Sherrod, R. og Campbell, S. (2003). Prepaid monetary incentives and data quality in face-to-face interviews: Data from the 1996 survey of income and program participation incentive experiment. Public Opinion Quarterly, 67(1), 139-147.
  12. ^ Shettle, C. og Mooney, G. (1999). Monetary incentives in US government surveys. Journal of Official Statistics, 15(2), 231.
  13. ^ Adua, L. og Sharp, J. S. (2010). Examining survey participation and response quality: The significance of topic salience and incentives. Survey methodology, 36(1), 95-109.
  14. ^ Grauenhorst, T., Blohm, M. og Koch, A. (2016). Respondent incentives in a national face-to-face survey: Do they affect response quality? Field Methods, 28(3), 266-283.
  15. ^ Grauenhorst, T., Blohm, M. og Koch, A. (2016). Respondent incentives in a national face-to-face survey: Do they affect response quality? Field Methods, 28(3), 266-283.
  16. ^ Singer, E., Van Hoewyk, J. og Maher, M. P. (2000). Experiments with incentives in telephone surveys. Public Opinion Quarterly, 64(2), 171-188.

Myndir:

  • Young Woman With Euros Free Stock Photo - Public Domain Pictures. (Sótt 2. 2. 2017).
  • Persuasion: Reciprocity and Liking | OBlog. (Sótt 25. 1. 2017).
  • plings_005 | Plings youth project at Salford precinct.. . a … | Flickr. (Sótt 1. 2. 2017).
  • Höfundur

    Anton Örn Karlsson

    aðferðafræðingur Hagstofu Íslands og doktorsnemi við sálfræðideild HÍ

    Útgáfudagur

    9.2.2017

    Spyrjandi

    Egill Moran Friðriksson

    Tilvísun

    Anton Örn Karlsson. „Eru kannanir áreiðanlegar ef fólki er borgað fyrir að taka þátt í þeim?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2017. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=21103.

    Anton Örn Karlsson. (2017, 9. febrúar). Eru kannanir áreiðanlegar ef fólki er borgað fyrir að taka þátt í þeim? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=21103

    Anton Örn Karlsson. „Eru kannanir áreiðanlegar ef fólki er borgað fyrir að taka þátt í þeim?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2017. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=21103>.

    Chicago | APA | MLA

    Spyrja

    Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

    Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

    Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

    Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

    Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

    Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

    =

    Senda grein til vinar

    =

    Eru kannanir áreiðanlegar ef fólki er borgað fyrir að taka þátt í þeim?
    Hátt svarhlutfall er mikilvægur þáttur í gæðum kannana. Af þessum ástæðum grípa rannsakendur til ýmissa ráðstafana til að stemma stigu við brottfalli og að hvetja þá sem valdir eru í úrtak til að svara spurningalista viðkomandi könnunar. Til dæmis eru send kynningarbréf áður en framkvæmd könnunar hefst, boðið er upp á fleiri en eina leið við að svara spurningalistanum eða að umbun af einhverju tagi er veitt. Almennt séð hafa rannsóknir bent til þess að umbun geti hækkað svarhlutfall kannana umtalsvert, þvert á tegundir kannana og form gagnasöfnunar, þó áhrifin virðist sterkust í póstkönnunum.

    Umbun í könnunum getur verið af ýmsu tagi. Hægt er að veita umbun fyrirfram (þá er umbunin jafnan send öllum í úrtakinu, til dæmis með kynningarbréfi könnunarinnar) eða eftir á, þegar svar hefur borist frá viðkomandi úrtakseiningu. Umbun getur verið í formi peninga, gjafar eða happdrættis.

    Umbun, til dæmis í formi peninga, gjafa eða happdrættis, getur verið leið til þess að hækka svarhlutfall og þannig mögulega haft áhrif á gæði könnunar.

    Almennt séð hafa rannsóknir bent til þess að umbun hafi jákvæð áhrif á svarhlutfall úrtakskannana á þann hátt að hvers kyns umbun hækkar svarhlutfallið. Fyrirfram umbun hefur meiri áhrif heldur en eftirágreidd umbun og umbun í peningum eykur svörun meira en gjöf til úrtakseininga. Rannsóknir á áhrifum þess að úrtakseiningar eða svarendur fari í happdrætti eru ekki samhljóða þar sem í sumum tilvikum hefur happdrætti engin áhrif en í öðrum smávægileg. Að minnsta kosti er nokkuð ljóst að þó happdrætti kunni að auka svarhlutfall, þá er það mun minna en bein fjárhagsleg umbun.

    Ýmsar skýringar eru á áhrifum umbunar á svarhlutfall kannana. Samkvæmt svonefndu leverage-saliancy-líkani (sem þýða má sem líkan um vogarafl og athygli) tekur fólk ákvörðun um þátttöku í könnunum með því að íhuga og vigta alla kosti þess og galla þess að svara viðkomandi spurningalista. Ef gallarnir vega þyngra er þátttökubeiðninni hafnað, ef kostirnir vega þyngra er þátttökubeiðnin samþykkt. Helsta markmið rannsakanda er því að auka sýnileika þeirra atriða sem eru líklegust til að snúa fólki á sveif með því að samþykkja þátttökubeiðnina, til dæmis umfjöllunarefni könnunarinnar, öryggi upplýsinganna, hversu stutt könnunin er og svo framvegis.

    Önnur kenning sem skýrir aukna svörun í könnunum þar sem umbun er í boði er gagnkvæmnireglan (e. reciprocity principle). Gagnkvæmnireglan lýsir því að jafnan höfum við jákvæðara viðhorf til þeirra sem hafa gefið okkur eitthvað eða gert eitthvað fyrir okkur, og erum þar með líklegri til að samþykkja bón frá þeim. Í þessu sambandi erum við líklegri til að samþykkja þátttökubeiðni í könnun ef við höfum fengið gjöf frá þeim sem stendur fyrir könnuninni. Það skýrir einnig af hverju fyrirframgreidd umbun hefur enn meiri áhrif á svarhlutfall heldur en eftirágreidd umbun.

    Gagnkvæmnireglan lýsir því að jafnan höfum við jákvæðara viðhorf til þeirra sem hafa gefið okkur eitthvað eða gert eitthvað fyrir okkur og erum þar með líklegri til að samþykkja bón frá þeim.

    Mikilvægt er að hafa í huga að svörun er aðeins einn þáttur sem hefur áhrif á gæði kannana og hugsanlega getur umbun (þó hún hafi jákvæð áhrif á svörun) skekkt niðurstöður í gegnum aðra þætti sem tengjast gæðum kannana. Helst hafa rannsóknir beinst að tveimur þáttum í þessu samhengi: Brottfallsskekkju og mælivillu.

    Brottfallsskekkja lýsir sér þannig að endanlegur hópur þátttakenda í könnun (sem eru þeir sem samþykktu þátttökubeiðnina og svöruðu spurningunum) er ekki lýsandi fyrir þýðið í heild sinni, sem hefur aftur áhrif á niðurstöður könnunarinnar. Til dæmis gætu þeir sem ekki hafa áhuga á hjólreiðum neitað þátttöku í könnun um bíllausan lífsstíl. Þannig myndu niðurstöðurnar ekki gefa raunsanna mynd af aðstæðum í þýði, þar sem aðeins hjólaáhugafólk hefði svarað könnuninni og því væru niðurstöðurnar aðeins lýsing á þeirra högum og viðhorfum.

    Ýmsar rannsóknir hafa beinst að þessu málefni. Í vissum tilvikum (en ekki öllum[1]) hefur umbun mismunandi áhrif eftir því um hvaða hópa ræðir[2], til dæmis getur umbun valdið því að fátækari svarendur taki frekar þátt[3], hægt er að auka líkurnar á þátttöku svarenda með lága menntun[4][5][6] auk þess sem umbun getur hækkað svarhlutfall meðal þeirra sem tilheyra ýmsum minnihlutahópum með tilliti til uppruna. Þessar niðurstöður, út af fyrir sig, benda ekki til þess að umbun geti dregið úr brottfallsskekkju, ekki nema viðkomandi bakgrunnsbreyta tengist þeim breytum sem könnunin beinist að. Til dæmis er mikilvægt að tryggja hátt svarhlutfall lágtekjufólks í könnun á lífskjörum og tekjum og í því tilfelli getur umbun dregið úr brottfallskekkju, að því gefnu að hún valdi háu svarhlutfalli lágtekjufólks.

    Samkvæmt Singer (2002)[7] getur umbun dregið úr brottfallsskekkju þar sem hún er hvatning fyrir svarendur sem ekki hafa áhuga á umfjöllunarefni könnunarinnar til að svara. Ef ekki hefði verið fyrir umbun, hefðu þessir svarendur að öllum líkindum ekki samþykkt þátttökubeiðni könnunarinnar[8]. Í könnun á bíllausum lífsstíl gæti umbun valdið aukningu í svörun meðal þeirra sem ekki hafa áhuga á hjólreiðum og þannig dregið úr brottfallsskekkju í niðurstöðum rannsóknarinnar.

    Mælivilla beinist að því hvernig spurningar könnunarinnar er lagðar fyrir og þeim svarað. Mælivilla er frávik mælingar í könnun, það er, svar við spurningu víkur frá raunverulegu gildi svaranda á þeirri breytu sem spurningunni er ætlað að mæla. Eins og gefur að skilja er mælivilla mikilvægur gæðaþáttur í könnunum.

    Áhyggjur rannsakenda af áhrifum umbunar á mælivillu beinast aðallega að því að með umbun séu þeir fengnir til þátttöku sem hafa ekki áhuga á könnuninni og muni því ekki svara spurningunum af vandvirkni. Í rannsókn Medway og Tourangeau (2015)[9] kom í ljós að þátttakendur sem fengu umbun fyrir svörun voru almennt fljótari að svara spurningum könnunarinnar sem er einkenni á svörun sem oft er tengt hærri tíðni mælivillu. Þó fundust engin tengsl milli umbunar og ýmissa mælinga á mælivillu í gagnasafni rannsóknarinnar.

    Umbun gæti leitt til þess að áhugalitlir svarendur taki þátt og vandi sig ekki eins mikið ... eða gæti leitt til þess að þátttakendur vandi svörin meira en ella.

    Þess í stað hefur ítrekað komið fram í rannsóknum að svarendur sem fá umbunað eru ólíklegri til að sleppa að svara spurningum[10] auk þess sem þeir skrifa jafnan lengri svör við opnum spurningum sem bendir til þess að þeir séu vandvirkari í svörun sinni heldur en þeir sem ekki er umbunað fyrir þátttöku. Í öðrum rannsóknum[11][12][13][14] hafa engin tengsl mælst milli umbunar og gagnagæða. Hugsanlegt er að áhrif umbunar á þessa tegund gagnagæða tengist tegund atriðanna, til dæmis munur á viðhorfaspurningum og spurningum sem beinast að lýðfræðilegum eða efnahagslegum þáttum (Davern o.fl., 2003) eða hversu viðkvæm atriðin eru. Einnig kann að vera að áhrifin séu flóknari. Til dæmis komu fram samvirkniáhrif í rannsókn Grauenhorst, Blohm og Koch (2016)[15][16] milli aldurs og umbunar á þann hátt að eldri svarendur voru líklegri en yngri til að svara ekki öllum atriðum spurningalistans þegar engin umbun var veitt, en voru ólíklegri til þess þegar umbun var veitt.

    Þegar á heildina er litið virðist nokkuð ljóst að umbun í könnunum eykur svarhlutfall, getur mögulega komið í veg fyrir brottfallsskekkju (þar sem svarlíkindi ólíklegra hópa í úrtakinu geta hækkað) og virðist ekki hafa teljandi áhrif á gæði mælingarinnar. Þó er vert að taka fram að ýmsum spurningum um áhrif umbunar í könnunum hefur enn ekki verið svarað.

    Hins vegar er mikilvægt að nota mismunandi aðferðir til að hvetja svarendur til þátttöku í stað þess að treysta aðeins á eina aðferð. Með því má auka líkurnar á því að mismunandi hópar svarenda taki þátt og þar með draga úr hættunni á brottfallsskekkju.

    Tilvísanir:
    1. ^ Medway, R. L. og Tourangeau, R. (2015). Response Quality in Telephone Surveys Do Prepaid Cash Incentives Make a Difference? Public Opinion Quarterly, 79(2), 524-543.
    2. ^ Pforr, K., Blohm, M., Blom, A. G., Erdel, B., Felderer, B., Fräßdorf, M. o.fl. (2015). Are incentive effects on response rates and nonresponse bias in large-scale, face-to-face surveys generalizable to Germany? Evidence from ten experiments. Public Opinion Quarterly, 79(3), 740-768.
    3. ^ James, T. (1997). Results of the wave 1 Incentive Experiment in the 1996 Survey of Income and Program Participation. Proceedings of the Survey Research Section of the American Statistical Association, 834, 39.
    4. ^ Singer, E., Van Hoewyk, J. og Maher, M. P. (2000). Experiments with incentives in telephone surveys. Public Opinion Quarterly, 64(2), 171-188.
    5. ^ Singer, E., og R. A. Kulka. 2002. Paying respondents for survey participation. Í Studies of Welfare Populations: Data Collection and Research Issues, ritstj. M. Ver Ploeg, R. A. Moffitt og C. F. Citro, 105–28. Washington, DC: National Academy Press.
    6. ^ Petrolia, D. R. og Bhattacharjee, S. (2009). Revisiting Incentive Effects Evidence from a Random-Sample Mail Survey on Consumer Preferences for Fuel Ethanol. Public Opinion Quarterly, 73(3), 537-550.
    7. ^ Singer, E. 2002. The use of incentives to reduce nonresponse in household surveys. Í Survey Nonresponse, ristj. R. M. Groves, D. A. Dillman, J. L. Eltinge og R. J. A. Little, 163–77. New York: Wiley.
    8. ^ Adua, L. og Sharp, J. S. (2010). Examining survey participation and response quality: The significance of topic salience and incentives. Survey methodology, 36(1), 95-109.
    9. ^ Medway, R. L. og Tourangeau, R. (2015). Response Quality in Telephone Surveys Do Prepaid Cash Incentives Make a Difference? Public Opinion Quarterly, 79(2), 524-543.
    10. ^ Medway, R. L. og Tourangeau, R. (2015). Response Quality in Telephone Surveys Do Prepaid Cash Incentives Make a Difference? Public Opinion Quarterly, 79(2), 524-543.
    11. ^ Davern, M., Rockwood, T. H., Sherrod, R. og Campbell, S. (2003). Prepaid monetary incentives and data quality in face-to-face interviews: Data from the 1996 survey of income and program participation incentive experiment. Public Opinion Quarterly, 67(1), 139-147.
    12. ^ Shettle, C. og Mooney, G. (1999). Monetary incentives in US government surveys. Journal of Official Statistics, 15(2), 231.
    13. ^ Adua, L. og Sharp, J. S. (2010). Examining survey participation and response quality: The significance of topic salience and incentives. Survey methodology, 36(1), 95-109.
    14. ^ Grauenhorst, T., Blohm, M. og Koch, A. (2016). Respondent incentives in a national face-to-face survey: Do they affect response quality? Field Methods, 28(3), 266-283.
    15. ^ Grauenhorst, T., Blohm, M. og Koch, A. (2016). Respondent incentives in a national face-to-face survey: Do they affect response quality? Field Methods, 28(3), 266-283.
    16. ^ Singer, E., Van Hoewyk, J. og Maher, M. P. (2000). Experiments with incentives in telephone surveys. Public Opinion Quarterly, 64(2), 171-188.

    Myndir:

  • Young Woman With Euros Free Stock Photo - Public Domain Pictures. (Sótt 2. 2. 2017).
  • Persuasion: Reciprocity and Liking | OBlog. (Sótt 25. 1. 2017).
  • plings_005 | Plings youth project at Salford precinct.. . a … | Flickr. (Sótt 1. 2. 2017).
  • ...