Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Gæti ísbjörn synt frá Grænlandi til Íslands?

Jón Már Halldórsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Þol og mikið úthald er eitt af helstu einkennum bjarndýra. Bjarndýr geta hlaupið nokkuð hratt og haldið hraðanum lengi og úthaldið er sennilega helsti styrkur þeirra.

Ísbjörn er það bjarndýr sem best er lagað að lífi í vatni. Eins og sjá má af latneska heitinu, Ursus maritimus, er hann líka stundum kallaður sjóbjörn. Geysilegt úthald ísbjarnarins sést best á löngum sundferðum hans í sjó. Hann hikar ekki við að synda yfir firði og sund og hafa rannsóknir sýnt að hann getur synt á allt að 10 km hraða á klukkustund. Skráð er tilvik þar sem fullorðinn ísbjörn synti alls 100 km leið og tók sú sundferð 11 klukkustundir! Annað skráð tilvik staðfesti að ísbjörn hafi synt 320 km leið og er það lengsta skráða sundferðalag bjarndýrs, en ekki er vitað hversu lengi það stóð yfir.


Ísbirnir á sundi.

Fjarlægðin milli Íslands og Grænlands, þar sem Grænlandssund er mjóst, er um 300 km. Það má því ætla að ísbirnir geti synt þá leið, en hugsanlega þyrftu þeir að hvíla sig á leiðinni. Engar staðfestar heimildir eru þó til fyrir slíku sundi á milli landanna tveggja.

Þegar ísbirnir berast til Íslands hafa þeir yfirleitt farið mestan hluta leiðarinnar á ísjökum sem rekur í sífellu suður á bóginn meðfram austurströnd Grænlands. Þeir eiga því ekki afturkvæmt til náttúrlegra heimkynna sinna af eigin rammleik, því að það þýðir til dæmis ekki að koma sér upp á ísjaka við Ísland; hann rekur bara áfram til suðurs og bráðnar að lokum! Þetta er ein ástæðan til þess að ísbjarnastofninn hefur ekki lagt Ísland undir sig til fastrar búsetu.

Auk þess er helsta fæðuöflun ísbjarna mjög sérhæfð og tengd hafís. Hún felst í því að drepa seli á sérstakan hátt við ísbrúnina eða við vakir í ísnum. Þess konar fæðuöflun yrði ekki mjög árangursrík hér á landi. En vegna þessarar fæðuöflunar er heitið ísbjörn einmitt afar viðeigandi um þessa dýrategund; þessir birnir eru mjög háðir ís.

Líkamleg einkenni ísbjarnarins sýna hversu vel hann er lagaður að sundi. Hann er straumlínulagaðri en önnur bjarndýr og þykkt fitulag (allt að 11 cm þykkt) ver hann gegn kulda.

Lesefni um ísbirni og fleiri heimskautadýr:

Páll Hersteinsson, 1998. „Spendýr á norðurslóðum“. Undur veraldar: Greinasafn um raunvísindi fyrir almenning, ritstj. Þorsteinn Vilhjálmsson. Reykjavík: Heimskringla, bls. 89-106.

Mynd:

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

11.2.2003

Spyrjandi

Arnar Sigurðsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Gæti ísbjörn synt frá Grænlandi til Íslands?“ Vísindavefurinn, 11. febrúar 2003. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3126.

Jón Már Halldórsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 11. febrúar). Gæti ísbjörn synt frá Grænlandi til Íslands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3126

Jón Már Halldórsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Gæti ísbjörn synt frá Grænlandi til Íslands?“ Vísindavefurinn. 11. feb. 2003. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3126>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gæti ísbjörn synt frá Grænlandi til Íslands?
Þol og mikið úthald er eitt af helstu einkennum bjarndýra. Bjarndýr geta hlaupið nokkuð hratt og haldið hraðanum lengi og úthaldið er sennilega helsti styrkur þeirra.

Ísbjörn er það bjarndýr sem best er lagað að lífi í vatni. Eins og sjá má af latneska heitinu, Ursus maritimus, er hann líka stundum kallaður sjóbjörn. Geysilegt úthald ísbjarnarins sést best á löngum sundferðum hans í sjó. Hann hikar ekki við að synda yfir firði og sund og hafa rannsóknir sýnt að hann getur synt á allt að 10 km hraða á klukkustund. Skráð er tilvik þar sem fullorðinn ísbjörn synti alls 100 km leið og tók sú sundferð 11 klukkustundir! Annað skráð tilvik staðfesti að ísbjörn hafi synt 320 km leið og er það lengsta skráða sundferðalag bjarndýrs, en ekki er vitað hversu lengi það stóð yfir.


Ísbirnir á sundi.

Fjarlægðin milli Íslands og Grænlands, þar sem Grænlandssund er mjóst, er um 300 km. Það má því ætla að ísbirnir geti synt þá leið, en hugsanlega þyrftu þeir að hvíla sig á leiðinni. Engar staðfestar heimildir eru þó til fyrir slíku sundi á milli landanna tveggja.

Þegar ísbirnir berast til Íslands hafa þeir yfirleitt farið mestan hluta leiðarinnar á ísjökum sem rekur í sífellu suður á bóginn meðfram austurströnd Grænlands. Þeir eiga því ekki afturkvæmt til náttúrlegra heimkynna sinna af eigin rammleik, því að það þýðir til dæmis ekki að koma sér upp á ísjaka við Ísland; hann rekur bara áfram til suðurs og bráðnar að lokum! Þetta er ein ástæðan til þess að ísbjarnastofninn hefur ekki lagt Ísland undir sig til fastrar búsetu.

Auk þess er helsta fæðuöflun ísbjarna mjög sérhæfð og tengd hafís. Hún felst í því að drepa seli á sérstakan hátt við ísbrúnina eða við vakir í ísnum. Þess konar fæðuöflun yrði ekki mjög árangursrík hér á landi. En vegna þessarar fæðuöflunar er heitið ísbjörn einmitt afar viðeigandi um þessa dýrategund; þessir birnir eru mjög háðir ís.

Líkamleg einkenni ísbjarnarins sýna hversu vel hann er lagaður að sundi. Hann er straumlínulagaðri en önnur bjarndýr og þykkt fitulag (allt að 11 cm þykkt) ver hann gegn kulda.

Lesefni um ísbirni og fleiri heimskautadýr:

Páll Hersteinsson, 1998. „Spendýr á norðurslóðum“. Undur veraldar: Greinasafn um raunvísindi fyrir almenning, ritstj. Þorsteinn Vilhjálmsson. Reykjavík: Heimskringla, bls. 89-106.

Mynd:...