Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað merkir orðið sál?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Íslenska orðið sál hefur flókna, margbrotna og svolítið óáþreifanlega merkingu svipað og samsvarandi orð í öðrum tungumálum kringum okkur. Flestar merkingar þess eru þó tengdar hugarstarfsemi manna eða því sem tilheyrir lífverunni eða manninum en hverfur eða skilur sig frá líkamanum þegar maðurinn deyr.


Einföld athugun á orðabókum getur leitt ýmislegt í ljós um hugtakið sál. Orðabók Sigfúsar Blöndals er íslensk-dönsk og lætur sér nægja að þýða íslenska orðið með danska orðinu "sjæl", nema hvað við fáum í leiðinni að vita að sál getur líka þýtt "skinnpoki". Í Íslenskri orðabók Árna Böðvarssonar eru gefin samheitin "andi, önd, lund, hugur, geð." Síðan er sýnt merki sem táknar "guðfræði og trúarbrögð" og gefin skýringin
Sá hluti persónunnar sem margir hugsa sér að lifi áfram eftir líkamsdauðann (að eilífu).
Svo er lesandi bókarinnar minntur á þá alþekktu staðreynd að menn tala oft um sál og líkama og að sálarlíf er haft um "andlegt líf manns, hugsun, viðbrögð og tilfinningar."

Í vönduðum enskum orðabókum er oft talsverðan og kjarngóðan fróðleik að hafa um svona hluti. Í Webster's Ninth New Collegiate Dictionary frá 1983 er sálin sögð vera
the immaterial essence, animating principle or actuating cause of an individual life
Þetta er raunar ekki auðvelt að þýða en við skulum reyna:
Óefniskennt afl sem skapar einstaklingsbundið líf, uppspretta sem gefur því kraft eða orsök sem knýr það áfram.
Auk annarra merkinga er í þessari bók einnig gefin merkingin "a person's total self", "heildarsjálf manns" eða eitthvað í þá veru, og er sú merking áhugaverð, sjá hér á eftir.

Í Webster's Encyclopedic Unabridged Dictionary of the English Language frá 1989 byrjar umfjöllunin um "soul" með nokkuð jarðbundinni skýringu:
Frumuppspretta lífs, tilfinninga, hugsunar og aðgerða í manninum, þegar litið er á hana sem sérstaka einingu er sé aðskilin frá líkamanum, og einnig yfirleitt talin eiga sér tilvist er sé óháð líkamanum; andlegur þáttur mannsins greindur frá líkamlega þættinum.
Íslenska orðið sál hefur sjálfsagt ekki nákvæmlega sömu merkingar og enska orðið "soul". Engu að síður getum við séð af ensku orðabókunum og Orðabók Árna Böðvarssonar að íslenska orðið hefur nokkrar merkingar sem hafa raunar hver um sig verið áleitið viðfangsefni mismunandi fræðigreina í tímans rás. Þannig hefur sú merking sem snýr að andlegu lífi manna almennt verið mjög til umfjöllunar í heimspeki allar götur frá frumkvöðlunum Platóni og Aristótelesi. Merkingin sem snýr að hugsanlegu lífi manna eftir dauðann og hlutverki sálarinnar í því hefur verið viðfangsefni guðfræðinga. Og segja má að sálfræðingar nútímans séu að fjalla um "sálina" í þeirri merkingu orðabókanna sem snýr að sjálfinu, persónunni, hegðun hennar, hugsun og öðru andlegu lífi. Hér á Vísindavefnum verður síðar fjallað sérstaklega um sálina frá sjónarmiðum þessara mismunandi fræðigreina.

Fræðigreinin sálarfræði heitir "psychology" á erlendum málum svo sem kunnugt er. Fyrri hluti þess orðs er dreginn af gríska orðinu 'psyche' sem þýðir einmitt "andi, önd, sál, hugur" (Webster's Encyclopedic ...). Íslenska orðið er því í rauninni býsna góð og bein þýðing á hinu alþjóðlega fræðiorði. Þess ber þó að gæta að fæstir notendur þess hafa hina grísku merkingu í huga og tengja "psychology" kannski ekkert endilega við "soul". Íslenskir málnotendur komast hins vegar ekki hjá því að tengja "sálarfræði" við "sál". Samkvæmt því sem hér hefur verið sagt er ekkert við það að athuga ef menn hafa ríkt í huga að við erum þá að nota orðið "sál" í einni af mörgum merkingum sínum.

Frá ritstjórn:

Höfundur þessa svars er prófessor í vísindasögu og eðlisfræði og fjallar hér um spurninguna frá sjónarhóli vísinda almennt og almennra málvísinda. Í eftirfarandi svörum er fjallað um svipaðar eða skyldar spurningar frá öðrum sjónarmiðum, meðal annars frá sjónarhóli annarra fræðigreina:

Er sálin til? (heimspeki; Haukur Már Helgason)

Hvers eðlis er sálin? (sálarfræði; Sigurður J. Grétarsson)

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

29.5.2000

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað merkir orðið sál?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2000. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=475.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 29. maí). Hvað merkir orðið sál? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=475

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað merkir orðið sál?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2000. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=475>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir orðið sál?
Íslenska orðið sál hefur flókna, margbrotna og svolítið óáþreifanlega merkingu svipað og samsvarandi orð í öðrum tungumálum kringum okkur. Flestar merkingar þess eru þó tengdar hugarstarfsemi manna eða því sem tilheyrir lífverunni eða manninum en hverfur eða skilur sig frá líkamanum þegar maðurinn deyr.


Einföld athugun á orðabókum getur leitt ýmislegt í ljós um hugtakið sál. Orðabók Sigfúsar Blöndals er íslensk-dönsk og lætur sér nægja að þýða íslenska orðið með danska orðinu "sjæl", nema hvað við fáum í leiðinni að vita að sál getur líka þýtt "skinnpoki". Í Íslenskri orðabók Árna Böðvarssonar eru gefin samheitin "andi, önd, lund, hugur, geð." Síðan er sýnt merki sem táknar "guðfræði og trúarbrögð" og gefin skýringin
Sá hluti persónunnar sem margir hugsa sér að lifi áfram eftir líkamsdauðann (að eilífu).
Svo er lesandi bókarinnar minntur á þá alþekktu staðreynd að menn tala oft um sál og líkama og að sálarlíf er haft um "andlegt líf manns, hugsun, viðbrögð og tilfinningar."

Í vönduðum enskum orðabókum er oft talsverðan og kjarngóðan fróðleik að hafa um svona hluti. Í Webster's Ninth New Collegiate Dictionary frá 1983 er sálin sögð vera
the immaterial essence, animating principle or actuating cause of an individual life
Þetta er raunar ekki auðvelt að þýða en við skulum reyna:
Óefniskennt afl sem skapar einstaklingsbundið líf, uppspretta sem gefur því kraft eða orsök sem knýr það áfram.
Auk annarra merkinga er í þessari bók einnig gefin merkingin "a person's total self", "heildarsjálf manns" eða eitthvað í þá veru, og er sú merking áhugaverð, sjá hér á eftir.

Í Webster's Encyclopedic Unabridged Dictionary of the English Language frá 1989 byrjar umfjöllunin um "soul" með nokkuð jarðbundinni skýringu:
Frumuppspretta lífs, tilfinninga, hugsunar og aðgerða í manninum, þegar litið er á hana sem sérstaka einingu er sé aðskilin frá líkamanum, og einnig yfirleitt talin eiga sér tilvist er sé óháð líkamanum; andlegur þáttur mannsins greindur frá líkamlega þættinum.
Íslenska orðið sál hefur sjálfsagt ekki nákvæmlega sömu merkingar og enska orðið "soul". Engu að síður getum við séð af ensku orðabókunum og Orðabók Árna Böðvarssonar að íslenska orðið hefur nokkrar merkingar sem hafa raunar hver um sig verið áleitið viðfangsefni mismunandi fræðigreina í tímans rás. Þannig hefur sú merking sem snýr að andlegu lífi manna almennt verið mjög til umfjöllunar í heimspeki allar götur frá frumkvöðlunum Platóni og Aristótelesi. Merkingin sem snýr að hugsanlegu lífi manna eftir dauðann og hlutverki sálarinnar í því hefur verið viðfangsefni guðfræðinga. Og segja má að sálfræðingar nútímans séu að fjalla um "sálina" í þeirri merkingu orðabókanna sem snýr að sjálfinu, persónunni, hegðun hennar, hugsun og öðru andlegu lífi. Hér á Vísindavefnum verður síðar fjallað sérstaklega um sálina frá sjónarmiðum þessara mismunandi fræðigreina.

Fræðigreinin sálarfræði heitir "psychology" á erlendum málum svo sem kunnugt er. Fyrri hluti þess orðs er dreginn af gríska orðinu 'psyche' sem þýðir einmitt "andi, önd, sál, hugur" (Webster's Encyclopedic ...). Íslenska orðið er því í rauninni býsna góð og bein þýðing á hinu alþjóðlega fræðiorði. Þess ber þó að gæta að fæstir notendur þess hafa hina grísku merkingu í huga og tengja "psychology" kannski ekkert endilega við "soul". Íslenskir málnotendur komast hins vegar ekki hjá því að tengja "sálarfræði" við "sál". Samkvæmt því sem hér hefur verið sagt er ekkert við það að athuga ef menn hafa ríkt í huga að við erum þá að nota orðið "sál" í einni af mörgum merkingum sínum.

Frá ritstjórn:

Höfundur þessa svars er prófessor í vísindasögu og eðlisfræði og fjallar hér um spurninguna frá sjónarhóli vísinda almennt og almennra málvísinda. Í eftirfarandi svörum er fjallað um svipaðar eða skyldar spurningar frá öðrum sjónarmiðum, meðal annars frá sjónarhóli annarra fræðigreina:

Er sálin til? (heimspeki; Haukur Már Helgason)

Hvers eðlis er sálin? (sálarfræði; Sigurður J. Grétarsson)...